Færslur: AstraZeneca

Nígería
Þurftu að eyða milljón skömmtum af bóluefni
Einni milljón útrunninna bóluefnaskammta frá AstraZeneca var eytt í Nígeríu í gær, að kröfu þarlendra heilbrigðisyfirvalda, enda ekki öruggt að nota bóluefnin eftir fyrningardag. AP-fréttastofan greinir frá þessu og hefur eftir Faisal Shuaib, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Nígeríu, að ekkert annað hafi verið hægt að gera.
AstraZeneca sækir um markaðsleyfi vestra síðar á árinu
Breski lyfjarisinn AstraZeneca sækir síðar á árinu um markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrir bóluefni þess gegn COVID-19. Niðurstöður prófana virðast ekki benda til alvarlegra hliðarverkana af efninu.
Tilkynningum um aukaverkanir fækkar með haustinu
Fjöldi tilkynninga um aukaverkanir lyfja hefur verið nokkuð stöðugur milli mánaða frá því í maí, eða frá 560-600. Gögn lyfjastofnunar sýna þó að þeim fer lítillega fækkandi með haustinu og bárust stofnuninni 547 tilkynningar tengdar bóluefnum gegn COVID-19 í ágúst.
Ástralir fá Pfizer: „Takk Boris þú átt hjá mér bjór“
Bretar hafa ákveðið að senda fjórar milljónir skammta af bóluefni Pfizer til Ástralíu. Áströlum ber þó að endurgjalda greiðann með jafnmörgum skömmtum bóluefnis að ótilgreindum tíma liðnum.
Flestir smitaðir í hópi Janssen-þega
Flestir þeirra sem greinst hafa með Covid-19 í yfirstandandi bylgju faraldursins og voru bólusettir höfðu fengið bóluefni frá Janssen.
Fréttaskýring
Alfa, beta, gamma, delta og svo framvegis
Fregnir af bráðsmitandi kórónuveiru í borginni Wuhan í Kína tóku að berast í desember 2019. Sjúkdómurinn, sem síðar fékk heitið COVID-19, dreifðist í framhaldi um heimsbyggðina alla. Baráttan við faraldurinn hefur reynst þrautin þyngri, ekki síst þar sem reglulega verða til ný afbrigði af veirunni sem vísindamenn um allan heim hafa vart undan við að gefa heiti. Gríska stafrófið hefur til dæmis bara takmarkaðan stafafjölda.
AstraZeneca og Pfizer er hættulaus kokkteill
Bóluefni AstraZeneca er uppurið í Laugardalshöll en það kláraðist nú á öðrum tímanum. Framkvæmdastjóri hjúkrunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir fólk almennt hafa tekið því vel að vera boðið bóluefni Pfizer í staðinn.
AstraZeneca uppurið og boðið upp í Pfizer í staðinn
Bóluefni AstraZeneca er uppurið í Laugardalshöll en það kláraðist nú á öðrum tímanum.
Sjónvarpsfrétt
Fullbólusettur - húllum hæ í höllinni á morgun
Ellefu þúsund manns fengu seinni skammtinn af bóluefni AztraZeneca í Laugardalshöllinni í dag. Sóttvarnalæknir var meðal þeirra og hvetur hann alla, sem boðaðir eru í bólusetningu á morgun, að mæta. 
Prófa bóluefni gegn beta-afbrigði kórónuveirunnar
Bresk-sænska lyfjafyrirtækið AstraZeneca hóf í dag prófanir á nýju bóluefni við beta-afbrigði kórónuveirunnar, sem kennt hefur verið við Suður-Afríku.
27.06.2021 - 14:41
24 þúsund AstraZeneca-skammtar til landsins á morgun
Von er á 24 þúsund skömmtum af bóluefni AstraZeneca til landsins á morgun. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins boðar nú fjölda fólks í seinni bólusetningu með bóluefninu á miðvikudag og fimmtudag í næstu viku, dagana 30. júní og 1. júlí. Aftur verður bólusett 7. júlí, en aðeins fyrir þá sem ekki sjá sér fært að mæta í næstu viku.
25.06.2021 - 15:43
Sjónvarpsfrétt
Bóluefni verja jafn vel gegn alvarlegum COVID-veikindum
Öll bóluefni sem notuð eru hérlendis verja jafn vel gegn alvarlegum veikindum af völdum COVID. Tilkynningar um 23 andlát í kjölfar COVID-bólusetningar hafa borist Lyfjastofnun
10.06.2021 - 19:00
„Allir sem voru boðaðir í dag verða bólusettir“
Síðustu skammtarnir af bóluefni AstraZeneca voru að klárast um þrjú leytið í dag. Þá voru um 1.300 skammtar eftir en hægt er að bólusetja fimm hundruð í einu, segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hver dropi af bóluefninu verði nýttur.
Myndskeið
Fólk beðið á annan tíma í röðinni
Langar raðir hafa verið í bólusetningu gegn kórónuveirunni í Laugardalshöll í morgun. Dæmi eru um að fólk hafi beðið í á annan tíma. Fólk sem fréttastofa tók tali í röðinni í morgun var flest í ágætis skapi þrátt fyrir að sjá ekki fram á að komast að í boðaðan tíma.
