Færslur: Atvinnulíf

Hæsta dánartíðni heims af völdum COVID-19 í Perú
Yfir 200 þúsund eru nú látin af völdum kórónuveirunnar í Suður-Ameríkuríkinu Perú. Hvergi í heiminum er dánartíðni af völdum COVID-19 hærri en þar í landi.
Hundsa bann ríkisstjóra Texas við skyldubólusetningu
Stjórnendur bandarísku flugfélaganna American Airlines og Southwest Airlines lýstu því yfir í gær, þriðjudag, að starfsfólk félaganna yrði áfram skyldað til að láta bólusetja sig gegn COVID-19. Þetta er í samræmi við tilskipun Bandaríkjaforseta en á skjön við lög Texasríkis.
Gull og grænir loðnuskógar
Stóraukinn loðnukvóti á næstu vertíð getur valdið minna atvinnuleysi, lægri verðbólgu og auknum ráðstöfunartekjum fyrir almenning í landinu. Þetta segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Hagvöxtur gæti orðið einu prósentustigi meiri en búist var við. Fyrst þarf þó að finna fiskinn, veiða hann og koma honum á markað.
03.10.2021 - 14:05
Auknum hagvexti spáð vegna loðnuveiðiráðlegginga Hafró
Mikil gleði ríkir í útgerðarbæjum vegna ráðlegginga Hafrannsóknastofnunar um veiðar á allt að 904.200 tonnum af loðnu á komandi vertíð. Hagfræðingur spáir auknum hagvexti í kjölfarið.
Ástand á vinnumarkaði batnar enn
Atvinnuleysi hérlendis hefur dregist jafnt og þétt saman frá upphafi þessa árs og var hlutfall atvinnulausra í ágúst komið í 5,5%. Í júlí var hlutfallið 6,1% en það var hæst á árinu í janúar, eða 12,8%. Skráðir atvinnulausir hjá Vinnumálastofnun voru í lok ágúst 11.499 talsins og enn er atvinnuleysi mest á Suðurnesjum, eða 9,7%.
„Suðurnesin eru land tækifæranna“
Atvinnuleysi minnkaði um 5 prósentustig á milli mánaða á Suðurnesjum og fór úr 18,7 prósentum niður í 13,7 prósent. Miklar sveiflur einkenna Suðurnesin en bæjarstjóri Reykjanesbæjar er fullviss um að framtíðin sé björt. Mörg hundruð manns hafa verið ráðin til starfa hjá fyrirtækjum á Keflavíkurflugvelli undanfarnar vikur.
15.07.2021 - 20:14
Sjónvarpsfrétt
Mörg hundruð fá störfin sín aftur á flugvellinum
Mörg hundruð manns hafa verið ráðin til starfa hjá fyrirtækjum á Keflavíkurflugvelli undanfarnar vikur. Margir sem misstu vinnu í faraldrinum hafa fengið gömlu störfin sín aftur og til stendur að ráða fleiri. Misvel gengur að fá fólk til starfa. 
Kampi byrjaður að greiða niður forgangskröfur
Greiðslustöðvun rækjuvinnslunnar Kampa á Ísafirði hefur verið framlengd til 7. ágúst. Þá verður tekið til við að ljúka nauðasamningum við lánardrottna.
23.06.2021 - 12:15
Myndskeið
„Fórnarkostnaður kvenna hærri“
Fjórtán sinnum fleiri konur en karlar í stjórnendastöðum bera ábyrgð á heimilishaldi og kvenkyns stjórnendum finnst þær frekar þurfa að sanna sig. Karlar fá minni stuðning en konur til að samræma starf og fjölskyldulíf. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar. Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé, einn aðstandenda rannsóknarinnar, segir að konur þurfi að fórna meiru til að verða stjórnendur en karlar.
Aukin bjartsýni meðal atvinnurekenda
Stjórnendur stærstu fyrirtækja landsins telja að aðstæður í efnahagslífinu fari hratt batnandi og hefur bjartsýnin ekki verið meiri frá því faraldurinn hófst. Störfum á almennum vinnumarkaði gæti fjölgað um rúmlega tvö þúsund og tvö hundruð á næstu mánuðum.
21.06.2021 - 22:05
Erlend kortavelta tvöfaldast milli mánaða
Augljós batamerki eru á íslenskri ferðaþjónustu að svo miklu leyti sem erlend kortavelta er vísbending þar um. Erlendri kortaveltu vex hratt ásmegin eftir langvarandi niðursveiflu vegna kórónuveirufaraldursins og mældist aukning hennar á milli apríl og maí 2021 heil 95%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rannsóknasetri verslunarinnar.
Kvikmyndasumarið er hafið
Kvikmyndaárið er blómlegt að sögn forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Lokið verður við gerð fjölmargra íslenskra kvikmynda á árinu.
08.06.2021 - 16:05
Engar ábendingar um brot á uppsögnum hafa borist til SA
Samtökum atvinnulífins hafa ekki borist neinar ábendingar eða kvartanir vegna fyrirtækja sem brjóti lög með uppsagnarstyrkjum. Framkvæmdastjóri SA segir málin líklega flóknari en formaður Starfsgreinasambandsins telur þau vera.
