Færslur: átröskun

Biðlisti eftir átröskunarmeðferð sjöfaldaðist á 4 árum
Fjöldi á biðlista eftir meðferð átröskunarteymis Landspítalans sjöfaldaðist á fjórum árum. Ástæður þess eru meðal annars aukin þörf fyrir þjónustuna og mygla, sem kom upp í húsnæði deildarinnar, en í kjölfar hennar varð hluti starfsfólks óvinnufær. Teymisstjóri segir að löng bið eftir aðstoð geti aukið á sjúkdóminn.
Horfði oftar á magann í spegli en andlitið
Í fimmta þætti af Heilabrotum er fjallað um átraskanir. Átraskanir eru mikið samfélagsmein og jafnframt geðröskun sem oft er erfitt að bera kennsl á. Samfélagsmiðlar, staðalímyndir og útlitsdýrkun ýta undir brenglaða sjálfsmynd ungs fólks og átraskanir virðast verða æ algengari í hinum vestræna heimi.
17.10.2019 - 13:45
Segja frá reynslu sinni af átröskun
Í nýjum útvarpsþætti Karenar Bjargar Þorsteinsdóttur segja tvær ungar konur frá reynslu sinni af átröskun. Þátturinn er unninn í áfanganum Fólk og fræði við Háskóla Íslands.
30.03.2019 - 12:00