Færslur: Atvinnulíf og iðnaður

48% innflutningstollar á íslenskan kísilmálm
Allt að 48% innflutningstollar verða mögulega lagðir á íslenskan kísilmálm í Bandaríkjunum. Rannsóknarnefnd bandaríska viðskiptaráðuneytisins skoðaði undirverðlagningu á innfluttum kísilmálmi á Bandaríkjamarkaði í sumar.
16.09.2020 - 10:04
„Til skammar að vera ekki búin að semja“
Kjaradeila um 600 félagsmanna Verkalýðsfélags Akraness og Norðuráls á Grundartanga er í hnút. Þetta segir Vilhjálmur Birgisson, formaður félagsins. Hann segir að Norðurál bjóði kjör undir Lífskjarasamningnum, ekki komi til greina að samþykkja það.
Félögin fimm krefjast að Rio Tinto standi við hækkunina
Fundi samninganefnda fimm stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Rio Tinto á Íslandi hjá ríkissáttasemjara lauk á tólfta tímanum í morgun. Kolbeinn Gunnarsson formaður Hlífar, sem er eitt félaganna fimm, sagði eftir fundinn að um hefði verið að ræða stöðufund, en þetta var fyrsti fundurinn í deilunni frá því að henni var vísað til ríkissáttasemjara. Félögin krefjast þess að Rio Tinto standi við hækkun sem samið hafði verið um með skilyrðum.
ASÍ leggur til að grunnbætur hækki strax um tæp 10%
ASÍ leggur til að grunnbætur verði hækkaðar þegar í stað, tímabil tekjutengingar lengt, tekjutengdar bætur greiddar í tvöfalt lengri tíma og að dregið verði úr skerðingum. Þá vill ASÍ lengja framlengja hlutabótaleiðina til 1. júní á næsta ári.Samhliða þurfi að standa að atvinnusköpun og uppbyggingu.
Rio Tinto sækir um nýtt starfsleyfi
Rio Tinto á Íslandi hefur sótt um nýtt starfsleyfi fyrir álver ISAL í Straumsvík. Mikið tap hefur verið á rekstrinum undanfarin ár og var álverið afskrifað að fullu í síðasta uppgjöri Rio Tinto. Stjórnendur Rio Tinto hafa gagnrýnt hátt orkuverð hér á landi og kærðu Landsvirkjun til Samkeppniseftirlitsins í síðasta mánuði fyrir misnotkun á yfirburðastöðu fyrirtækisins á raforkumarkaði.
Enginn grundvöllur fyrir viðræðum í Herjólfsdeilunni
Verkfall Herjólfs, sem hófst á miðnætti og lýkur á miðnætti annað kvöld, veldur miklu tjóni í ferðaþjónustunni í Vestmannaeyjum. Þetta segir hóteleigandi í Eyjum sem segist hafa orðið fyrir miklu tapi vegna þess og á von á að það verði meira. Hann biðlar til deiluaðila um að finna lausn. Talsmenn þeirra segja engan grundvöll fyrir viðræðum.
Rio Tinto og Landsvirkjun ræða enn raforkuverð
Landsvirkjun á enn í viðræðum við Rio Tinto, sem rekur álverið í Straumsvík, um hugsanlegar breytingar á raforkusamningi og segist reiðubúin að koma til móts við fyrirtækið vegna rekstrarerfiðleika þess. Talsmaður Rio Tinto hér á landi segir að lokun á álveri móðurfélags þess á Nýja Sjálandi hafi engin áhrif á starfsemina hér á landi. 
14% atvinnuleysi - óttast frekari uppsagnir strax í dag
Atvinnuleysi í Reykjanesbæ er komið um eða yfir 14%. Þetta segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri. Isavia sagði í gær rúmlega hundrað manns upp störfum, vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á flugsamgöngur. Flestar uppsagnirnar eru á Keflavíkurflugvelli. Um tíu þúsund manns hafa unnið á flugvellinum þangað til núna í mars, en fjölmargir hafa misst vinnu sína að hluta eða öllu leyti á undanförnum dögum og vikum. Kjartan Már óttast fleiri slæmar fréttir strax í dag.
