Færslur: Atvinnuleysisbætur

Leggja til 65 milljarða útgjaldaauka ríkissjóðs
Lagt er til að auka heimildir til útgjalda ríkissjóðs um ríflega 65 milljarða í nýju frumvarpi til fjáraukalaga, sem lagt var fram á Alþingi í gær. Rúmlega 55 af þessum 65 milljörðum má rekja beint til heimsfaraldursins og afleiðinga hans en tæpir 10 milljarðar fara í aðra málaflokka. Mótvægisaðgerðir ríkissjóðs, aukið atvinnuleysi og aukinn kostnaður í heilbrigðiskerfinu vega þyngst.
Brýnt að lengja tímabil atvinnuleysisbóta
Yfirmaður velferðarsviðs Reykjavíkurborgar vill að tímabil atvinnuleysisbóta verði lengt enda lækki fólk í tekjum þegar það missir bætur og fær í staðinn fjárhagsaðstoð. Á fjórða þúsund manns hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Viðtal
Þarf skýrari aðgerðir og aukna fjárfestingu
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður Bandalags háskólamanna, segir að aðgerðirnar sem ríkisstjórnin kynnti í síðustu viku séu ekki nægilega skýrar og vel afmarkaðar. Hún segir að auka þurfi fjárfestingu ef stefnt er að því að vaxa út úr kreppunni. 
25.11.2020 - 10:49
Fá loks greiddar bætur eftir mistök Vinnumálastofnunar
Starfsmenn í verslun í miðborg Reykjavíkur fengu ekki greiddar hlutabætur fyrir október því fyrirtækið var sagt í skuld við Vinnumálastofnun. Stofnunin hefur viðurkennt mistök í málinu og lofað að greiða bæturnar í dag.
100 misstu vinnuna á hverjum degi í október
Um 3.000 manns bættust á skrár Vinnumálastofnunar yfir atvinnulausa í október. Það jafngildir því að um 100 hafi misst starf sitt á hverjum degi. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir að þetta sé í takt við spár stofnunarinnar. Búast megi við svipaðri þróun út árið.
Hópuppsögnum fækkar
Vinnumálastofnun hafa ekki borist fleiri tilkynningar um hópuppsagnir um nýliðin mánaðamót fyrir utan þær tvær sem stofnuninni bárust í síðustu viku þar sem samtals 71 missti vinnuna. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir að ef um hefði verið að ræða fleiri hópuppsagnir, þá væri þegar búið að tilkynna stofnuninni um þær. Þetta eru talsvert færri hópuppsagnir en hafa verið síðustu mánuði.
Bið eftir atvinnuleysisbótum sex vikur í stað tíu
Fólk sem sækir um atvinnuleysisbætur þarf að bíða í um það bil sex vikur eftir fyrstu greiðslunni frá Vinnumálastofnun. Biðin hefur styst verulega frá því í vor þegar hún var gjarnan lengri en tíu vikur.
31.10.2020 - 08:17
Rúmlega 70 missa vinnuna í tveimur hópuppsögnum
Vinnumálastofnun hefur borist tilkynningar um tvær hópuppsagnir sem taka eiga gildi núna um mánaðamótin. Annars vegar er um að ræða fyrirtæki í veitingageiranum og hins vegar fyrirtæki í verslunarrekstri.
Mesti slaki á vinnumarkaði í fimm ár
9.900 voru atvinnulaus í september sem er 4,9% af vinnuaflinu. Samtals voru 207.100 einstaklingar á aldrinum 16-74 ára að jafnaði á vinnumarkaði í september. Það jafngildir 79,2% atvinnuþátttöku. Áætlað hlutfall starfandi fólks af mannfjölda var 76,0%.
Myndskeið
„Alltaf sama áfallið“ að fá uppsagnarbréf
Flugmenn sem fréttastofa tók tali segja alls óvíst hvenær þau fá vinnu að nýju en það geti verið allt að tvö ár. Margir séu í erfiðri stöðu og eigi eftir að leita á önnur mið. Flugsamgöngur eru enn í lamasessi víðast hvar í heiminum. 
17.10.2020 - 17:00
Spegillinn
Námsmöguleikar kynntir nærri 10 þúsund atvinnuleitendum
Þessa dagana er verið að senda kynningarefni til nærri 10 þúsund manns sem hafa verið atvinnulausir lengur en í sex mánuði um möguleika á að stunda nám í framhalds- eða háskólum í eina önn á fullum atvinnuleysisbótum. Úrræðið Nám er tækifæri nær þó aðeins til 3000 skólaplássa.
324 misstu vinnu í hópuppsögnum í september
Samtals níu tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í september. Átta þeirra eru í ferðaþjónustu og ein í mannvirkjagerð.
01.10.2020 - 09:28
Formaður BHM vill hækka bætur um 100.000
Aldrei hafa jafn margir með háskólamenntun verið atvinnulausir. Koma þarf betur til móts við þennan hóp með því að hækka atvinnuleysisbætur um 100.000 krónur. Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður Bandalags háskólamanna.
