Færslur: átröskun

Viðtal
Bíða með veika dóttur í mánuði eftir svörum frá BUGL
Faðir fjórtán ára stúlku sem er illa haldin af átröskun furðar sig á að fá engin svör frá Barna- og unglingageðdeild Landspítalans þrátt fyrir að tilvísun hafi borist þangað. Hann skoðar nú að sækja meðferð erlendis. Móðir annarrar stúlku eyðir þrjátíu og sex þúsund krónum á mánuði í sálfræðiaðstoð fyrir dóttur sína meðan hún bíður þess að komast að á BUGL.
Viðtal
Börn á BUGL keppast um hvert geti tapað mestri þyngd
Börn sem leggjast inn á geðdeild vegna annars vanda en átröskunar fara stundum að sýna einkenni átröskunar til þess að fá meiri athygli frá starfsfólki. Sérfræðingur segir að þessi smitáhrif fylgi því að vera með blandaða barna- og unglingageðdeild. Þá verður stundum samkeppni milli þeirra barna sem hve veikust eru af átröskun um hvert þeirra geti tapað mestri þyngd.
Sjónvarpsfrétt
Aldrei fleiri börn í átröskunarmeðferð á BUGL
Aldrei hafa verið fleiri börn og unglingar í átröskunarmeðferð á Barna- og unglingageðdeild Landspítala en nú og þetta er í fyrsta skiptið sem biðlisti er eftir að komast í meðferð. Það sem af er þessu ári hefur fleiri börnum verið vísað á BUGL vegna átröskunar en allt árið í fyrra. Læknir segir biðina geta verið lífshættulega.
Viðtal
„Það er bara galið hvað er ótrúlega lítið í boði“
Eina meðferðarúrræðið sem er í boði vegna átröskunar hér á landi er á vegum Landspítalans. Bið eftir að komast í meðferð er nú 18-20 mánuðir.
28.05.2021 - 08:05
Sjónvarpsfrétt
Meira en tíunda hver kona á Íslandi þjáist af átröskun
Yfir hundrað sjúklingar eru nú á biðlista hjá geðsviði Landspítalans og BUGL vegna átraskana. Biðtíminn er meira en eitt og hálft ár. Forsvarskonur samtaka um átraskanir segja úrræðaleysið óboðlegt og umræðuna nær enga. Meira en tíunda hver kona og yfir fimm prósent karla glíma við átröskun.
27.05.2021 - 18:54
Biðlisti eftir átröskunarmeðferð sjöfaldaðist á 4 árum
Fjöldi á biðlista eftir meðferð átröskunarteymis Landspítalans sjöfaldaðist á fjórum árum. Ástæður þess eru meðal annars aukin þörf fyrir þjónustuna og mygla, sem kom upp í húsnæði deildarinnar, en í kjölfar hennar varð hluti starfsfólks óvinnufær. Teymisstjóri segir að löng bið eftir aðstoð geti aukið á sjúkdóminn.
Horfði oftar á magann í spegli en andlitið
Í fimmta þætti af Heilabrotum er fjallað um átraskanir. Átraskanir eru mikið samfélagsmein og jafnframt geðröskun sem oft er erfitt að bera kennsl á. Samfélagsmiðlar, staðalímyndir og útlitsdýrkun ýta undir brenglaða sjálfsmynd ungs fólks og átraskanir virðast verða æ algengari í hinum vestræna heimi.
17.10.2019 - 13:45
Segja frá reynslu sinni af átröskun
Í nýjum útvarpsþætti Karenar Bjargar Þorsteinsdóttur segja tvær ungar konur frá reynslu sinni af átröskun. Þátturinn er unninn í áfanganum Fólk og fræði við Háskóla Íslands.
30.03.2019 - 12:00