Margir á síðustu stundu með ferðagjöfina sína í gær
Nærri níu þúsund manns nýttu Ferðagjöf stjórnvalda í gær, en frestur til þess rann út á miðnætti. Flughermir, bensínstöðvar, hótel, Bláa lónið og skyndibitastaðir verma efstu tíu sætin meðal fyrirtækja. 403 milljónir fóru til veitingastaða í formi gjafarinnar. Ferðamálastofa hvetur fólk til að bíða ekki svona lengi með næstu ferðagjöf, sem rennur út í lok september.
KFC, Dominos, N1 og Olís rökuðu inn með ferðagjöfinni
Bensínstöðvarnar Olís og N1, og skyndibitakeðjurnar KFC og Dominos Pizza, fengu samtals tæpar 120 milljónir króna frá ríkinu í formi ferðagjafar Íslendinga. Um 900 milljónum hefur verið varið með gjöfinni, en um 30 þúsund manns hafa ekki sótt hana. Flughermirinn Fly Over Iceland situr þó á toppnum, með 48 milljónir króna í kassanum vegna ferðagjafarinnar.
31.05.2021 - 12:15
Vinnumálastofnun fær stöðugt ábendingar um bótasvindl
Vinnumálastofnun fær stöðugt tilkynningar um fólk á atvinnuleysisbótum sem neitar vinnu. Forstjórinn segir mikilvægt að hafa upp á því fólki svo hægt sé að beita viðurlögum.
28.05.2021 - 19:00
Gæti reynst erfiðara að komast inn á vinnumarkað
Niðurstaða samnorræns rannsóknarverkefnis um vinnumarkaðinn sýnir horfur um minni skort á vinnuafli hér en á Norðurlöndunum vegna þess að hér er meira flæði vinnuafls inn í landið. Það gæti verið erfiðara að komast inn á vinnumarkað eftir því sem kröfur um menntun aukast.
25.05.2021 - 08:23
Of mikil vinna er alvarleg ógn við líf og heilsu fólks
Í rannsókn sem unnin var á vegum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og Alþjóða vinnumálastofnunarinnar eru leiddar að því líkur að í kringum 750.000 Jarðarbúar deyi fyrir aldur fram vegna streitu og álags sem rekja má til of mikillar yfirvinnu og vinnuhörku. Rannsóknin tekur til ársins 2016 og bendir til þess að það ár hafi um 398.000 manns dáið úr heilablóðfalli og 355.000 úr hjartaáfalli og öðrum hjartasjúkdómum, sem rekja má til þess að fólk vann 55 klukkustundir á viku eða þaðan af lengur.
17.05.2021 - 07:06
Ætla að tryggja þeim námsmönnum sumarstarf sem vilja
2.500 sumarstörf verða í boði fyrir námsmenn, 18 ára og eldri, í tengslum við átakið Hefjum störf. Ásmundur Einar Daðason, félags-og barnamálaráðherra, segir að tryggt verði að allir námsmenn sem vilja sumarstarf fái vinnu í sumar.
11.05.2021 - 15:44
Yfir 1.500 fengið vinnu í gegnum átakið Hefjum störf
Rúmlega fimmtán hundruð manns hafa verið ráðnir til starfa í gegnum átakið Hefjum störf. Alls hafa rúmlega sex þúsund störf komið inn frá því í mars, segir í tilkynningu frá Vinnumálastofnun.
11.05.2021 - 10:22
Viðtal
Atvinnuleysi að minnka: „Fyrirtæki eru að ráða“
Atvinnuleysi í Reykjanesbæ er byrjað að minnka og störf að bjóðast. Hvergi á landinu hefur atvinnuleysi mælst meira en þar undanfarin misseri. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að fólk sé farið að fara út af atvinnuleysisskrá og að fyrirtæki séu farin að ráða fólk til starfa. Flest störfin tengist auknum umsvifum á Keflavíkurflugvelli.
Mikilvægt að skera úr um hvort íbúðir skorti
Tvennum sögum fer af því hvort það skorti íbúðir á markað. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir þörfina mikla en Hagfræðideild Landsbankans segir skortinn lítinn sem engan. Konráð S. Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, segir mikilvægt að skera úr um hver staðan er.
2.800 ný störf í tengslum við átaksverkefni
Alls hafa um 2.800 störf verið boðin fram í tengslum við verkefnið Hefjum störf sem forsætisráðherra og félagsmálaráðherra kynntu í mars. Þetta kemur fram í skriflegu svari Vinnumálstofnunar við fyrirspurn Fréttastofu RÚV. Stefnt er að því að útvega um sjö þúsund ný störf. Tuttugu og eitt þúsund manns eru án vinnu.
AGS leiðréttir og uppfærir mat á aðgerðum stjórnvalda
Umfang stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda nema 9,2% af vergri þjóðarframleiðslu en ekki 2,1% líkt og greint var frá fyrr í vikunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu en íslensk stjórnvöld bentu Alþjóðagjaldeyrissjóðnum á skekkjuna.
2,4 milljarðar í sumarstörf fyrir námsmenn
Stjórnvöld ætla að verja um 2,4 milljörðum króna í í átaksverkefni til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn. Stefnt að því að til verði um 2.500 störf fyrir námsmenn 18 ára og eldri. Í fyrra var ekki ráðið í öll störfin sem auglýst voru í sams konar átaki
12.04.2021 - 12:10