Færslur: Ásta Sigurðardóttir

Víðsjá
Hafi einhver orðið fyrir druslusmánun þá var það Ásta
„Þetta var bæði brynjan hennar og líka það sem olli henni mestum sársauka,“ segir Friðrika Benónýsdóttir um Ástu Sigurðardóttur, rithöfund og myndlistarkonu. Ævisaga hennar um Ástu, sem kom út fyrir um 30 árum, er fáanleg á ný.
Sumarmál
Nektin og sígarettan ollu usla og hneykslan
Rúðan á stúdíói Jóns Kaldals var þrisvar brotin á meðan gluggann prýddi fræg mynd af Ástu Sigurðardóttur skáldkonu. Það þótti ögrandi að hún skyldi koma fram fáklædd og reykjandi. Ásta vakti reyndar athygli hvar sem hún kom og flest samtímafólk hennar man eftir þeim svip sem hún setti á borgarlífið, samkvæmt Ólafi Agli Egilssyni leikstjóra.
Fjallar um áður óbirt sendibréf Ástu Sigurðardóttur
Ævi Ástu Sigurðardóttur, rithöfundar og myndlistarkonu, eru gerð skil í nýjum útvarpsþætti Veru Sölvadóttur, sem byggist að hluta á áður óbirtum sendibréfum Ástu til systur sinnar. „Í bréfunum fannst mér ég sjá manneskju sem var bæði mjúk og hörð og jafnvel svolítið berskjölduð,“ segir Vera.