Færslur: ástin

Það eina sem fer í gegnum hugann er „ekki deyja“
Valgeir Helgi Bergþórsson var svo heppinn að vera á staðnum og ná að bjarga lífi föður síns þegar hann hné niður fyrir framan sjónvarpið fyrir þremur árum síðan. Hann var hins vegar því miður ekki viðstaddur þegar bróðir hans, sem honum þótti afskaplega vænt um, lést tveimur árum síðar.
05.07.2020 - 09:50
Ástin, Texas – Guðrún Eva Mínervudóttir
„Það er eins og gluggi opnist og þú ferð inn í líf fólks, inn í huga þess, færð að vita margt um það og að fylgja því í gegnum ögurstundir lífs þess. Þú færð einhverja mynd af fólki sem ég vil að þú upplifir að sé af holdi og blóði, eins og þú hafir verið hluti af lífi þess, eða fengið að fylgjast með úr mjög góðu stúkusæti,“ segir Guðrún Eva Mínuervudóttir um smásagnasafnið Ástin, Texas, sem hlaut í dag Fjöruverðlaunin í flokki fagurbókmennta, og sem er bók vikunnar á Rás1.
16.01.2019 - 16:15