Færslur: Ástralía

Gætu fyrirskipað notkun andlitsgríma með haustinu
Danskur sérfræðingur í smitsjúkdómum telur líklegt að þarlend yfirvöld fyrirskipi fljótlega notkun andlitsgríma á opinberum vettvangi.
Hvatt til notkunar andlitsgríma
Fjöldi skráðra tilfella Covid-19 í heiminum fór yfir 13,4 milljónir í gær og hátt í sex hundruð þúsund hafa látist.
16.07.2020 - 01:37
Frekari takmarkanir ef tilfellum fækkar ekki
Stjórnir ríkja í Ástralíu ætla að grípa til enn frekari takmarkana til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar fari smitum ekki brátt að fækka. Þetta tilkynntu forsætisráðherrar ríkjanna í morgun.
15.07.2020 - 08:13
Kínverjar fordæma ákvörðun Ástrala
Stjórnvöld í Kína fordæma ákvörðun áströlsku stjórnarinnar um að framlengja vegabréfsáritanir fólks frá Hong Kong sem dvelur í Ástralíu og einhliða riftun á framsalssamningi við Hong Kong. 
09.07.2020 - 08:41
Erlent · Asía · Eyjaálfa · Ástralía · Kína
Ástralir framlengja dvalarleyfi allra Hong Kong-búa
Áströlsk stjórnvöld framlengdu í dag vegabréfsáritanir þeirra um það bil 10.000 Hong Kong-búa sem eru í Ástralíu og tilkynntu yfirvöldum borgríkisins einhliða riftun á gagnkvæmum samningi Hong Kong og Ástralíu um framsal grunaðra og dæmdra brotamanna. Hvort tveggja er bein afleiðing hinna nýju öryggislaga sem Pekingstjórnin innleiddi í Hong Kong í liðinni viku og skerða mjög tjáningar- og skoðanafrelsi borgarbúa.
09.07.2020 - 04:43
Erlent · Asía · Eyjaálfa · Stjórnmál · Ástralía · Hong Kong · Kína · Bretland
Fleiri greinast smitaðir í Viktoríufylki
Staðfest er að 134 hafi greinst með kórónuveirusmit í  Viktoríufylki í Ástralíu kórónuveirusmit síðasta sólarhring. Gripið hefur verið til víðtækra ráðstafana í fylkinu til að reyna að hefta útbreiðslu veirunnar eftir að hún blossaði upp á ný.
08.07.2020 - 08:33
Smituðum fjölgar í Melbourne
Yfirvöld í Melbourne í Ástralíu hafa fyrirskipað hertar ráðstafanir eftir að COVID-19 tilfellum fór að fjölga þar á ný. Aðgerðirnar taka gildi seinnipartinn, þegar miðvikudagur gengur þar í garð. 
07.07.2020 - 09:41
Fylkismörkum lokað í Ástralíu
Loka á fylkismörkum Viktoríu og Nýja Suður-Wales í Ástralíu eftir að COVID-19 farsóttin blossaði upp í Melbourne, höfuðborg Viktoríu. Síðastliðinn hálfan mánuð hafa hundruð borgarbúa veikst. Tilfellin eru meira en 95 prósent af öllum kórónuveirusýkingum í landinu að undanförnu. Á laugardag var þrjú þúsund íbúum níu fjölbýlishúsa í Melbourne bannað að fara að heiman eftir að hópsmit uppgötvuðust meðal þeirra.
06.07.2020 - 10:45
Pantaðir innbrotsþjófar brutust inn í rangt hús
Ástrali var á dögunum sýknaður fyrir innbrot vopnaður sveðju. Hann ætlaði að brjótast inn í annað hús eftir pöntun, binda húsráðanda og strjúka með kústi. Dómarinn í málinu sagði málið vissulega óvenjulegt.
30.05.2020 - 12:06
Hætta með prentútgáfu yfir 100 dagblaða
Ástralska fjölmiðlasamsteypan News Corp Australia tilkynnti í dag að prentútgáfu yfir 100 héraðsdagblaða verði hætt og blöðin færð á netið. Samhliða verður umtalsverðum fjölda starfsmanna, sem m.a. starfa í prentsmiðjum fjölmiðlasamsteypunnar sagt upp.
28.05.2020 - 10:42
Helgireitur frumbyggja eyðilagður af Rio Tinto
Helgar minjar frumbyggja í helli í Vestur Ástralíu voru eyðilagðar um helgina til þess að stækka járngrýtisnámu Rio Tinto á svæðinu. Hellirinn, sem er í Juukan gili, er einna elsti varðveitti bústaður fólks af ættum Puutu Kunti Kurrama og Pinikura þjóðanna í Ástralíu. Miðað við rannsóknir virðist hafa verið búið í honum 46 þúsund ár.
27.05.2020 - 02:35
Óveður veldur tjóni í Ástralíu
Yfir sextíu þúsund heimili í vesturhluta Ástralíu urðu rafmagnslaus þegar kröftugt óveður brast þar á í dag með þeim afleiðingum að þök sviptust af húsum, tré féllu til jarðar og raflínur slitnuðu.
25.05.2020 - 10:44
Bíl ekið inn í verslun í Sydney
Tólf var veitt aðhlynningu eftir að maður ók bíl inn í verslun í Sydney sem selur andlitsslæður. Ökumaðurinn og ellefu vegfarendur slösuðust í atvikinu. Samkvæmt lögreglu hafði bílstjórinn ekið bílnum sínum aftan á aðra bifreið á umferðarljósum fyrir framan búðina.
