Færslur: AstraZeneca

ESB hefur ekki pantað meira bóluefni frá AstraZeneca
Bóluefnasamningur Evrópusambandsins við lyfjaframleiðandann AstraZeneca rennur út í júní og ESB hefur ekki sóst eftir því að samningurinn verði framlengdur. Þetta hefur Deutsche Welle eftir Thierry Breton, viðskiptafulltrúa ESB. „Við framlengdum ekki samninginn, við sjáum hvað setur,“ segir hann.
09.05.2021 - 14:50
Heimilislæknar gefa fullorðnum Þjóðverjum AstraZeneca
Öllum fullorðnum Þjóðverjum verður gefið bóluefni AstraZeneca gegn COVID-19 að því er fram kemur í máli Jens Spahn heilbrigðisráðherra. Áður var ákveðið að efnið skyldi gefið fólki eldra en sextugu en nú hafa ríkisstjórnin og stjórnir hvers ríkis fyrir sig sammælst um þessa nýju tilhögun.
Ein blóðtappatilkynning eftir bólusetningu síðustu viku
Lyfjastofnun hafa undanfarna viku borist 37 tilkynningar frá fólki sem telur sig hafa fengið aukaverkanir eftir bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Í síðustu viku voru nokkrir árgangar bólusettir með efninu.
04.05.2021 - 13:57
Myndskeið
Keppa um hver sé veikastur og í mestri bóluefnaþörf
Daglega berast þúsund símtöl á skrifstofu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og fjöldinn allur á heilsugæslustövar, frá fólki sem vill komast fyrr í bólusetningu. Framkvæmdastjóri lækninga segir að svo virðist sem keppni sé hafin í því hver sé veikastur og þurfi mest á bóluefni að halda. Loka þurfti netfangi sem sett var upp fyrir fyrirspurnir, svo mikið var álagið.
Hjartveikir með áhyggjur af aukaverkunum AstraZeneca
Hjartalæknir fær tugi símtala á dag frá hjartveiku fólki sem hefur áhyggjur af aukaverkunum af bóluefni AstraZeneca. Almennt sé þó ekki ástæða til að hafa áhyggjur.
29.04.2021 - 20:30
Ekki formlega búið að lækka aldurinn fyrir AstraZeneca
Fjöldi fólks undir sextugu fékk boð í bólusetningu með AstraZeneca-bóluefninu í dag þrátt fyrir að enn eigi bóluefnið formlega aðeins að vera gefið þeim sem eru 60 ára og eldri. „Það þurfti að klára úr glösum og því voru kallaðir til næstu árgangar. Við vorum búin að gefa grænt ljós á það og höfum gert það áður,“ segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, smitsjúkdómalæknir hjá embætti landlæknis. 
29.04.2021 - 15:28
Spegillinn
AstraZeneca hugsanlega í boði á netinu
Ef afgangur verður af bóluefni AstraZeneca kemur til greina að bjóða fólki að taka upplýsta ákvörðun á netinu um hvort það vilji fá þetta bóluefni. Verið er að skoða hvort körlum yngri en 60 ára verður boðið upp á AstraZeneca bóluefnið. Nú miðast bólusetningin við 60 ára og eldri.
27.04.2021 - 17:00
Mínútur verða að mörg hundruð klukkustundum
Sex þúsund verða bólusett í Laugardalshöll í dag og níu þúsund á morgun. Verið er að innleiða nýtt ferli sem styttir viðveru hvers og eins í höllinni eins og hægt er því tveggja mínútna töf í hverri bólusetningu þýðir tvö hundruð klukkustunda heildartöf fyrir hópinn allan.
Myndskeið
Tugþúsundir skammta í næstu viku - stjórnvöld vongóð
Hægt verður að nota 43 þúsund skammta af bóluefni í næstu viku verði byrjað að nota Janssen bóluefnið og ef sextán þúsund AstraZeneca skammtar verða komnir frá Noregi. 
Íslendingar fá bóluefni frá Noregi
Íslensk og norsk stjórnvöld hafa komist að samkomulagi um að Íslendingar fái 16 þúsund skammta af bóluefni Astra Zeneca að láni hjá Norðmönnum. Norska lýðheilsustofnunin mælti í síðustu viku með því að hætt yrði að nota bóluefnið í Noregi. Hér hefur verið miðað við að bóluefni Astra Zeneca sé notað til að bólusetja fólk yfir 60 ára aldri.
21.04.2021 - 10:29
Sóttvarnalæknir bjartsýnn á framgang bólusetninga
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst bjartsýnn á að vel gangi með bólusetningar á næstunni. Hann segist búast við að karlmönnum sextugum og yngri verði gefið bóluefni AstraZeneca. 
Með hönd á byssunni en ekki búinn að draga hana upp
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst ávallt viðbúinn að grípa til harðari aðgerða í sóttvörnum en öll smit gærdagsins tengjast leikskólanum Jörfa. Yfir fjögurþúsund sýni voru tekin í gær sem er með því mesta sem verið hefur en 21 greindist með COVID-19.   
Merkel búin að fá fyrri sprautuna af Astrazeneca
Angela Merkel Kanslari Þýskalands fékk fyrri sprautuna bóluefni Astrazeneca í dag. Merkel segir að þriðja bylgjan standi enn yfir þar í landi og ástandið sé grafalvarlegt.
