Færslur: Ásta Fanney Sigurðardóttir

„Ljóð eru hættulegasta listformið“
Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að hið árlega jólabókaflóð er brostið á með tilheyrandi útgáfusprengingu, upplestrum og sölutölum. Á meðal glænýrra ljóða,- fræðibóka og skáldsagna þetta árið leynist áferðarfögur dimmfjólublá bók myndskreytt með glansandi gylltri plánetu. Ljóðabókin Eilífðarnón er önnur ljóðabók Ástu Fanneyjar Sigurðardóttur.
Hringur á fingri framlenging á rödd
„Hringurinn fylgir hreyfingunum mínum og býr bæði til effekta á röddina og stjórnar hljóðum; hvernig það breytist, hvort það kemur inn eða út eða hækkar og lækkar. Það hentar mér vel af því að ég er mjög mikið á iði.“ Þannig lýsir Ásta Fanney Sigurðardóttir listamaður tækninýjunginni Wave, sem er völundarsmíð íslenskra sérfræðinga hjá fyrirtækinu Genki Instruments.