Færslur: Ástþór Magnússon

Nýtt met í hverjum kosningum
Nýtt met fyrir lægsta atkvæðahlutfall frambjóðanda í forsetakosningum hefur verið sett í hverjum kosningum frá og með árinu 1988. Fram að þeim tíma hafði Gísli Sveinsson, fyrrverandi forseti Alþingis, átt verstu útkomu forsetaframbjóðanda í 38 ár. Hann hlaut 6,24 prósent atkvæða í fyrstu almennu forsetakosningunum sem fram fóru hérlendis, árið 1952. Síðustu 28 árin hafa átta frambjóðendur fengið lægra atkvæðahlutfall en Gísli fékk á sínum tíma.
Ástþór hefur kært framkvæmd kosninganna
Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi kærði framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu forsetakosninganna til Hæstaréttar á föstudaginn. Ástþór segir í samtali við fréttastofu að hann hafi ásamt öðrum lagt fram kæru sem var nokkuð samhljóða þeirri sem Bjarni Bergmann, Þórólfur Dagsson og Björn Leví Gunnarsson lögðu fram þann 2. júní síðastliðinn.
5,5 meðmælendur fyrir hvert atkvæði
Fjórir frambjóðendur fengu fleiri undirskriftir á meðmælendalista sína fyrir forsetaframboð en atkvæði í sjálfum kosningunum. Þrír þeirra fengu margfalt fleiri meðmælendur en atkvæði.
Baráttan um Bessastaði: Ástþór Magnússon
Frambjóðendur til embættis forseta Íslands eru kynntir til sögunnar. Viðtal við forsetaframbjóðandann Ástþór Magnússon.
Fylgi Guðna minnkar um tæp 14 prósent
Guðni Th. Jóhannesson mælist með 56,6% fylgi í nýrri skoðanakönnun MMR sem gerð var dagana 26. maí til 1. júní. Halla Tómasdóttir bætir við sig tæpum 5 prósentustigum og Davíð Oddson tveimur.
Forsetinn á að vera boðberi friðar
Frambjóðandinn Ástþór Magnússon telur að forseti Íslands geti verið boðberi friðar í heiminum: „Hann getur orðið mjög mikilvægur boðberi friðar - og einmitt vegna smæðar okkar þá er hann svo áhrifamikill, vegna þess að þá þarf hann ekki að tengjast neinum einum hagsmunum umfram aðra. Hann verður svona sameiningartákn heimsins.“
25.05.2016 - 10:07
RÚV hefur rænt kosningunum
Ástþór Magnússon, sem stefnir að því að bjóða sig fram til forseta, segir að RÚV hafi rænt forsetakosningunum með því að tefla fram sínum eigin frambjóðanda. Ástór velti því líka fyrir sér hvort spyrillinn í Speglinum ætti frekar að fá sér vinnu á kassa í Bónus en að starfa sem fréttamaður.
17.05.2016 - 19:28
Vill bjóða Sameinuðu þjóðunum til Íslands
Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi bauð fólki í óformlegt vöfflukaffi í dag. Hann vill bjóða Sameinuðu þjóðunum að flytja til Íslands og skapa með því 600 milljarða tekjur hér á landi.
25.03.2016 - 18:38