Færslur: Atvinnurekendur

Starfsfólki fækkar í öllum greinum iðnaðar
Starfsfólki hefur fækkað í öllum greinum iðnaðar frá upphafi kórónuveirufaraldursins. Sú fækkun starfa sem orðið hefur undanfarna mánuði er alfarið bundin við einkageirann og á sama tíma hefur opinberum störfum fjölgað. Brýnt er að skapa störf í einkageiranum til að komast út úr því ástandi á vinnumarkaði og þeirri niðursveiflu sem nú ríkir. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins.
Myndskeið
Atvinnuleysi eitur í beinum Íslendinga
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist vonsvikinn yfir því að samtal við verkalýðshreyfinguna hafi ekki leitt til niðurstöðu um Lífskjarasamniginn. Aðildafyrirtæki SA kjósa um mögulega riftun samningsins á morgun
27.09.2020 - 14:13
Öllum sagt upp á b5 og eigandi ósáttur við aðgerðaleysi
Öllu starfsfólki skemmtistaðarins b5 í Bankastræti hefur verið sagt upp og eigandi staðarins hefur ekki getað borgað leigu í þrjá mánuði. Þórður Ágústsson, eigandi b5, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að hann sé ósáttur við skort á úrræðum fyrir fyrirtæki í þessari stöðu.
Harpa segir upp þrjátíu manns
Þrjátíu manns var sagt upp í gær hjá Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi. Starfsfólkið er allt þjónustufulltrúar sem vinna í hlutastarfi í vaktavinnu á viðburðum hússins. Starfsfólkinu var sagt upp á fundi með helstu stjórnendum hússins og fulltrúa VR.
31 sagt upp hjá Ístaki og 25 fá ekki samning
56 manns hafa misst vinnuna hjá verktakafyrirtækinu Ístaki. 31 fastráðnum starfsmanni hefur verið sagt upp og 25 starfsmenn sem hafa verið í vinnu hjá fyrirtækinu á vegum starfsamannaleigu fá ekki endurnýjaðan samning.
27.02.2019 - 07:39
Viðtal
VR teikni atvinnurekendur upp sem vonda fólkið
Auglýsing VR, þar sem Georg Bjarnfreðarson dregur salernisgjald, reiðhjólagjald og matargjald af launum starfsmanns og býðst til að hýsa hann í lager verslunar fer fyrir brjóstið á Samtökum verslunar og þjónustu. Margrét Sanders, formaður SVÞ, segir hinar auglýsingar félagsins góðar en að í þessari tilteknu auglýsingu fari húmorinn yfir strikið. Margrét var gestur Morgunútvarpsins á Rás 2. 
18.12.2018 - 08:20