Færslur: Atómstöðin – endurlit

Vefþáttur
Pabbahelgar, Atómstöðin og Handrit í Lestarklefanum
Rætt um sjónvarpsþættina Pabbahelgar, leiksýnininguna Atómstöðina – endurlit í Þjóðleikhúsinu og myndlistarsýningu Leifs Ýmis Eyjólfssonar Handrit III í Listamönnum galleríi.
Gagnrýni
Fólkið þarf sinn Laxness
„Þessi uppsetning á Atómstöðinni í samtali við nútímann er um margt áhugaverð, kraftmikil og spennandi þó stundum sé nánast eins og leikstjórinn og höfundur leikgerðar hafi færst of mikið í fang,“ segir Brynhildur Björnsdóttir gagnrýnandi um sýninguna Atómstöðina – endurlit í Þjóðleikhúsinu.
Viðtal
Spenntur á taugum með skýra stefnu
Blaðamaður, leikari, útvarpsmaður, rappari, uppistandari, starfsmaður á auglýsingastofu, aðstoðarleikstjóri, handritshöfundur, ljóðskáld, dramatúrg, smiður og vínkaupmaður. Þetta eru störfin sem Halldór Laxness Halldórsson hefur sinnt gegnum tíðina. Í augnablikinu sinnir hann tveimur stórum verkefnum, gefur út sína fyrstu skáldsögu, Kokkál, og skrifar leikgerð nýrrar uppfærslu Atómstöðvarinnar í Þjóðleikhúsinu sem frumsýnd verður 1. nóvember.