Færslur: Atvinnulíf

ASÍ gagnrýnir notkun Icelandair á frammistöðuappi
Forseti ASÍ segir blað brotið á íslenskum vinnumarkaði með snjallforriti, sem flugfreyjum og -þjónum Icelandair er gert að nota til að meta frammistöðu vinnufélaga sinna. Lögmenn Flugfreyjufélags Íslands kanna nú grundvöll fyrir notkun þess.
Sjónvarpsfrétt
Metfjöldi starfa í boði
Metfjöldi starfa er nú auglýstur til umsóknar. Mannauðsstjóri hjá Reykjavíkurborg segir mikinn skort á starfsfólki og það sama er að segja um ferðaþjónustuna. Íslensk ferðaþjónustufyrirtæki leita í auknum mæli til erlendra vinnumiðlana.
Viðtal
Láta ekki bjóða sér „siðrof í íslensku samfélagi“
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að launahækkanir forstjóra bæti samningsstöðu verkalýðsfélaga í haust. Verkalýðsfélögin muni ekki láta bjóða sér siðrof í íslensku samfélagi.
16.03.2022 - 10:50
Nýsköpunarsetur í fiskvinnsluhúsi
„Breið - Þróunarfélag var stofnað fyrir einu og hálfu ári síðan og fyrsta verkefnið var að breyta þessu gamla fiskverkunarhúsi HB og co í nýsköpunarsetur og á þessum stutta tíma erum við komin með hátt í hundrað manns hérna inn og er að verða uppselt," segir Valdís Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri Breiðar Þróunarfélags á Akranesi.
15.02.2022 - 11:52
Bretar undirbúa að fella brott eða breyta Evrópulöggjöf
Breska ríkisstjórnin kynnir á næstunni frumvarp til laga sem auðveldar brottfellingu eða breytingar á þeirri löggjöf Evrópusambandins sem enn er í gildi í landinu. Nú eru rétt tvö ár síðan Bretar gengu formlega úr sambandinu.
Segja sóttvarnareglur valda fjarvistum frekar en COVID
Um það bil 450 þúsund Norðmenn þurfa að halda sig heimavið og taka veikindaleyfi vegna kórónuveirufaraldursins á hverjum tíma að mati Lýðheilsustofnunar Noregs (FHI). Það sé fyrst og fremst vegna sóttvarnatakmarkana en ekki vegna þess að fólk sé mjög veikt.
Ættu að vera viðbúin sóttkví eða einangrun í janúar
Flestir ættu að vera við því búnir að lenda í sóttkví eða einangrun í janúar, segir Víðir Reynisson, og gerir ráð fyrir sama ástandi jafnvel fram í febrúar. Ekki hafa eins margir covid sjúklingar legið á gjörgæslu síðan í ágúst. 
Viðbúið að hökt verði í vinnu og skóla í vikunni
Gera má ráð fyrir að hjól atvinnulífsins verði ekki á fullum gangi fyrstu vinnuviku ársins þegar nærri fjórtán þúsund manns eru frá vegna covid og engin kennsla í skólum á morgun þar sem skipuleggja á sóttvarnir. 
Danmörk: Auknar greiðslur til fyrirtækja í vanda
Samkomulag náðist á danska þinginu í kvöld um að hækka greiðslur til þeirra fyrirtækja sem standa höllum fæti vegna kórónuveirufaraldursins. Hið sama á við um menningargeirann og skóla. Í gær tilkynnti Mette Frederiksen forsætisráðherra um verulega hertar sóttvarnarráðstafanir í landinu.
Skyldubóluefnaáætlun Bidens úrskurðuð lögleg
Sjötti alríkisáfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum úrskurðaði í dag að áfram skyldi haldið með skyldubólusetningaráætlun Biden stjórnarinnar. Líklegt þykir að niðurstöðunni verði áfrýjað til Hæstaréttar Bandaríkjanna.
Sjálfstætt starfandi listafólki fækkar í faraldrinum
Fjöldi fólks hefur horfið frá því að starfa sjálfstætt við menningargreinar á tímum heimsfaraldursins. Mesta brottfallið varð á meðal þeirra störfuðu við hljóðupptöku, þar sem starfsfólki fækkaði um rúman helming milli áranna 2019 og 2020, og við tónlistarútgáfu, þar sem fækkaði um þriðjung. Fleiri konur hurfu frá störfum í menningargreinum en karlar.
14.12.2021 - 16:41
Morgunútvarpið
Alltaf eitthvað um að fólk fái ekki vinnu
Atvinnuleysistölur eru nú þær sömu og þær voru fyrir kórónuveirufaraldurinn en spáð er auknu atvinnuleysi í þessum mánuði og þeim næsta vegna árstíðabundinna sveiflna í atvinnu- og efnahagslífi. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir alltaf eitthvað um að fólk fái ekki vinnu af ýmsum ástæðum.
