Færslur: Atvinnumál

Sjónvarpsfrétt
Metfjöldi starfa í boði
Metfjöldi starfa er nú auglýstur til umsóknar. Mannauðsstjóri hjá Reykjavíkurborg segir mikinn skort á starfsfólki og það sama er að segja um ferðaþjónustuna. Íslensk ferðaþjónustufyrirtæki leita í auknum mæli til erlendra vinnumiðlana.
Rafgeymaverksmiðja skapar þúsundir starfa í Gautaborg
Milljarða fjárfesting og þúsundir nýrra starfa fylgja nýrri rafgeymaverksmiðju sem reist verður í sænsku borginni Gautaborg. Forsætisráðherra Svþjóðar fagnar fjárfestingunni sem hún segir sanna að grænar fjárfestingar borgi sig.
Sádi Arabía
28.000 konur sóttu um 30 störf lestarstjóra
Þúsundir sádíarabískra kvenna sóttu um þegar spænska járnbrautafyrirtækið Renfe auglýsti eftir konum í starf lestarstjóra þar í landi. Renfe rekur járnbrautir í konungsríkinu Sádi Arabíu, þar sem konur búa við afar takmarkað frelsi og var óheimilt að aka bifreið allt til ársins 2018. Fyrirtækið auglýsti 30 lestarstjórastöður lausar til umsóknar fyrir konur og fékk yfir 28.000 umsóknir.
17.02.2022 - 05:33
Heimila fjögurra daga vinnuviku með óbreyttum vinnutíma
Stjórnvöld í Belgíu boða breytingar á vinnulöggjöf landsins sem veita launafólki rétt til að fara fram á fjögurra daga vinnuviku. Vinnutíminn styttist þó ekki að sama skapi,heldur heimila lögin fólki að vinna sína 38 tíma á fjórum dögum í stað fimm, og launin haldast óbreytt að sama skapi.
16.02.2022 - 05:53
Sendu raforkuframleiðendum neyðarkall
Raforkuframleiðendum hér á landi barst í vikunni neyðarkall frá Orkustofnun og umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, vegna yfirvofandi orkuskorts og mögulegri afhendingu raforku frá fyrsta febrúar til fyrsta júní.
20.01.2022 - 06:37
Fyrsta hópuppsögnin síðan í ágúst
Vinnumálastofun barst tilkynning um eina hópuppsögn í nóvember. Þar var fjórtán starfsmönnum sagt upp störfum í sérfræði-, tækni og vísindalegri starfsemi. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir að þetta sé fyrsta hópuppsögnin sem þangað berist síðan í ágúst.
02.12.2021 - 15:16
Morgunútvarpið
Alltaf eitthvað um að fólk fái ekki vinnu
Atvinnuleysistölur eru nú þær sömu og þær voru fyrir kórónuveirufaraldurinn en spáð er auknu atvinnuleysi í þessum mánuði og þeim næsta vegna árstíðabundinna sveiflna í atvinnu- og efnahagslífi. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir alltaf eitthvað um að fólk fái ekki vinnu af ýmsum ástæðum.
Kolsvört skýrsla um stjórnarhætti á Menntamálastofnun
Allir áhættuþættir sem snerta stjórnun Menntamálastofnunar eru merktir rauðir í áhættumati sem unnið var fyrir menntamálaráðuneytið, sem er til marks um alvarleg vandamál sem krefjast skjótra viðbragða. Alvarleg veikindi í hópi starfsfólks eru rakin til óstjórnar forstjórans, sem meirihluti starfsfólksins vantreystir. Þetta kemur fram í skýrslu mannauðsfyrirtækisins Auðnast, sem vann áhættumatið. Fréttablaðið greinir frá.
Mikil samfélagsleg áhrif að vegir séu styttir
Það hefur mikil samfélagsleg áhrif ef vegalengdir á milli þéttbýliskjarna eru styttar, segir lektor við Háskólann á Akureyri. Hann bendir til dæmis á að Kjalvegur gæti tengt Norður- og Suðurland og skapað þannig mikil tækifæri.
04.11.2021 - 15:57
Morgunútvarpið
Atvinnutækifæri ungs fatlaðs fólks
Um síðustu helgi fór fram ráðstefna um atvinnumál fatlaðra undir heitinu Göngum í takt. Þar kom fram að víða er pottur brotinn í þeim málum og úrbóta og framfara er þörf, sem og þegar kemur að menntunartækifærum fatlaðs fólks. Sara Dögg Svanhildardóttir verkefnastjóri hjá Þroskahjálp brennur fyrir þessi málefni.
Bjartsýnustu spár Vinnumálastofnunar að rætast
Engar tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í síðasta mánuði. Stóru viðskiptabankarnir þrír, Landsbankinn, Íslandsbanki og Arion banki, sögðu þó upp 39 starfsmönnum.
04.10.2021 - 14:25
Forstjóri segir réttlætanlegt að segja óbólusettum upp
Scott Kirby forstjóri bandaríska flugfélagsins United Airlines segir fullkomlega réttlætanlegt að segja því starfsfólki upp störfum sem hafnar bólusetningum við COVID-19. Á sjö vikum er nánast allt starfsfólk fyrirtækisins bólusett.
