Færslur: atvinnulífið

Um 400 vilja vera í félagi fyrir smærri fyrirtæki
Um 400 fyrirtækjaeigendur hafa skráð sig í nýtt Atvinnufjelag lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem var formlega stofnað í dag. Einn Stofnandi félagsins segja að félagið ætli að kljúfa sig frá Samtökum atvinnulífsins í kjarasamningsviðræðum.
31.10.2021 - 18:54
Hagsmunasamtök taki ekki þátt í umræðu um verðlagningu
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsfólki hagsmunasamtaka í atvinnulífinu að taka ekki þátt í umfjöllun um verðlagningu eða markaðshegðun fyrirtækja. Í tilkynningu eftirlitsins er slík umfjöllun hagsmunasamtaka vegna yfirvofandi verðhækkana sökum hækkunar hrávöruverðs gagnrýnd. Hækkun aðfanga eigi ekki sjálfkrafa að hækka vöruverð.
Morgunútvarpið
Giggarar upplifa ánægju og starfsöryggi
Niðurstöður Árelíu Eydísar Guðmundsdóttur og Herdísar Pálu Pálsdóttur sýna að ánægja ríkir meðal þeirra sem hafa giggað í afmörkuðum verkefnum í stað þess að vera í föstu starfi. „Menn voru búnir að ná að skapa sér öryggi og tekjuflæði, og eins og einn sagði: Ég ræð hvar ég er hverja stund og hvað ég er að gera,“ segir Árelía um upplifun margra af svokölluðum „gigg-störfum“.
16.09.2021 - 09:29
Ástand á vinnumarkaði batnar enn
Atvinnuleysi hérlendis hefur dregist jafnt og þétt saman frá upphafi þessa árs og var hlutfall atvinnulausra í ágúst komið í 5,5%. Í júlí var hlutfallið 6,1% en það var hæst á árinu í janúar, eða 12,8%. Skráðir atvinnulausir hjá Vinnumálastofnun voru í lok ágúst 11.499 talsins og enn er atvinnuleysi mest á Suðurnesjum, eða 9,7%.
Lausum störfum fjölgar hratt
Eins og víða um heim jókst atvinnuleysi hér á landi töluvert í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveirunnar og náði hámarki í janúar á þessu ári þegar atvinnuleysi mældist 11,6 prósent. Síðustu mánuði hefur það minnkað töluvert. Atvinnuleysi mældist 7,4 prósent í júní og núna fer lausum störfum fjölgandi.
29.07.2021 - 10:12
Hópuppsögnum fækkar
Vinnumálastofnun hafa ekki borist fleiri tilkynningar um hópuppsagnir um nýliðin mánaðamót fyrir utan þær tvær sem stofnuninni bárust í síðustu viku þar sem samtals 71 missti vinnuna. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir að ef um hefði verið að ræða fleiri hópuppsagnir, þá væri þegar búið að tilkynna stofnuninni um þær. Þetta eru talsvert færri hópuppsagnir en hafa verið síðustu mánuði.
Rúmlega 70 missa vinnuna í tveimur hópuppsögnum
Vinnumálastofnun hefur borist tilkynningar um tvær hópuppsagnir sem taka eiga gildi núna um mánaðamótin. Annars vegar er um að ræða fyrirtæki í veitingageiranum og hins vegar fyrirtæki í verslunarrekstri.
Starfsfólki fækkar í öllum greinum iðnaðar
Starfsfólki hefur fækkað í öllum greinum iðnaðar frá upphafi kórónuveirufaraldursins. Sú fækkun starfa sem orðið hefur undanfarna mánuði er alfarið bundin við einkageirann og á sama tíma hefur opinberum störfum fjölgað. Brýnt er að skapa störf í einkageiranum til að komast út úr því ástandi á vinnumarkaði og þeirri niðursveiflu sem nú ríkir. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins.
Mesti slaki á vinnumarkaði í fimm ár
9.900 voru atvinnulaus í september sem er 4,9% af vinnuaflinu. Samtals voru 207.100 einstaklingar á aldrinum 16-74 ára að jafnaði á vinnumarkaði í september. Það jafngildir 79,2% atvinnuþátttöku. Áætlað hlutfall starfandi fólks af mannfjölda var 76,0%.
Stjórnendur þeirra stærstu svartsýnir
85% stjórnenda stærstu fyrirtækja landsins telja aðstæður slæmar í atvinnulífinu, matið er lakast í byggingariðnaði en jákvæðast í verslun. Meirihluti stjórnenda telur að ástandið verði enn verra eftir sex mánuði og á það við um flestar atvinnugreinar. Flestir búast við minni hagnaði í ár. Þetta er meðal niðurstaðna könnunar Gallup sem gerð var meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins.
Hundruð starfa auglýst - flest í félagsþjónustu
Nokkur hundruð störf eru nú auglýst til umsóknar, en aðeins hluti þeirra kemur inn á borð Vinnumálastofnunar sem kallar eftir því að atvinnurekendur hafi meira samráð við stofnunina og láti vita af lausum störfum. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir að auðvelt ætti að vera að manna störfin, en þau eru aðallega í félags- og heilbrigðisþjónustu.
ASÍ leggur til að grunnbætur hækki strax um tæp 10%
ASÍ leggur til að grunnbætur verði hækkaðar þegar í stað, tímabil tekjutengingar lengt, tekjutengdar bætur greiddar í tvöfalt lengri tíma og að dregið verði úr skerðingum. Þá vill ASÍ lengja framlengja hlutabótaleiðina til 1. júní á næsta ári.Samhliða þurfi að standa að atvinnusköpun og uppbyggingu.
Enginn grundvöllur fyrir viðræðum í Herjólfsdeilunni
Verkfall Herjólfs, sem hófst á miðnætti og lýkur á miðnætti annað kvöld, veldur miklu tjóni í ferðaþjónustunni í Vestmannaeyjum. Þetta segir hóteleigandi í Eyjum sem segist hafa orðið fyrir miklu tapi vegna þess og á von á að það verði meira. Hann biðlar til deiluaðila um að finna lausn. Talsmenn þeirra segja engan grundvöll fyrir viðræðum.
Fleiri atvinnulausir en á sama tíma í fyrra
Atvinnuleysi var 4,4 prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Það er aukning frá sama tímabili í fyrra og fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þá voru atvinnulausir 3,6 prósent. Fleiri karlar eru atvinnulausir en konur.
08.08.2019 - 10:14
Fréttaskýring
Misræmi milli frídaga barna og foreldra
Á Íslandi er algengt að grunnskólabörn fái tæplega 11 vikna sumarfrí. Foreldrar fá fæstir svo langt frí og það getur skapað vanda. Misræmi milli frídaga barna og foreldra hefur oft verið til umræðu en sumum finnst hún sérstaklega hávær nú. Málið verður tekið fyrir á þingi Alþýðusambands Íslands í haust, í fyrsta skipti. 
23.08.2018 - 18:00
Rík skylda að berjast gegn áreitni og ofbeldi
Stjórn Félags atvinnurekenda hvetur félagsmenn eindregið til að tryggja að kynferðisleg og kynbundin áreitni, ofbeldi og mismunun líðist ekki í fyrirtækjum þeirra.
12.12.2017 - 14:09