Um 400 vilja vera í félagi fyrir smærri fyrirtæki
Um 400 fyrirtækjaeigendur hafa skráð sig í nýtt Atvinnufjelag lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem var formlega stofnað í dag. Einn Stofnandi félagsins segja að félagið ætli að kljúfa sig frá Samtökum atvinnulífsins í kjarasamningsviðræðum.
31.10.2021 - 18:54
Hæsta dánartíðni heims af völdum COVID-19 í Perú
Yfir 200 þúsund eru nú látin af völdum kórónuveirunnar í Suður-Ameríkuríkinu Perú. Hvergi í heiminum er dánartíðni af völdum COVID-19 hærri en þar í landi.
Hundsa bann ríkisstjóra Texas við skyldubólusetningu
Stjórnendur bandarísku flugfélaganna American Airlines og Southwest Airlines lýstu því yfir í gær, þriðjudag, að starfsfólk félaganna yrði áfram skyldað til að láta bólusetja sig gegn COVID-19. Þetta er í samræmi við tilskipun Bandaríkjaforseta en á skjön við lög Texasríkis.
Gull og grænir loðnuskógar
Stóraukinn loðnukvóti á næstu vertíð getur valdið minna atvinnuleysi, lægri verðbólgu og auknum ráðstöfunartekjum fyrir almenning í landinu. Þetta segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Hagvöxtur gæti orðið einu prósentustigi meiri en búist var við. Fyrst þarf þó að finna fiskinn, veiða hann og koma honum á markað.
03.10.2021 - 14:05
Auknum hagvexti spáð vegna loðnuveiðiráðlegginga Hafró
Mikil gleði ríkir í útgerðarbæjum vegna ráðlegginga Hafrannsóknastofnunar um veiðar á allt að 904.200 tonnum af loðnu á komandi vertíð. Hagfræðingur spáir auknum hagvexti í kjölfarið.
Ástand á vinnumarkaði batnar enn
Atvinnuleysi hérlendis hefur dregist jafnt og þétt saman frá upphafi þessa árs og var hlutfall atvinnulausra í ágúst komið í 5,5%. Í júlí var hlutfallið 6,1% en það var hæst á árinu í janúar, eða 12,8%. Skráðir atvinnulausir hjá Vinnumálastofnun voru í lok ágúst 11.499 talsins og enn er atvinnuleysi mest á Suðurnesjum, eða 9,7%.
„Suðurnesin eru land tækifæranna“
Atvinnuleysi minnkaði um 5 prósentustig á milli mánaða á Suðurnesjum og fór úr 18,7 prósentum niður í 13,7 prósent. Miklar sveiflur einkenna Suðurnesin en bæjarstjóri Reykjanesbæjar er fullviss um að framtíðin sé björt. Mörg hundruð manns hafa verið ráðin til starfa hjá fyrirtækjum á Keflavíkurflugvelli undanfarnar vikur.
15.07.2021 - 20:14
Sjónvarpsfrétt
Mörg hundruð fá störfin sín aftur á flugvellinum
Mörg hundruð manns hafa verið ráðin til starfa hjá fyrirtækjum á Keflavíkurflugvelli undanfarnar vikur. Margir sem misstu vinnu í faraldrinum hafa fengið gömlu störfin sín aftur og til stendur að ráða fleiri. Misvel gengur að fá fólk til starfa. 
Kampi byrjaður að greiða niður forgangskröfur
Greiðslustöðvun rækjuvinnslunnar Kampa á Ísafirði hefur verið framlengd til 7. ágúst. Þá verður tekið til við að ljúka nauðasamningum við lánardrottna.
23.06.2021 - 12:15
Myndskeið
„Fórnarkostnaður kvenna hærri“
Fjórtán sinnum fleiri konur en karlar í stjórnendastöðum bera ábyrgð á heimilishaldi og kvenkyns stjórnendum finnst þær frekar þurfa að sanna sig. Karlar fá minni stuðning en konur til að samræma starf og fjölskyldulíf. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar. Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé, einn aðstandenda rannsóknarinnar, segir að konur þurfi að fórna meiru til að verða stjórnendur en karlar.
Aukin bjartsýni meðal atvinnurekenda
Stjórnendur stærstu fyrirtækja landsins telja að aðstæður í efnahagslífinu fari hratt batnandi og hefur bjartsýnin ekki verið meiri frá því faraldurinn hófst. Störfum á almennum vinnumarkaði gæti fjölgað um rúmlega tvö þúsund og tvö hundruð á næstu mánuðum.
21.06.2021 - 22:05
Erlend kortavelta tvöfaldast milli mánaða
Augljós batamerki eru á íslenskri ferðaþjónustu að svo miklu leyti sem erlend kortavelta er vísbending þar um. Erlendri kortaveltu vex hratt ásmegin eftir langvarandi niðursveiflu vegna kórónuveirufaraldursins og mældist aukning hennar á milli apríl og maí 2021 heil 95%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rannsóknasetri verslunarinnar.
Kvikmyndasumarið er hafið
Kvikmyndaárið er blómlegt að sögn forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Lokið verður við gerð fjölmargra íslenskra kvikmynda á árinu.
08.06.2021 - 16:05