21.05.2020 - 07:29
10 handteknir og lögregluþjónn slasaður í veirumótmælum
Tíu voru handteknir og lögregluþjónn slasaðist í mótmælum í Melbourne í Ástralíu í dag. Þar var sóttvarnaraðgerðum stjórnvalda mótmælt og mótmælendur fullyrtu að kórónuveirufaraldurinn væri ekki raunverulegt vandamál heldur samsæri stjórnvalda til að ná stjórn á fólki í landinu. 
10.05.2020 - 09:07
Vildu stöðva rannsókn á stríðsglæpum í Palestínu
Áströlsk stjórnvöld lögðu fram beiðni um að Alþjóðaglæpadómstóllinn hætti rannsókn sinni á meintum stríðsglæpum í Palestínu, þar sem Palestína væri ekki eiginlegt ríki. Rannsóknin beinist að árásum á almenna borgara, pyntingar, árásir á sjúkrahús og notkun mannlegra skjalda. 
Pell vissi af barnaníði á áttunda áratugnum
Ástralski kardinálinn George Pell vissi af kynferðisofbeldi gegn börnum innan kaþólsku kirkjunnar þegar á áttunda áratug síðustu aldar. Pell var sjálfur sýknaður af barnaníði í síðasta mánuði.
Flugfélagið Virgin Australia að þrotum komið
Stjórn flugfélagsins Virgin Australia, næst-stærsta flugfélags Ástralíu á eftir Quantas, tilkynnti í dag að hún hefði farið fram á greiðslustöðvun og hygðist leita nauðasamninga við lánardrottna sinna. Er þetta stærsta flugfélagið sem hefur kiknað undan COVID-19 faraldrinum og hruninu sem hann veldur í ferðaþjónustu heimsins.
21.04.2020 - 01:44
Takmarkanir áfram í gildi í Ástralíu
Takmarkanir sem hafa verið í gildi til að reyna að hindra útbreiðslu kórónuveirunnar í Ástralíu verða áfram í gildi í mánuð í viðbót. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, greindi frá þessu í morgun.
16.04.2020 - 08:04
Pell kardínáli sýknaður af öllum ákærum í hæstarétti
George Pell, ástralski kardínálinn sem sakfelldur var og dæmdur til fangelsisvistar fyrir barnaníð, hefur verið látinn laus þar sem hæstiréttur Ástralíu sneri dómi undirréttar og sýknaði hann af öllum ákærum.
07.04.2020 - 01:51
Skipverjar veikir í Ruby Princess
Farþegaskipið Ruby Princess fékk að koma að koma til hafnar í Port Kembla nærri Sydney í Ástralíu í morgun eftir að um 200 skipverjar fóru að sýna einkenni COVID-19. Hjúkrunarfólk ætlar um borð og kanna líðan skipverja og hugsanlega flytja í land þá sem veikastir eru.
06.04.2020 - 08:41
Banna Áströlum að hamstra áfengi
Vínhneigðum Áströlum hefur verið bannað að kaupa meira en tólf vínflöskur og tvo kassa af bjór á dag. Áfengissala hefur stóraukist að undanförnu, eftir að stjórnvöld fyrirskipuðu að öllum fyrirtækjum skyldi lokað vegna COVID-19 farsóttarinnar nema þeim sem þyrftu bráðnauðsynlega að hafa opið. Barir og knæpur eru ekki þeirra á meðal.
31.03.2020 - 15:05
Fleiri en tveir mega ekki hittast og leikvöllum lokað
Fleiri en tveir mega ekki koma saman á almannafæri í Ástralíu frá og með morgundeginum. Þetta er meðal þess sem forsætisráðherra landsins, Scott Morrison boðaði á blaðamannafundi í morgun. Þá ætti fólk ekki að yfirgefa heimili sín nema brýna nauðsyn beri til, og fólk yfir sjötugt ætti að halda sig alfarið heima.
29.03.2020 - 10:16
Farþegaskip í vanda vegna COVID-19
Tvö farþegaskip, sem eru undan ströndum Ástralíu, hafa beðið um aðstoð vegna COVID-19. Bæði skipin voru á leið til borgarinnar Perth.
25.03.2020 - 08:10
Mynd með færslu
Sótti fimm metra snák í garð aldraðrar konu
„Þetta er stærsti snákur sem ég hef séð í 27 ár," sagði snákaeftirlitsmaðurinn Tony Harrison eftir að hann aðstoðaði aldraða konu við að fjarlægja snák sem var við útidyr húss hennar við Oxenford í Ástralíu. Snákurinn reyndist fimm metra langur búrmískur pýton-snákur, sem vó um 80 kílógrömm. 
25.03.2020 - 04:55
Dansandi dýravörður öðlast heimsfrægð í beinu streymi
Stjórn Dýragarðsins í Melbourne í Ástralíu ákvað að senda beint úr öryggismyndavélum á netinu. Almenningur getur þá fylgst með hverning dagurinn gengur fyrir sig hjá ljónum, bjarndýrum og fleiri dýrum - en það eru hvorki aparnir né páfagukarnir sem hafa slegið þar í gegn.
23.03.2020 - 10:26