Færslur: AstraZeneca

Þjóðverjar vilja síður bóluefni AstraZeneca
Þjóðverjar virðast vera hikandi við að þiggja bólusetningu með bóluefni AstraZeneca við COVID-19. Á meðan mikil eftirspurn er eftir bóluefni þá er enn mikið til í geymslum af bóluefninu í Þýskalandi. Einnig hefur borið á því hér á landi að fólk vilji síður bóluefni AstraZeneca en önnur. Sérfræðingar segja enga ástæðu til að vantreysta bóluefninu.
27.02.2021 - 20:56
AstraZeneca og Oxford byrjuð að prófa bóluefni á börnum
Alls 300 börn taka nú þátt í rannsókn á bóluefni AstraZeneca og Oxford háskóla gegn COVID-19. Tilgangurinn er að finna út hvort bóluefnið veiti börnum vörn gegn sjúkdómnum.
20.02.2021 - 13:00
Ekki óvænt að ungt fólk slappist eftir seinni sprautuna
Forstjóri Lyfjastofnunar segir viðbúið að aukaverkanir geri vart við sig hjá yngra fólki eftir seinni bólusetningu. Mikill meirihluti skammtanna sem koma hingað á næstu vikum og mánuðum verða frá Pfizer og AstraZeneca. Um fimm prósent þjóðarinnar hafa nú verið bólusett, að hálfu eða öllu leiti.
Vænst svara á fundi með Pfizer á morgun
Á fundi síðdegis á morgun verður að líkindum skorið úr um hvort lyfjafyrirtækið Pfizer óski eftir að fram fari rannsókn hérlendis sem felst í að bólusetja tugþúsundir Íslendinga gegn kórónuveirunni. 
Fyrsta sending bóluefnis AstraZeneca barst í dag
Fyrstu 1.200 skammtar bóluefnis AstraZeneka bárust til landsins í dag, þeir duga til að bólusetja sex hundruð manns. Alls er von á fjórtán þúsund skömmtum af bóluefninu í febrúar.
AstraZeneca uppfærir bóluefnið fyrir næsta haust
Bóluefni AstraZeneca og Oxford-háskóla verður uppfært fyrir næsta haust til þess að það veiti aukna vernd gegn nýjum afbrigðum kórónuveirunnar. Breska ríkisútvarpið hefur það eftir prófessor við Oxford-háskóla að það sé tiltölulega einfalt að uppfæra bóluefnið og að það þarfnist lítilla prófana.
03.02.2021 - 17:56
Aðgátar þörf í tilslökunum til að komast hjá bakslagi
Sóttvarnalæknir fagnar góðum árangri í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn og segir að mögulegt sé að slaka örlítið á. Hann vill þó ekki upplýsa í hverju þær tilslakanir felast. Enginn greindist innanlands með COVID-19 í gær, en 11 á landamærunum.
ESB varar AstraZeneca við hugsanlegum útflutningshömlum
Enn hitnar í kolunum í samskiptum Evrópusambandsins við bresk-sænska lyfjafyrirtækið AstraZeneca. ESB hefur nú varað fyrirtækið við því að það muni beita öllum brögðum til þess að fá þá skammta sem samið hefur verið um, jafnvel leita leiða til að hindra útflutning fyrirtækisins á bóluefni úr Evrópusambandinu. Reuters-fréttastofan greinir frá.
28.01.2021 - 17:33
Segja AstraZeneca að standa við samninga
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er farin að þrýsta á stjórnendur lyfjafyrirtækisins AstraZeneca um að standa við fyrirheit um afhendingu bóluefna til sambandsins. Evrópusambandið samdi snemma við AstraZeneca um fjármögnun rannsókna fyrirtækisins og kaup á bóluefni þess. Forsvarsmenn fyrirtækisins sögðu nýlega að Evrópusambandið fengi færri bóluefnaskammta í fyrstu en stefnt hefði verið að. Þetta sætta forsvarsmenn ESB sig ekki við og krefjast þess að fyrirtækið standi við samninga. 
