Færslur: Atvinnuleysi
Hjólin gætu snúist hratt en atvinnuleysi er vandinn
Atvinnuleysið er mesta áhyggjuefnið í eftirmálum COVID-faraldursins segir Katrín Ólafsdóttir hagfræðingur og lektor við Háskólann í Reykjavík. Margir óvissuþættir hafa áhrif á hversu hratt efnahagurinn tekur við sér á næsta ári í kjölfar bólusetningar.
29.12.2020 - 14:12
Örvæntingarfullt fólk kvíðir jólunum
Fólk sem klárað hefur rétt sinn í bótakerfinu kvíðir mjög jólum og óttast að geta ekki gefið börnum sínum í skóinn. Nauðsynlegt er að þétta öryggisnet velferðarkerfisins og lengja rétt til atvinnuleysisbóta, segir Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands.
21.12.2020 - 08:48
COVID kreppa bitnar mest á láglaunafólki
Láglaunanfólk tekur versta skellinn í kreppunni sem nú gengur yfir og grípa verður til sértækra aðgerða til að koma í veg fyrir að ójöfnuður aukist, segir framkvæmdastjóri ASÍ.
15.12.2020 - 12:30
Útlendingum gengur verr að fá vinnu en Íslendingum
Erlendum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi í nóvember. Þá búa ríflega tvö þúsund fleiri útlendingar hér en gerðu fyrir ári. Næstum fjórði hver útlendingur búsettur hér á landi er án vinnu en þegar litið er til allra landsmanna er einn af hverjum átta án vinnu. Útlendingum hér gengur verr að fá vinnu en Íslendingum.
14.12.2020 - 18:15
41 prósent atvinnulausra eru erlendir ríkisborgarar
Atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara á Íslandi var í kringum 24 prósent í nóvember. Alls voru 8.553 erlendir ríkisborgarar atvinnulausir. Þetta kemur fram í nóvemberskýrslu Vinnumálastofnunar sem fréttastofa fjallaði um í gær. Um það bil 41 prósent allra á atvinnuleysisskrá hér á landi eru erlendir ríkisborgarar.
12.12.2020 - 09:50
Atvinnuleysi eykst enn — 10,6 prósent í nóvember
Atvinnuleysi á Íslandi var 10,6 prósent í nóvember. Það var 9,9 prósent í október, 9 prósent í september og 8,5 prósent í ágúst. Vinnumálastofnun spáir því að atvinnuleysi aukist áfram í desember en þó minna en í nóvember. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu stofnunarinnar.
11.12.2020 - 12:33
330 fjölskyldur í síðustu matarúthlutun
Síðan kóronuveirufaraldurinn skall á hefur aðsókn í matarúthlutun hjá Fjölskylduhjálp stóraukist og langar raðir myndast við úthlutunarstöðvar. Matarúthlutun í Reykjanesbæ hefur verið flutt í stærra húsnæði og nú er unnið að því að rafvæða úthlutunarkerfið til að koma í veg fyrir raðir, eins og hefur verið gert í hinni úthlutunarstöð samtakanna í Iðufelli í Reykjavík.
08.12.2020 - 17:02
Segir litla upplýsingagjöf valda óvissu
Skortur á upplýsingagjöf frá stjórnvöldum og sóttvarnayfirvöldum varðandi aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins veldur óvissu hjá fólki og fyrirtækjum. Þetta segir Davíð Þorláksson forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs Samtaka atvinnulífsins.
08.12.2020 - 09:01
Hverjir finna fyrir kórónuveirukreppunni?
Um 11% fólks á vinnumarkaði er atvinnulaust, annað hvort alveg eða að hluta. Það eru 25 þúsund manns, átta þúsund þeirra eru erlendir ríkisborgarar. Til samanburðar fór atvinnuleysi hæst í rúm 9% í hruninu. Í lok árs er spáð að atvinnuleysi nái yfir 12%.
07.12.2020 - 08:00
Tíðindi berast af endurráðningum
Fyrstu tölur Vinnumálastofnunar benda til að umsóknir um atvinnuleysisbætur hafi verið færri í nóvember en í októbermánuði.
07.12.2020 - 06:37
Skorað á ríkisstjórnina að lengja tíma atvinnuleysibóta
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á ríkisstjórnina að lengja tímabil atvinnuleysisbóta tímabundið til að bregðast við efnahagslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins.
04.12.2020 - 06:24
Faraldurinn hefur kostað Húnaþing vestra mikið
Heildarkostnaður Húnaþings vestra vegna kórónuveirufaraldursins er nú orðinn tæpar níutíu milljónir króna. Um vikutíma í mars voru allir íbúar sveitarfélagsins í sóttkví og kostaði það sveitarfélagið um tvær og hálfa milljón króna á dag.
01.12.2020 - 12:02
Borgun segir upp nærri 30 manns
29 starfsmönnum hjá fjármálafyrirtækinu Borgun hefur verið sagt upp. Þetta er hluti hópuppsagnar sem tilkynnt var um fyrir helgi.
30.11.2020 - 10:50
Langtímaatvinnuleysi gæti aukist hratt á næstunni
Fjöldi langtímaatvinnulausra, þeirra sem hafa verið án vinnu í meira en ár, hefur aukist um 120 prósent frá áramótum. Í lok október voru það rúmlega 3.600 manns. Í nýrri Hagsjá Landsbankans segir að fjöldinn gæti aukist hratt á skömmum tíma.
