Færslur: Astra Zeneca

AstraZeneca afhendir helmingi færri skammta en til stóð
Lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur tilkynnt að um það bil helmingi færri skammtar bóluefnis þess verði afhentir ríkjum Evrópusambandsins í næstu viku en til stóð. Það eigi einnig við um Noreg og Ísland.
Vilja að ungt fólk fái annað bóluefni en AstraZeneca
Sérfræðínganefnd breskra stjórnvalda á sviði bóluefna telur að bjóða eigi öllum sem eru yngri en þrjátíu ára og fá annað bóluefni en AstraZeneca, sé það mögulegt. Þetta er lagt til vegna nokkurra tuga tilfella þar sem fólk hefur fengið blóðtappa stuttu eftir bólusetningu með bóluefninu.
07.04.2021 - 15:21
„Það vék sér að mér brosmild kona“
Fjögur þúsund manns fengu bólusetningu í Laugardalshöll í dag með bóluefni Astra Zeneca. Á meðal þeirra var Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 
26.03.2021 - 19:15
Mikill fjöldi bólusettur í Laugardalshöll í dag
Sex greindust innanlands í gær, þar af var einn utan sóttkvíar. Mikið hefur fjölgað í sóttkví frá í gær. Stefnt er að því að bólusetja 4000 manns í Laugardalshöllinni í dag með bóluefni Astra Zeneca, fyrrverandi landlæknir var þar á meðal.