Færslur: Atvinna

Atvinnuleysi minnkar um 6,4 prósentustig milli mánaða
Atvinnuleysi í júnímánuði mældist 3,5 prósent samkvæmt bráðabirgðatölum frá Hagstofu Íslands. Hlutfallið lækkaði um 6,4 prósentustig frá því í maí þegar það mældist 9,9 prósent.
Myndskeið
Fimmtán hundruð fjölbreytt störf fyrir námsmenn
Vinnumálastofnun auglýsti í dag fimmtán hundruð sumarstörf hjá ríkinu fyrir námsmenn. Störfin eru afar fjölbreytt. Meðal annars er hægt að fá vinnu við að telja maura, brjótast inn í tölvukerfi, bera saman gufusprengingar, skilgreina víðerni og svo líka öllu hefðbundnari störf. 
Myndskeið
Atvinna um helmings vinnandi fólks í heiminum í hættu
Næstum helmingur vinnandi fólks í heiminum á á hættu á atvinnuleysi eða vinnuskerðingu vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta kemur fram í nýrri spá Alþjóðavinnumálastofnunarinnar.
29.04.2020 - 19:44