16.04.2021 - 15:54
Aldurstakmörk fyrir AstraZeneca lækkuð niður í 60 ára
Bólusetning með bóluefni AstraZeneca hér á landi verður boðin fólki sem er sextugt og eldra, en ekki aðeins þeim sem eru sjötugir og eldri eins og áður. Undanskildir eru þeir sem hafa áhættuþætti sem auka hættu á segamyndun. Danir hafa ákveðið að hætta alfarið að nota bóluefni AstraZeneca vegna hættu á sjaldgæfum blóðtöppum í kjölfar bólusetningar og Norðmenn hafa ekki tekið ákvörðun um það hvort bólusetningar með AstraZeneca-efninu hefjast á ný þar í landi.
16.04.2021 - 14:37
Vill að Covax fái ónotað bóluefni AstraZeneca
Forstjóri lyfjafyrirtækisins AstraZeneca hvetur þau ríki heims, sem ekki þurfa eða ætla að nota það bóluefni sem þau hafa þegar keypt af fyrirtækinu, til að gefa það áfram til annarra landa í gegnum alþjóðlega bóluefnasamstarfið Covax.
16.04.2021 - 03:52
Myndskeið
Stærri hópur fær AstraZeneca hér, enginn í Noregi
Sóttvarnalæknir segir að bráðlega hefjist bólusetningar á 65 ára og eldri með bóluefni AstraZeneca og mögulega verði aldursviðmiðið fært enn neðar. Norðmenn ætla að gefa sér frest til að ákveða hvort efnið verði leyft á ný eða ekki. Danir ætla ekki að nota það enda myndi stór hluti landsmanna hafna því - hér er traustið meira.
15.04.2021 - 18:49
Vilja að Norðmenn hætti að nota Astrazeneca
Norska lýðheilsustofnunin FHI mælir með því að notkun á bóluefni Astrazeneca verði hætt þar í landi, þetta var tilkynnt á blaðamannafundi klukkan tvö í dag. Stjórnvöld eiga eftir að taka ákvörðun um málið.
15.04.2021 - 14:06
Norðmenn tilkynna ákvörðun um Astrazenca í dag
Heilbrigðisyfirvöld í Noregi hafa boðað til blaðamannafundar klukkan tvö í dag. Þar verður tilkynnt um næstu skref þar í landi varðandi bóluefni Astrazeneca.
15.04.2021 - 11:12
Heimsglugginn: Talibanar gætu tekið völd í Afganistan
Margir óttast að Talibanar nái aftur völdum í Afganistan eftir að Bandaríkjastjórn tilkynnti um brottför bandarískra hermanna frá landinu fyrir 11. september. Þá verða liðin 20 ár frá hryðjuverkum al-Qaeda í Bandríkjunum sem voru tilefni innrásar Bandaríkjamanna í Afganistan. Talibanar fylgja harðlínutúlkun á islam. Fyrri stjórn þeirra var sannkölluð ógnarstjórn sem bar ábyrgð á fjöldamorðum og ofsóknum á þeim sem talibanar töldu ekki fylgja ofsatúlkun þeirra á Islam.
Löng bið eftir bóluefni Janssen gæti seinkað áætlun
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir ekkert í þeim gögnum sem fyrir liggi, til dæmis frá Bandaríkjunum, benda til þess að bóluefni Janssen sé skaðlegra en bóluefni AstraZeneca. Hlutfall blóðsegavandamála sé mjög lágt. Hann segir að heilbrigðisstarfsfólk fái líklega ekki seinni skammt af AstraZeneca
Danmörk: staðan góð innanlands og önnur bóluefni í boði
Ákvörðun danskra heilbrigðisyfirvalda um að hætta að nota bóluefni Astra Zeneca seinkar bólusetningum þar í landi um tvær til þrjár vikur. Danmörk er fyrsta landið í heiminum sem hættir að nota bóluefnið. Heilbrigðisyfirvöld útskýrðu á blaðamannafundi hvers vegna ákveðið var að hætta notkun þess.
14.04.2021 - 16:25
Sjónvarpsfrétt
Markmið um bólusetningu gætu náðst fyrir miðjan júlí
Fyrstu skammtar af bóluefni Janssen eru væntanlegir hingað til lands á miðvikudaginn. Miðað við fyrirliggjandi dreifingaráætlanir lyfjaframleiðenda og væntingar um aukna framleiðslu ætti markmið stjórnvalda um að bólusetja 280 þúsund manns fyrir miðjan júlí að nást. 
Segir ávinninginn ekki alltaf trompa áhættuna
Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að konur undir 55 ára fái ekki bóluefni AstraZeneca vegna hættu á blóðtappamyndun. Rannsóknir benda til þess að alvarlegar aukaverkanir kunni að vera algengari í Noregi en annars staðar. 
10.04.2021 - 19:13
Treystir því að AstraZeneca standi við loforð sín
Evrópuríki fá helmingi færri bóluefnisskammta frá AstraZeneca en til stóð í næstu viku. Embættismaður sem sér um dreifingu bóluefna til Norðurlandanna fyrir hönd Evrópusambandsins vonar að AstraZeneca standi við orð sín en bendir líka á að von sé á stórum sendingum frá öðrum framleiðendum. 
Rannsaka tengsl bóluefnis Janssen við blóðtappa
Lyfjastofnun Evrópu rannsakar nú hvort tengja megi fjögur tilfelli blóðtappa við bólusetningu með bóluefni Johnson & Johnson. Einn er látinn en notast við bóluefni framleitt í verksmiðju Janssen í Evrópu.