Færslur: astmi

5-700 sinnum meiri losun frá eldgosinu
Gasmengun frá eldgosi, álveri og jarðvarmavirkjunum herjar á viðkvæm öndunarfæri á suðvesturhorninu þessa daga. Eldgosið á Fagradalsfjalli losar fimm til sjö hundruð sinnum meira af brennisteinsdíoxíði en álverið í Straumsvík. 
Myndband
Svifryk yfir heilsuverndarmörkum í dag
Mikil loftmengun var við Sæbraut og Miklubraut í Reykjavík í dag og fór svifryks yfir heilsuverndarmörk. Sólarhringsheilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm á rúmmetra. Klukkan 11 í morgun mældist styrkurinn 123 míkrógrömm í mælistöð við Grensásveg en klukkan 21 í kvöld var hann kominn niður í 56 og var því aðeins yfir heilsuverndarmörkum.
05.03.2019 - 21:43
Svifryk líklega yfir heilsuverndarmörkum
Mikil loftmengun hefur verið við Sæbraut og Miklubraut í Reykjavík í allan dag. Svifryk fór yfir heilsuverndarmörk í Reykjavík í gær. Samkvæmt upplýsingum heilbrigðiseftirlits Reykjavík hafa gildi svifryks verið mjög há í dag og viðbúið að sólarhringsgildi svifryks fari einnig yfir heilsuverndarmörk í dag.
05.03.2019 - 15:47
Mikið svifryk í Reykjavík
Loftgæði eru mjög slæm í Grafarvogi og slæm við Miklubraut í Reykjavík. Þetta kemur fram á loftgæðavef Umhverfisstofnunar. Varað hefur verið við miklu svifryki næstu daga. Viðbragðsteymi Reykjavíkurborgar, Vegagerðarinnar og fleiri hefur brugðist við þessu með því að ákveða að rykbinda þungar umferðargötur á höfuðborgarsvæðinu auk Reykjanaesbrautar í dag.
05.03.2019 - 10:00
Rykbinda þarf götur borgarinnar
Ráðast ætti í að rykbinda götur á höfuðborgarsvæðinu, segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun. Styrkur svifryks var hár í Reykjavík í gær og varað hefur verið við svifryki næstu daga. Svifrykið hefur slæm áhrif á heilsu þeirra sem þjást af astma og öndunarfærasjúkdómum. Þorsteinn bendir á að í nágrannalöndunum sé brugðist við svifryki með því að rykbinda. Það sé heilbrigðismál að draga úr svifryki.
05.03.2019 - 08:40