AstraZeneca: Afhendingu seinkar vegna framleiðsluvanda
Breska lyfjafyrirtækið AstraZeneca, sem hefur þróað bóluefni við COVID-19 í samstarfi við Oxford-háskóla, hefur gefið það út að vegna framleiðsluvanda verði færri skömmtum dreift á fyrsta ársfjórðingi en áður var gert ráð fyrir. Enn er óstaðfest hversu mikið afhendingaráætlunin breytist en Reuters-fréttastofan hefur það eftir ónafngreindum embættismanni Evrópusambandsins að fjöldi skammta gæti dregist saman um 60 prósent.
23.01.2021 - 08:37
Indverjar hefja bólusetningar næstkomandi laugardag
Indverjar hyggjast hefja bólusetningar gegn COVID-19 næstkomandi laugardag. Það er flókið og viðamikið verkefni enda telja Indverjar 1,3 milljarðar talsins, næstfjölmennasta þjóð heims.
11.01.2021 - 06:41
Bóluefni AstraZeneca mögulega samþykkt fyrir mánaðarlok
Lyfjastofnun Evrópu gæti mögulega samþykkt leyfi til notkunar á bóluefni AstraZeneca við COVID-19 fyrir lok þessa mánaðar. Þetta kemur fram í færslu stofnunarinnar á Twitter. Bóluefni AstraZeneca var þróað í samvinnu við Oxford-háskóla.
08.01.2021 - 12:55
Fyrsti Bretinn bólusettur með bóluefni AstraZeneca
Fyrsta bólusetningin í Bretlandi með bóluefni AstraZeneca var í morgun þegar hinn 82 ára gamli Brian Pinker var bólusetttur á Oxford háskólasjúkrahúsinu. Bóluefnið var þróað þar í landi og hafa bresk yfirvöld fengið 50.000 skammta til notkunar í dag.
04.01.2021 - 10:35
Indverjar veita tveimur bóluefnum neyðarleyfi
Indversk stjórnvöld hafa veitt neyðarleyfi til notkunar bóluefnis AstraZeneka og Oxford-háskóla og efnis þarlends lyfjaframleiðanda, Bharat Biotech.
03.01.2021 - 07:27
Bóluefni AstraZeneca samþykkt í Bretlandi
Bresk stjórnvöld veittu í dag heimild til að nota bóluefni Oxford háskóla og AstraZeneca gegn COVID-19. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að dreifing á efninu sé þegar hafin og búist er við því að bólusetning með efninu hefjist strax á nýju ári í Bretlandi.
30.12.2020 - 08:01
Segir rangfærslu Bloomberg vegna tæknilegra mistaka
Ragnhildur Sigurðardóttir, fréttaritari Bloomberg á Íslandi, segir að rangfærsla um fjölda þeirra bóluefna sem Ísland hafi tryggt sér sem fram kom í frétt Bloomberg í gær hafi verið vegna tæknilegra mistaka. Kortið með fréttinni sýnir fjölda þeirra sem hægt verður að bólusetja miðað við það magn bóluefnis sem lönd hafa þegar tryggt sér með undirrituðum samningum.
21.12.2020 - 23:01
Stjórnvöld leiðrétta frétt Bloomberg um bóluefnakaup
Heilbrigðisráðuneytið hefur sent fréttaveitunni Bloomberg athugasemd vegna fréttaflutnings hennar af þeim fjölda kórónuveirubóluefnisskammta sem Bloomberg fullyrti að Ísland hefði tryggt sér. Í frétt Bloomberg sagði að Ísland væri meðal þeirra landa sem hefðu tryggt sér minnst af bóluefninu allra vestrænna þjóða. Í athugasemd ráðuneytisins segir að Ísland hafi tryggt sér að minnsta kosti 635.000 skammta sem dugi til að bólusetja 87% þjóðarinnar.