30.11.2020 - 09:52
„Yngsta kynslóðin mun bera þyngstu byrðarnar“
Fyllsta ástæða er til þess að hafa áhyggjur af því að langtímaatvinnuleysi festi sig í sessi hér á landi. Unga fólkið er sá hópur sem kemur til með að bera þyngstu byrðarnar. Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, en hún var gestur Vikulokanna á Rás eitt í morgun. Hún segir að margt sé ólíkt með núverandi stöðu á vinnumarkaði og var eftir hrun og kallar eftir opinberu fjárfestingarátaki.
28.11.2020 - 12:19
Brýnt að lengja tímabil atvinnuleysisbóta
Yfirmaður velferðarsviðs Reykjavíkurborgar vill að tímabil atvinnuleysisbóta verði lengt enda lækki fólk í tekjum þegar það missir bætur og fær í staðinn fjárhagsaðstoð. Á fjórða þúsund manns hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
25.11.2020 - 19:54
Vanskil hafa viðamiklar afleiðingar
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR vill að ríkisstjórnin leggi áherslu á stuðningsaðgerðir fyrir heimilin og fólk sem lendi í vanda með að standa við skuldbindingar sínar. Aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins hafi ekki beinst nægilega að almenningi og heimilum í landinu.
25.11.2020 - 17:13
Þarf skýrari aðgerðir og aukna fjárfestingu
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður Bandalags háskólamanna, segir að aðgerðirnar sem ríkisstjórnin kynnti í síðustu viku séu ekki nægilega skýrar og vel afmarkaðar. Hún segir að auka þurfi fjárfestingu ef stefnt er að því að vaxa út úr kreppunni.
25.11.2020 - 10:49
Kórónukreppa bitnar á ungu fólki
Atvinnuleysi fer vaxandi, í síðasta mánuði var það rétt tæp tíu prósent og ef einnig er tekið tillit til þeirra sem eru í minna starfshlutfalli en áður telur Vinnumálastofnun að í október sé atvinnuleysi rúmlega ellefu prósent. Horfurnar fyrir yfirstandandi mánuð eru ekki góðar. Um 40% þeirra sem eru án atvinnu eru undir 35 ára aldri eða um tíu þúsund manns. Viðvarandi atvinnuleysi ungs fólks getur haft langvinn neikvæð áhrif á líf þess, starfsmöguleika og tekjur.
19.11.2020 - 12:41
20 þúsund manns án vinnu
Almennt atvinnuleysi í október var um 10% og jókst um 1 prósentustig. Rúmlega 20 þúsund manns eru án atvinnu. Ef teknir er með þeir sem fá bætur í minnkuðu starfshlutfalli nær atvinnuleysið til 25 þúsund manns. Yfir 9 þúsund einstaklingar hafa verið án atvinnu í meira en hálft ár.
13.11.2020 - 17:00
Aukið atvinnuleysi um allt land í október
Almennt atvinnuleysi í október var 9,9% samkvæmt nýjum tölum frá Vinnumálastofnun. Það er nokkur aukning frá fyrri mánuðum, en atvinnuleysið var 9% í september, 8,5% í ágúst og 7,9% í júlí. Stofnunin spáir því að atvinnuleysi aukist enn frekar í nóvember.
13.11.2020 - 13:35
Um 700 heimili fá matarúthlutun í næstu viku
Fjölskylduhjálp Íslands afhendir skjólstæðingum sínum matargjafir frá Kaupfélagi Skagfirðinga mánudaginn 16. nóvember í Iðufelli í Breiðholti. Í þeirri viku verða alls fjórar matarúthlutanir, tvær í Reykjavík og tvær í Reykjanesbæ.
12.11.2020 - 16:52
„Fólki líður ekki vel og sér ekkert framundan“
Forsvarsmaður baráttuhóps smærri fyrirtækja, einyrkja og sjálfstætt starfandi aðila í ferðaþjónustu segir að skuldir eigi eftir að hlaðast upp verði ekki gripið í taumana. Eigendur rúmlega 260 smærri fyrirtækja sendu öllum þingmönnum bréf þar sem krafist er aðgerða til þess að bregðast við vandanum.
06.11.2020 - 12:03
Vegna pestarinnar getur fjölgað í hópi týnda fólksins
Hætta er á því að, vegna pestarinnar, fjölgi í hópi ungmenna 18 - 25 ára sem eru hvorki í námi, starfsþjálfun né vinnu. Þau hafa stundum verið nefnd týnda eða gleymda fólkið því fá úrræði eru til fyrir þau í samfélaginu. Anna María Jónsdóttir, barna- og unglingageðlæknir, ásamt fleirum, vinnur að því að þróa sérstakt úrræði fyrir þennan hóp.
05.11.2020 - 08:00
100 misstu vinnuna á hverjum degi í október
Um 3.000 manns bættust á skrár Vinnumálastofnunar yfir atvinnulausa í október. Það jafngildir því að um 100 hafi misst starf sitt á hverjum degi. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir að þetta sé í takt við spár stofnunarinnar. Búast megi við svipaðri þróun út árið.
03.11.2020 - 16:04