Engin úrræði fyrir tónlistarfólk – mínútuþögn í útvarpi
Mínútuþögn var á stærstu útvarpsstöðvum landsins á níunda tímanum í morgun. Tilgangurinn var að vekja athygli á aðstæðum sjálfstætt starfandi tónlistarfólks í kórónuveirufaraldrinum. Helgi Björnsson, tónlistarmaður og formaður Félags sjálfstætt starfandi tónlistarmanna, segir að engin úrræði séu fyrir þennan hóp og margt tónlistarfólk sé orðið verulega illa statt eftir margra mánaða tekjuleysi.
11.09.2020 - 12:29
Myndskeið
Sorg vegna atvinnuleysis — 160 umsóknir á viku
Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir deyfð yfir samfélaginu þar og fulltrúi Vinnumálastofnunar segir að staðan fari versnandi; um 160 umsóknir um atvinnuleysisbætur hafa borist á einni viku. Forstjóri Isavia býst við einni til þremur flugferðum á dag fram á næsta vor.
08.09.2020 - 22:02
1.200 umsóknir um bætur það sem af er mánuði
Vinnumálastofnun hefur borist um 1.200 umsóknir um atvinnuleysisbætur það sem af er septembermánuði, eða á einni viku. Forstjóri stofnunarinnar segir flestar umsóknir vera frá fólki sem missti vinnuna í lok maí og byrjun júní.
Viðtal
Segir óforsvaranlegt annað en að hækka bætur
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB, segir að ekki sé forsvaranlegt annað en að hækka grunn atvinnuleysisbætur. Rætt var við Sigríði Ingibjörgu og Önnu Hrefnu Ingimundardóttur, forstöðumann efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, í Silfurinu í morgun.
Fjárhagsaðstoðin kostar borgina milljarði meira
Reykjavíkurborg ver milljarði meira í fjárhagsaðstoð í ár en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þeim sem fá slíka aðstoð hefur fjölgað mikið milli ára. Atvinnulaust fólk án bótaréttar er stór hluti hópsins.
Viðtal
Lágar atvinnuleysisbætur dæmi láglaunafólk til fátæktar
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að stjórnvöld beri pólitíska og siðferðislega skyldu til að hækka atvinnuleysisbætur. „Ég hlýt að segja og fullyrði það að hreyfingin stendur algerlega saman í þessari kröfu að atvinnuleysisbætur verði samstundis hækkaðar.“
„Það þarf að leysa ýmislegt handvirkt“
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að hugsanlegt að einhverjir hafi ekki fengið greiddar út atvinnuleysisbætur í dag en að það verði þá gert á allra næstu dögum. Gamalt tölvukerfi stofnunarinnar geti tafið fyrir útborgunum. Fréttastofa hefur haft af því spurnir að í einhverjum tilvikum hafi atvinnuleysisbætur ekki verið greiddar út í dag. 
01.09.2020 - 17:04
Fimmta hver kona á Suðurnesjum atvinnulaus
Framlenging tekjutengingar atvinnuleysisbóta og hlutabótaleiðar eru af hinu góða. Það bætir hins vegar ekki stöðu þeirra sem verst standa, sagði Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar í þættinum Vikulokunum á Rás 1 í morgun og kvað ástandið í sinni heimabyggð grafalvarlegt.
Styrkja þarf öryggisnetið, segir Drífa Snædal
Það er áhyggjuefni að ráðamenn skuli teikna upp þá mynd að fólk vilji ekki vinna, segir Drífa Snædal forseti ASÍ. „Það versta sem við gerum í stöðunni er að missa einstaklinga í litla virkni og fátækt með þeim niðurrífandi áhrifum sem það hefur á einstaklinga og þar með samfélagið allt.“
Ný störf ekki töfruð fram á næstu vikum
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gerði fjárhæð atvinnuleysisbóta að umfjöllun í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Spurði Logi Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hvort ekki standi til að hækka almennar atvinnuleysisbætur.
28.08.2020 - 14:34
Hundruð starfa auglýst - flest í félagsþjónustu
Nokkur hundruð störf eru nú auglýst til umsóknar, en aðeins hluti þeirra kemur inn á borð Vinnumálastofnunar sem kallar eftir því að atvinnurekendur hafi meira samráð við stofnunina og láti vita af lausum störfum. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir að auðvelt ætti að vera að manna störfin, en þau eru aðallega í félags- og heilbrigðisþjónustu.
Spegillinn
Þrisvar sinnum stærra átak en í hruninu
Þeir sem að hafa verið lengi atvinnulausir geta sótt um nám á næsta ári í framhaldsskólum eða háskólum án þess að atvinnuleysisbætur skerðist. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, bindur vonir við að frumvarp verði að lögum á þingi sem hefst á fimmtudaginn. Miðað er við að í boði verði 2000 skólapláss í framhaldsskólum og 1000 í háskólum.
25.08.2020 - 17:38