09.06.2021 - 12:39
Bólusetningar þykja ganga fullhægt á Grænlandi
Fulltrúar þriggja grænlenskra stjórnmálaflokka gagnrýna hægagang í bólusetningum í landinu. Sömuleiðis vilja þeir að landsmenn hafi um fleiri bóluefni að velja en nú standa þeim aðeins efni Pfizer og Moderna til boða.
Mikið af Janssen-bóluefni kemur til landsins á morgun
Síðdegis á morgun kemur stór sending af Janssen-bóluefni við kórónuveirunni. Þetta segir Júlía Rós Atladóttir, framkvæmdastjóri Distica. Fyrir hálfum mánuði bárust tæplega þrjú þúsund skammtar en Júlía segir að skammtarnir verði töluvert fleiri nú. Ekki liggi þó nákvæmlega fyrir hversu margir.
Myndskeið
Lést eftir bólusetningu – fjölskyldan vill rannsókn
Fjölskylda konu sem lést sólarhring eftir að hafa verið bólusett með AstraZeneca vill að rannsakað verði hvort bóluefninu sé um að kenna. Ekkillinn og hin látna fengu bæði boð í seinni sprautuna núna á miðvikudaginn. Andlátið var strax tilkynnt til Lyfjastofnunar. Stofnunin, landlæknir og sóttvarnalæknir láta nú gera rannsókn á fimm andlátum. 
06.06.2021 - 19:20
Ekki vitað hve mikið berst af AstraZeneca í júní
Enn liggur ekki fyrir hversu mikið af bóluefni AstraZenecea berst til landsins í júní. Þetta kemur fram í skriflegu svari heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn Fréttastofu RÚV. Sömu sögu er að segja um bóluefnið Janssen. Um 64 þúsund skammtar af AstraZeneca hafa borist til landsins og nýttust þeir til að bólusetja 32 þúsund manns. Um 102 þúsund skammtar af bóluefni Pfizer koma hingað í júní.
Norðmenn taka AstraZeneca endanlega úr umferð
Norska ríkisstjórnin ákvað í gær að hætta skuli alfarið notkun á bóluefni AstraZeneca gegn COVID-19 í Noregi og hefur það verið fjarlægt úr bólusetningaráætlun heilbrigðisyfirvalda. Erna Solberg, forsætisráðherra, tilkynnti þetta síðdegis á miðvikudag. Ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um framtíð Janssen-bóluefnisins í Noregi, en notkun þess verður hætt í bili.
14.05.2021 - 00:29
Hvenær fær bólusett Maríanna vernd og vottorð?
Um helmingur landsmanna er kominn með að minnsta kosti einn skammt af bóluefni. Öll bóluefnin virðast forða fólki frá því að veikjast alvarlega eða deyja úr COVID-19 en það er ekki hægt að treysta á þau fyrr en að nokkrum vikum liðnum. 
Umboðsmaður óskar upplýsinga um bólusetningar
Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, hefur óskað eftir upplýsingum frá embætti Landlæknis hvernig upplýsingum og leiðbeiningum er komið til almennings, einkum þeirra sem hafa fengið boð í bólusetningu með efni sem þeir telja ekki öruggt að þiggja af heilsufarsástæðum.
ESB hefur ekki pantað meira bóluefni frá AstraZeneca
Bóluefnasamningur Evrópusambandsins við lyfjaframleiðandann AstraZeneca rennur út í júní og ESB hefur ekki sóst eftir því að samningurinn verði framlengdur. Þetta hefur Deutsche Welle eftir Thierry Breton, viðskiptafulltrúa ESB. „Við framlengdum ekki samninginn, við sjáum hvað setur,“ segir hann.
09.05.2021 - 14:50
Heimilislæknar gefa fullorðnum Þjóðverjum AstraZeneca
Öllum fullorðnum Þjóðverjum verður gefið bóluefni AstraZeneca gegn COVID-19 að því er fram kemur í máli Jens Spahn heilbrigðisráðherra. Áður var ákveðið að efnið skyldi gefið fólki eldra en sextugu en nú hafa ríkisstjórnin og stjórnir hvers ríkis fyrir sig sammælst um þessa nýju tilhögun.
Ein blóðtappatilkynning eftir bólusetningu síðustu viku
Lyfjastofnun hafa undanfarna viku borist 37 tilkynningar frá fólki sem telur sig hafa fengið aukaverkanir eftir bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Í síðustu viku voru nokkrir árgangar bólusettir með efninu.
04.05.2021 - 13:57
Myndskeið
Keppa um hver sé veikastur og í mestri bóluefnaþörf
Daglega berast þúsund símtöl á skrifstofu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og fjöldinn allur á heilsugæslustövar, frá fólki sem vill komast fyrr í bólusetningu. Framkvæmdastjóri lækninga segir að svo virðist sem keppni sé hafin í því hver sé veikastur og þurfi mest á bóluefni að halda. Loka þurfti netfangi sem sett var upp fyrir fyrirspurnir, svo mikið var álagið.