Færslur: Atli Örvarsson

Husavik á skammlista Óskarsverðlauna
Lagið Husavik, úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, er meðal þeirra laga sem gæti orðið tilnefnt til Óskarsverðlauna. Lagið er meðal þeirra fimmtán sem akademían velur úr áður en tilkynnt verður hvaða fimm lög eru tilnefnd til verðlaunanna.
10.02.2021 - 04:33
Langaði að gera tónlist tónlistarinnar vegna
Atli Örvarsson tónskáld gefur út fyrstu sólóplötu sína á næstunni. Platan hefur verið í gerjun í mörg ár en andlát Jóhanns Jóhannssonar varð honum hvatning til að ljúka við hana.
24.06.2020 - 11:10
Morgunþátturinn
Atli Örvars snýr við blaðinu og gerir tónlist fyrir sig
Atli Örvarsson tónskáld gefur út sína fyrstu sólóplötu í sumar. „Ég er búinn að vera með þetta lengi í maganum, að gera tónlist tónlistarinnar vegna, skulum við segja.“
20.04.2020 - 15:35
Kvikmyndatónlist nýr atvinnuvegur á Akureyri
Sextíu manna hljómsveit tók þátt í upptökum fyrir teiknimyndina Lói - þú flýgur aldrei einn á Akureyri um helgina. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hefur tekið í notkun nýja fullkomna upptökuaðstöðu, sem er ætlað að laða að erlenda kvikmyndaframleiðendur.
Hentar að vera kamelljón í tónlist
Atli Örvarsson óttaðist að það gæti gert út af við feril sinn sem kvikmyndatónskáld þegar hann flutti frá Hollywood til Akureyrar fyrir nokkrum árum. Hann hefur hins vegar aldrei haft meira að gera en nú og er meðal annars að ljúka við að tónsetja Hollywood-mynd með Ryan Reynolds og Samuel Jackson í aðalhlutverkum. Í dag verða haldnir tónleikar í Hofi á Akureyri með tónlist Atla.
Viðtal
Atli semur fyrir mynd með Reynolds og Jackson
Atli Örvarsson semur tónlistina við bandarísku spennumyndina The Hitman‘s Bodyguard með stórstjörnunum Ryan Reynolds og Samuel L. Jackson í aðalhlutverkum. Myndin verður frumsýnd vestanhafs í ágúst og er spáð að hún verði einn af sumarsmellunum í ár.