Færslur: Atvinnuleysisbætur

Formaður BHM vill hækka bætur um 100.000
Aldrei hafa jafn margir með háskólamenntun verið atvinnulausir. Koma þarf betur til móts við þennan hóp með því að hækka atvinnuleysisbætur um 100.000 krónur. Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður Bandalags háskólamanna.
Engin úrræði fyrir tónlistarfólk – mínútuþögn í útvarpi
Mínútuþögn var á stærstu útvarpsstöðvum landsins á níunda tímanum í morgun. Tilgangurinn var að vekja athygli á aðstæðum sjálfstætt starfandi tónlistarfólks í kórónuveirufaraldrinum. Helgi Björnsson, tónlistarmaður og formaður Félags sjálfstætt starfandi tónlistarmanna, segir að engin úrræði séu fyrir þennan hóp og margt tónlistarfólk sé orðið verulega illa statt eftir margra mánaða tekjuleysi.
11.09.2020 - 12:29
Myndskeið
Sorg vegna atvinnuleysis — 160 umsóknir á viku
Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir deyfð yfir samfélaginu þar og fulltrúi Vinnumálastofnunar segir að staðan fari versnandi; um 160 umsóknir um atvinnuleysisbætur hafa borist á einni viku. Forstjóri Isavia býst við einni til þremur flugferðum á dag fram á næsta vor.
08.09.2020 - 22:02
1.200 umsóknir um bætur það sem af er mánuði
Vinnumálastofnun hefur borist um 1.200 umsóknir um atvinnuleysisbætur það sem af er septembermánuði, eða á einni viku. Forstjóri stofnunarinnar segir flestar umsóknir vera frá fólki sem missti vinnuna í lok maí og byrjun júní.
Viðtal
Segir óforsvaranlegt annað en að hækka bætur
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB, segir að ekki sé forsvaranlegt annað en að hækka grunn atvinnuleysisbætur. Rætt var við Sigríði Ingibjörgu og Önnu Hrefnu Ingimundardóttur, forstöðumann efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, í Silfurinu í morgun.
Fjárhagsaðstoðin kostar borgina milljarði meira
Reykjavíkurborg ver milljarði meira í fjárhagsaðstoð í ár en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þeim sem fá slíka aðstoð hefur fjölgað mikið milli ára. Atvinnulaust fólk án bótaréttar er stór hluti hópsins.
Viðtal
Lágar atvinnuleysisbætur dæmi láglaunafólk til fátæktar
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að stjórnvöld beri pólitíska og siðferðislega skyldu til að hækka atvinnuleysisbætur. „Ég hlýt að segja og fullyrði það að hreyfingin stendur algerlega saman í þessari kröfu að atvinnuleysisbætur verði samstundis hækkaðar.“
„Það þarf að leysa ýmislegt handvirkt“
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að hugsanlegt að einhverjir hafi ekki fengið greiddar út atvinnuleysisbætur í dag en að það verði þá gert á allra næstu dögum. Gamalt tölvukerfi stofnunarinnar geti tafið fyrir útborgunum. Fréttastofa hefur haft af því spurnir að í einhverjum tilvikum hafi atvinnuleysisbætur ekki verið greiddar út í dag. 
01.09.2020 - 17:04
Fimmta hver kona á Suðurnesjum atvinnulaus
Framlenging tekjutengingar atvinnuleysisbóta og hlutabótaleiðar eru af hinu góða. Það bætir hins vegar ekki stöðu þeirra sem verst standa, sagði Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar í þættinum Vikulokunum á Rás 1 í morgun og kvað ástandið í sinni heimabyggð grafalvarlegt.
Styrkja þarf öryggisnetið, segir Drífa Snædal
Það er áhyggjuefni að ráðamenn skuli teikna upp þá mynd að fólk vilji ekki vinna, segir Drífa Snædal forseti ASÍ. „Það versta sem við gerum í stöðunni er að missa einstaklinga í litla virkni og fátækt með þeim niðurrífandi áhrifum sem það hefur á einstaklinga og þar með samfélagið allt.“
Ný störf ekki töfruð fram á næstu vikum
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gerði fjárhæð atvinnuleysisbóta að umfjöllun í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Spurði Logi Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hvort ekki standi til að hækka almennar atvinnuleysisbætur.
28.08.2020 - 14:34
Hundruð starfa auglýst - flest í félagsþjónustu
Nokkur hundruð störf eru nú auglýst til umsóknar, en aðeins hluti þeirra kemur inn á borð Vinnumálastofnunar sem kallar eftir því að atvinnurekendur hafi meira samráð við stofnunina og láti vita af lausum störfum. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir að auðvelt ætti að vera að manna störfin, en þau eru aðallega í félags- og heilbrigðisþjónustu.
Spegillinn
Þrisvar sinnum stærra átak en í hruninu
Þeir sem að hafa verið lengi atvinnulausir geta sótt um nám á næsta ári í framhaldsskólum eða háskólum án þess að atvinnuleysisbætur skerðist. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, bindur vonir við að frumvarp verði að lögum á þingi sem hefst á fimmtudaginn. Miðað er við að í boði verði 2000 skólapláss í framhaldsskólum og 1000 í háskólum.
25.08.2020 - 17:38
ASÍ leggur til að grunnbætur hækki strax um tæp 10%
ASÍ leggur til að grunnbætur verði hækkaðar þegar í stað, tímabil tekjutengingar lengt, tekjutengdar bætur greiddar í tvöfalt lengri tíma og að dregið verði úr skerðingum. Þá vill ASÍ lengja framlengja hlutabótaleiðina til 1. júní á næsta ári.Samhliða þurfi að standa að atvinnusköpun og uppbyggingu.
Vonbrigði að bætur verði ekki hækkaðar
Fyrsti varaforseti ASÍ segir það mikil vonbrigði að stjórnvöld hyggist ekki hækka atvinnuleysisbætur líkt og fjármálaráðherra sagði í Kastljósi í kvöld. Það velji það enginn að vera án vinnu.
19.08.2020 - 23:13
Fjárlagagatinu ekki lokað á næstu árum
Ríkið hefur svigrúm á að taka á sig högg með hallarekstri, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Hvorki standi til að fara í skattahækkanir né harðan niðurskurð.
Myndskeið
Atvinnulausir geti farið í nám án þess að missa bætur
Atvinnulausum verður heimilt að fara í nám án þess að missa atvinnuleysisbætur samkvæmt breytingum á lögum sem nú eru í vinnslu. 20 prósent útlendinga hér á landi eru nú án atvinnu.
„Eitthvað mannfjandsamlegt“ við auglýsingaherferð SA 
„Það er eitthvað einstaklega mannfjandsamlegt við það að Samtök atvinnulífsins séu beinlínis í herferð gegn hækkun atvinnuleysisbóta,“ skrifar Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands í færslu á Facebook í dag. Þar vísar hún í kostaðar auglýsingar Samtaka atvinnulífsins á Facebook og Instagram þar sem því er haldið fram að hækkun atvinnuleysisbóta vinni gegn fjölgun starfa. Drífa segist efast um að fyrirtækin í Samtökum atvinnulífsins styðji auglýsingarnar. 
18.08.2020 - 18:02