Johnson ætlar að þrýsta á Bezos um skattgreiðslur
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að ræða skattgreiðslur Amazon-netverslanarisans við Jeff Bezos stofnanda fyrirtækisins í dag.
20.09.2021 - 05:44
Nýsköpun til framtíðar á landsbyggðinni
Fyrstu regnhlífarsamtök nýsköpunar á landsbyggðinni hafa verið sett á laggirnar undir nafninu Norðanátt. Markmiðið er að skapa tækifæri fyrir atvinnuskapandi frumkvöðlastarf.
Flugumferðarstjórar í verkfall í næstu viku
Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur boðað til verkfalls frá og með þriðjudeginum 31. ágúst. Fundi samninganefndar félagsins með fulltrúum Isavia var slitið á tólfta tímanum í kvöld, en hann hófst klukkan 13.
24.08.2021 - 00:41
Nýr verkefnisstjóri fjárfestinga hjá SSNV
Á vef Samtaka sveitarfélaga Norðurlands vestra (SSNV) kemur fram að Magnús Barðdal hefur verið ráðinn í starf verkefnisstjóra fjárfestinga hjá samtökunum.
10.08.2021 - 11:48
Þúsundir starfsfólks Quantas sendar í launalaust leyfi
Ástralska flugfélagið Qantas tilkynnti í dag þá ákvörðun sína að senda vel á þriðja þúsund starfsmanna í launalaust leyfi. Ástæðan er sögð vera sú að mjög hefur dregið úr eftirspurn eftir flugferðum í kjölfar mikillar útbreiðslu Delta-afbrigðis kórónuveirunnar víða um landið.
Samkomulag auðveldar ungu fólki búsetu í Bretlandi
Fólk frá átján ára til þrítugs getur nú búið og starfað í Bretlandi í allt að tvö ár. Það byggir á samkomulagi ríkjanna sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, og Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, undirrituðu í gær.
„Suðurnesin eru land tækifæranna“
Atvinnuleysi minnkaði um 5 prósentustig á milli mánaða á Suðurnesjum og fór úr 18,7 prósentum niður í 13,7 prósent. Miklar sveiflur einkenna Suðurnesin en bæjarstjóri Reykjanesbæjar er fullviss um að framtíðin sé björt. Mörg hundruð manns hafa verið ráðin til starfa hjá fyrirtækjum á Keflavíkurflugvelli undanfarnar vikur.
15.07.2021 - 20:14
Sjónvarpsfrétt
Mörg hundruð fá störfin sín aftur á flugvellinum
Mörg hundruð manns hafa verið ráðin til starfa hjá fyrirtækjum á Keflavíkurflugvelli undanfarnar vikur. Margir sem misstu vinnu í faraldrinum hafa fengið gömlu störfin sín aftur og til stendur að ráða fleiri. Misvel gengur að fá fólk til starfa. 
Íslenskir karlar vinna 12% lengri vinnuviku en konur
Munur á vinnutíma karla og kvenna í fullu starfi er mestur á Íslandi af öllum löndum OECD. Ein ástæða þess er að jaðarskattar eru meiri á konur í sambúð en karla. Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra segir að ástæður þess þurfi að skoða nánar.
Myndskeið
Atvinnuleysið fór úr 40% niður í 7%
Atvinnulausum hefur fækkað mikið í Mýrdalshreppi.  Allir veitingastaðir og hótel í Vík hafa nú verið opnuð aftur eftir að hafa verið lokuð í faraldrinum. Hótelstjóri segir að allt sé að verða eðlilegt aftur og telur ekki ólíklegt að Kötluþættir Baltasars Kormáks muni laða ferðamenn að svæðinu.
Myndskeið
„Fórnarkostnaður kvenna hærri“
Fjórtán sinnum fleiri konur en karlar í stjórnendastöðum bera ábyrgð á heimilishaldi og kvenkyns stjórnendum finnst þær frekar þurfa að sanna sig. Karlar fá minni stuðning en konur til að samræma starf og fjölskyldulíf. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar. Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé, einn aðstandenda rannsóknarinnar, segir að konur þurfi að fórna meiru til að verða stjórnendur en karlar.
Fjölmargir verið án vinnu frá upphafi Covid
Yfir sex þúsund manns hafa verið án vinnu í ár eða lengur en forseti Vinnumálastofnunar er bjartsýnn á að það fækki hratt í þeim hópi á næstu misserum. Forseti ASÍ segir að koma þurfi í veg fyrir að ungt fólk lendi í vanvirkni, líkt og gerðist eftir bankahrun.
Viðtal
Afleiðingar faraldurs, atvinna og jöfnuður til umræðu
Kórónuveirufaraldurinn var leiðtogum stjórnmálaflokkanna átta sem sæti eiga á þingi ofarlega í huga aðspurð um hverjar áherslurnar yrðu fyrir þingkosningarnar í haust. Leiðtogarnir voru gestir í Silfrinu í morgun og nefndu auk faraldursins, atvinnumál, loftslagsvána og sjálfvirknivæðingu til framtíðar.