Færslur: Astrid Lindgren

Bróðir minn Ljónshjarta - Astrid Lindgren
Bók vikunnar er Bróðir minn Ljónshjarta eftir Astrid Lindgren sem Þorleifur Hauksson þýddi og las í Morgunstund barnanna í Ríkisútvarpinu árið 1974, aðeins ári eftir að bókin kom út í Svíþjóð. Þýðingin kom síðan út á bók tveimur árum síðar og hefur síðan verið endurútgefin ótal sinnum.
Spegillinn
„Lína Langsokkur skrifar námskrár skóla í dag“
Ein ástsælasta barnabókapersóna síðustu aldar, já og kannski þessarar líka, hún Sigurlína Rúllugardína Nýlendína Krúsimunda Efraímsdóttir Langsokkur, fagnar um þessar mundir 75 ára afmæli. Fyrsta bók sænska rithöfundarins Astridar Lindgren um þessa sterku og óútreiknanlegu stelpu á Sjónarhóli kom út árið 1945. Brynhildur Þórarinsdóttir, rithöfundur og bókmenntafræðingur, segir að samfélagsleg áhrif Línu séu meiri en við getum ímyndað okkur. Segja megi að hún skrifi námskrár skóla í dag. 
22.05.2020 - 16:21
Gagnrýni
Eftirminnileg og glæsileg Ronja
Hlín Agnarsdóttir, gagnrýnandi Menningarinnar, mælir hiklaust með Ronju ræningjadóttur sem sýnd er á fjölum Þjóðleikhússins.