Færslur: Ásmundur Einar Daðason
Pólitískt skipuð barnavernd heyrir brátt sögunni til
Stefnt er að því að pólitískt skipaðar barnaverndarnefndir verða lagðar niður. Í stað þeirra verður starfrækt barnaverndarþjónusta og umdæmisráð barnaverndar á vegum sveitarfélaga.
10.02.2021 - 12:53
Blaut tuska í andlit þolenda launaþjófnaðar
Stéttarfélagið Efling gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félagsmálaráðherra, til starfskjaralaga, og kallar það „blauta tusku í andlit þolenda launaþjófnaðar.“ Formaður Eflingar segir frumvarpið ennfremur bjóða upp á „ríkulegt hlaðborð undankomuleiða fyrir brotlega atvinnurekendur.“
09.02.2021 - 04:29
Allir húsaleigusamningar verði skráðir í gagnagrunn
Félagsmálaráðherra segir sláandi að sjá hversu margir búi í ólöglegu íbúðarhúsnæði á Íslandi. Hann vonast til að nýtt húsaleigufrumvarp bæti yfirsýnina og skýri regluverkið. Koma á tillögum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til framkvæmda í vor.
02.02.2021 - 18:42
343 börn bíða í allt að tvö ár eftir greiningu
Allt að tveggja ára bið er eftir greiningu hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og nú eru 343 börn á biðlista þar. Þeim hefur fjölgað undanfarin ár og þau bíða lengur en áður. Veita á 80 milljónum króna til að stytta biðlistana, einkum hjá yngstu börnunum. Markmiðið er að hann verði kominn niður í 200 börn á næsta ári og að þau þurfi ekki að bíða lengur en í tíu mánuði.
26.01.2021 - 14:20
Fæðingarorlof lengist úr tíu mánuðum í tólf
Alþingi samþykkti í gær frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um fæðingar- og foreldraorlof. Með nýju lögunum lengist fæðingarorlof úr tíu mánuðum í tólf vegna þeirra barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur frá 1. janúar 2021.
19.12.2020 - 04:30
Hjálparsamtök hafa fengið 81 milljón í styrki
Félaga- og hjálparsamtök hafa samtals fengið úthlutað styrkjum upp á tæplega 81 milljón í ár til að bregðast við aukinni aðsókn í þjónustu við viðkvæma hópa sem hafa orðið fyrir áhrifum vegna kórónuveirufaraldursins. Hæstu fjárhæðina fékk Hjálparstarf kirkjunnar, samtals 8,7 milljónir eða rúmlega 10% af því fé sem úthlutað var.
04.12.2020 - 11:58
Skiptar skoðanir um jafna skiptingu fæðingarorlofs
Nokkuð skiptar skoðanir eru um jafna skiptingu fæðingarorlofs milli foreldra í nýju frumvarpi Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra. Formaður BSRB segir frumvarpið skref í átt að jafnrétti en þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur það skerða frelsi fjölskyldna. Ráðherra segir það kunna vel að vera að frumvarpið taki breytingum.
27.09.2020 - 13:57
Kemur alls ekki til greina að hætta við flutning
Félagsmálaráðherra segir ekki koma til greina að hætta við flutning brunavarnasviðs Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þrátt fyrir aðvaranir um að flutningurinn veiki starfsemina.
13.07.2020 - 19:31
Styrkja Stígamót um 20 milljónir
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur tekið ákvörðun um að styrkja starfsemi Stígamóta um tuttugu milljónir króna næsta árið. Aukið álag hefur verið í þjónustu samtakanna að undanförnu. Styrkveitingunni er ætlað að létta álagið og draga úr biðtíma eftir þjónustunni.
10.07.2020 - 07:22
Aldraðir með lítil réttindi fá meiri stuðning
Aldraðir sem búa hér á landi og eiga engin eða takmörkuð lífeyrisréttindi hafa nú rétt til félagslegs viðbótarstuðnings sem getur verið allt að 90% af fullum ellilífeyri. Frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar félags- og barnamálaráðherra þar um var samþykkt á Alþingi í gær.
30.06.2020 - 13:53
Breytingar sem eiga að stuðla að langtímaleigu
Bæta á húsnæðisöryggi leigjenda með því að koma í veg fyrir óeðlilegar hækkanir á leiguverði og stuðla að langtímaleigu, samkvæmt frumvarpi Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra. Frumvarpið er nú í samráðsgátt stjórnvalda. ASÍ fagnar frumvarpinu.
03.03.2020 - 11:05
Veita 139 milljónum króna í styrki með áherslu á börn
Foreldrahús Vímulausrar æsku og Geðhjálp fá hæsta styrki, 14 milljónir króna hvort, frá félags- og barnamálaráðuneytinu. Ásmundur Einar Daðason ráðherra veitti styrki til frjálsra félagasamtaka í dag. Samtals nema styrkirnir ríflega 139 milljónum króna.
18.02.2020 - 15:31
Ráðherra segir glapræði að loka Krýsuvík
Gera þarf úrbætur á meðferðarheimilinu í Krýsuvík svo hægt sé að skrifa undir nýjan samning um rekstur þess. Krafa er gerð um fasta viðverðu starfsmanns - en vistmaður svipti sig lífi þegar enginn var á vakt. Félagsmálaráðherra segir að það væri glapræði að loka heimilinu og vill tryggja rekstur þess til framtíðar.
26.10.2019 - 19:05
Bankarnir stuðli að tveimur þjóðum á Íslandi
Það verður að grípa inn í launaþróun æðstu yfirmanna í fyrirtækjum í almannaeigu, segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Hann hefur gagnrýnt launahækkanir Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, og sagt þolinmæði sína á þrotum gagnvart slíku rugli.
14.02.2019 - 21:23