Myndskeið
Ísland undantekningin í samkeppninni við Kína
Kínverjar hafa lagt undir sig meira en helming allrar álframleiðslu í heiminum á síðustu tuttugu árum. Evrópskir álframleiðendur eiga erfitt með að standast ágjöfina, en aukin umhverfisvitund neytenda gæti fært íslenskum framleiðendum forskot.
09.02.2020 - 20:10
Atvinnuleysi á Suðurnesjum verulegt áhyggjuefni
Atvinnuleysi mælist nú það hæsta í fimm ár og er hlutfallslega lang mest á Suðurnesjum. Það, og atvinnuleysi útlendinga er verulegt áhyggjuefni, segir forstjóri Vinnumálastofnunar.
Sögur af landi
„Við megum ekki gleyma“
Nýverið opnaði Halldóra Helgadóttir myndlistarmaður málverkasýninguna Verkafólk á Listasafninu á Akureyri. Sýningunni er ætlað að varpa ljósi á líf og störf verkafólks sem að mati Halldóru voru undirstaðan í samfélaginu í byrjun síðustu aldar og fram eftir öldinni. Á sýningunni er sérstaklega horft til þeirra sem störfuðu í verksmiðjunum á Gleráreyrum á Akureyri. 
14.10.2019 - 15:29
Myndskeið
Hefur sláandi áhrif á vinnumarkað á Íslandi
Forsætisráðherra segir sláandi að sjá hversu mikil áhrif sjálfvirknivæðing hefur á íslenskan vinnumarkað. Miklar líkur eru á að þriðja hvert starf verði óþarft, samkvæmt skýrslu sem starfshópur, sem hún skipaði, kynnti í dag.
Líkur á að 86% starfa breytist verulega
Miklar líkur eru á því að um þriðja hvert starf á Íslandi breytist verulega eða hverfi alveg á allra næstu árum, samkvæmt nýrri skýrslu nefndar forsætisráðherra um fjórðu iðnbyltinguna. Aðeins 14% starfa eru ólíkleg til þess að taka breytingum.
Fyrsti kvenkyns rafvirkinn sem lærði af konu
Fyrsti kvenkyns rafvirkinn hér á landi sem útskrifast hjá kvenkyns rafvirkjameistara lauk nýverið sveinsprófi. Það er Aníta Sigurbjörg Emilsdóttir en hún lærði rafvirkjun hjá Kristínu Birnu B Fossdal. Þær segja að viðhorf til iðngreina sé að breytast og að konur séu í sókn í iðnnámi. Þá þreyttu óvenju margar konur sveinspróf í húsasmíði um helgina.
16.12.2018 - 18:59
„Aukinn hraði á kostnað öryggis“
Vinnueftirlitið hefur í þessum mánuði tvisvar þurft að grípa til þess að banna vinnu við flökunarvélar í fiskvinnslustöðvum þar sem öryggisrofar voru óvirkir eða búið að fjarlægja hlífar. Fræðslustjóri eftirlitsins segir auðveldast að koma í veg fyrir alvarlegustu slysin en það sé ekki gert. 
26.11.2018 - 21:19
Fréttaskýring
Asbest: Heilu árgangarnir fengu ekki fræðslu
Það getur kostað hundruð þúsunda að fjarlægja eina asbestplötu í samræmi við lög og reglur og tafið verk um viku eða tvær. Sumir segja að það sé fjárhagslegur hvati til þess að sleppa öllu umstanginu, ganga bara í verkið. Það er óljóst hversu vel íslenskir iðnaðarmenn þekkja asbest en stór hluti þeirra sem nú eru starfandi fékk enga fræðslu um það í skóla. Iðnmeistari sem missti föður sinn úr asbestkrabba segir viðhorf iðnaðarmanna til efnisins stundum skaðleg, þeir geri lítið úr hættunni.
20.02.2018 - 18:53