Færslur: Atvinnurekendur

Nýr formaður Eflingar segir svindlara afar hugmyndaríka
Agnieszka Ewa Ziólkowska nýr formaður Eflingar segir atvinnurekendur telja auðveldara að svindla á erlendu verkafólki en innlendu. Þó segir hún ekki hægt að alhæfa um það, því svindlað hafi verið á íslensku starfsfólki þar sem hún starfaði seinast. Það hafi hreinlega ekki áttað sig á því.
Ástand á vinnumarkaði batnar enn
Atvinnuleysi hérlendis hefur dregist jafnt og þétt saman frá upphafi þessa árs og var hlutfall atvinnulausra í ágúst komið í 5,5%. Í júlí var hlutfallið 6,1% en það var hæst á árinu í janúar, eða 12,8%. Skráðir atvinnulausir hjá Vinnumálastofnun voru í lok ágúst 11.499 talsins og enn er atvinnuleysi mest á Suðurnesjum, eða 9,7%.
Konur og innflytjendur hækka mest því með lægri laun
Tímakaup hefur hækkað frá 14 upp í nærri 30 prósent frá því í mars 2019 þar til í janúar 2021. Á þeim tíma hafa 320 kjarasamningar verið gerðir. Lægstlaunuðu hóparnir hækkuðu mest. Þetta kemur fram í skýrslu Kjaratölfræðinefndar sem kynnt var í morgun. 
Færeysk fyrirtæki stefna að sjálfbærni til framtíðar
Ellefu færeysk fyrirtæki hafa undirritað samkomulag þar sem þau hyggjast hafa frumkvæði um sjálfbærni til þriggja ára. Verkefnið gengur undir heitinu Burðardygt Vinnulív eða Sjálfbær fyrirtæki og verður stjórnað frá Vinnuhúsinu, skrifstofu færeyskra atvinnurekenda og fyrirtækjarekenda.
Morgunútvarpið
Segir litla upplýsingagjöf valda óvissu
Skortur á upplýsingagjöf frá stjórnvöldum og sóttvarnayfirvöldum varðandi aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins veldur óvissu hjá fólki og fyrirtækjum. Þetta segir Davíð Þorláksson forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs Samtaka atvinnulífsins. 
Hópuppsögnum fækkar
Vinnumálastofnun hafa ekki borist fleiri tilkynningar um hópuppsagnir um nýliðin mánaðamót fyrir utan þær tvær sem stofnuninni bárust í síðustu viku þar sem samtals 71 missti vinnuna. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir að ef um hefði verið að ræða fleiri hópuppsagnir, þá væri þegar búið að tilkynna stofnuninni um þær. Þetta eru talsvert færri hópuppsagnir en hafa verið síðustu mánuði.
Starfsfólki fækkar í öllum greinum iðnaðar
Starfsfólki hefur fækkað í öllum greinum iðnaðar frá upphafi kórónuveirufaraldursins. Sú fækkun starfa sem orðið hefur undanfarna mánuði er alfarið bundin við einkageirann og á sama tíma hefur opinberum störfum fjölgað. Brýnt er að skapa störf í einkageiranum til að komast út úr því ástandi á vinnumarkaði og þeirri niðursveiflu sem nú ríkir. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins.
Myndskeið
Atvinnuleysi eitur í beinum Íslendinga
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist vonsvikinn yfir því að samtal við verkalýðshreyfinguna hafi ekki leitt til niðurstöðu um Lífskjarasamniginn. Aðildafyrirtæki SA kjósa um mögulega riftun samningsins á morgun
27.09.2020 - 14:13
Öllum sagt upp á b5 og eigandi ósáttur við aðgerðaleysi
Öllu starfsfólki skemmtistaðarins b5 í Bankastræti hefur verið sagt upp og eigandi staðarins hefur ekki getað borgað leigu í þrjá mánuði. Þórður Ágústsson, eigandi b5, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að hann sé ósáttur við skort á úrræðum fyrir fyrirtæki í þessari stöðu.
Harpa segir upp þrjátíu manns
Þrjátíu manns var sagt upp í gær hjá Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi. Starfsfólkið er allt þjónustufulltrúar sem vinna í hlutastarfi í vaktavinnu á viðburðum hússins. Starfsfólkinu var sagt upp á fundi með helstu stjórnendum hússins og fulltrúa VR.
31 sagt upp hjá Ístaki og 25 fá ekki samning
56 manns hafa misst vinnuna hjá verktakafyrirtækinu Ístaki. 31 fastráðnum starfsmanni hefur verið sagt upp og 25 starfsmenn sem hafa verið í vinnu hjá fyrirtækinu á vegum starfsamannaleigu fá ekki endurnýjaðan samning.
27.02.2019 - 07:39
Viðtal
VR teikni atvinnurekendur upp sem vonda fólkið
Auglýsing VR, þar sem Georg Bjarnfreðarson dregur salernisgjald, reiðhjólagjald og matargjald af launum starfsmanns og býðst til að hýsa hann í lager verslunar fer fyrir brjóstið á Samtökum verslunar og þjónustu. Margrét Sanders, formaður SVÞ, segir hinar auglýsingar félagsins góðar en að í þessari tilteknu auglýsingu fari húmorinn yfir strikið. Margrét var gestur Morgunútvarpsins á Rás 2. 
18.12.2018 - 08:20