Færslur: Ásmundur Einar Daðason

Ráðherra tekur fram fyrir hendur skólanefndar MA
Menntamálaráðherra hefur brugðist við kröfu kennarafélags Menntaskólans á Akureyri og skipað óháða nefnd til að meta hæfi umsækjenda um starf skólameistara MA. Kennarafélagið lýsti yfir vantrausti á störf skólanefndar MA við ráðningarferli skólameistara.
Kannast ekki við að niðurstaða liggi fyrir
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir niðurstöðu úr viðræðum ríkisins og Reykjavíkurborgar um nýja þjóðarhöll fyrir innanhússíþróttir liggja fyrir.
Ákvörðun um að hætta málarekstri í samráði við Lilju
Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra kveðst hafa ákveðið í samráði við Lilju Alfreðsdóttur fyrrverandi menntamálaráðherra að hætta frekari málarekstri gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur. 
Mest traust borið til Ásmundar Einars
Ásmundur Einar Daðason, skóla og barnamálaráðherra nýtur mests trausts ráðherra nýrrar ríkisstjórnar en traustið er minnst í garð Jóns Gunnarssonar innanríkisráðherra.
Sjónvarpsfrétt
Þorpið afhenti íbúðir
Biðröð myndaðist utan við nýtt fjölbýlishús í Gufunesi í Reykjavík dag þar sem 45 íbúðakaupendur fengu lykla afhenta. Allir voru þeir að kaupa fyrstu íbúð sína. Félagsmálaráðherra afhenti lyklana að fyrstu íbúðinni og síðan fengu nýir eigendur sína lykla hver af öðrum. Þorpið vistfélag byggði íbúðirnar, en alls stendur til að byggja 137 íbúðir. 
Leita leiða til að stytta biðtíma atvinnuleysisbóta
Það tekur Vinnumálastofnun almennt fjórar til sex vikur að afgreiða umsóknir um atvinnuleysibætur frá því þær berast. Oft tekur afgreiðslan skemmri tíma, einkum þegar öll gögn fylgja með umsókn, en þó getur dregist að afla gagna.
Ráðherra kynnti tillögur til úrbóta í brunavörnum
Heimildir til að fjöldi fólks verði skráður á sama lögheimili verða endurskoðaðar og kannað skal hve margir búa húsnæði sem ekki er ætlað til íbúðar. Jafnramt skal skrá alla leigusamninga ásamt því sem skilgreina ber mismunandi tegundir útleigu.
Hyggst bregðast við stórauknu atvinnuleysi ungs fólks
Tvöfalt fleira ungt fólk glímir við atvinnuleysi nú, en á sama tíma í fyrra. Stúdentar hafa áhyggjur af stöðunni. Félagsmálaráðherra segir ekki útlit fyrir að björtustu spár um ferðaþjónustuna rætist í sumar og ætlar að kynna aðgerðir í næstu eða þarnæstu viku.
06.03.2021 - 11:31
Pólitískt skipuð barnavernd heyrir brátt sögunni til
Stefnt er að því að pólitískt skipaðar barnaverndarnefndir verða lagðar niður. Í stað þeirra verður starfrækt barnaverndarþjónusta og umdæmisráð barnaverndar á vegum sveitarfélaga.
Blaut tuska í andlit þolenda launaþjófnaðar
Stéttarfélagið Efling gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félagsmálaráðherra, til starfskjaralaga, og kallar það „blauta tusku í andlit þolenda launaþjófnaðar.“ Formaður Eflingar segir frumvarpið ennfremur bjóða upp á „ríkulegt hlaðborð undankomuleiða fyrir brotlega atvinnurekendur.“
Allir húsaleigusamningar verði skráðir í gagnagrunn
Félagsmálaráðherra segir sláandi að sjá hversu margir búi í ólöglegu íbúðarhúsnæði á Íslandi. Hann vonast til að nýtt húsaleigufrumvarp bæti yfirsýnina og skýri regluverkið. Koma á tillögum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til framkvæmda í vor.
343 börn bíða í allt að tvö ár eftir greiningu
Allt að tveggja ára bið er eftir greiningu hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og nú eru 343 börn á biðlista þar. Þeim hefur fjölgað undanfarin ár og þau bíða lengur en áður. Veita á 80 milljónum króna til að stytta biðlistana, einkum hjá yngstu börnunum. Markmiðið er að hann verði kominn niður í 200 börn á næsta ári og að þau þurfi ekki að bíða lengur en í tíu mánuði.
Fæðingarorlof lengist úr tíu mánuðum í tólf
Alþingi samþykkti í gær frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um fæðingar- og foreldraorlof. Með nýju lögunum lengist fæðingarorlof úr tíu mánuðum í tólf vegna þeirra barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur frá 1. janúar 2021.
Hjálparsamtök hafa fengið 81 milljón í styrki
Félaga- og hjálparsamtök hafa samtals fengið úthlutað styrkjum upp á tæplega 81 milljón í ár til að bregðast við aukinni aðsókn í þjónustu við viðkvæma hópa sem hafa orðið fyrir áhrifum vegna kórónuveirufaraldursins. Hæstu fjárhæðina fékk Hjálparstarf kirkjunnar, samtals 8,7 milljónir eða rúmlega 10% af því fé sem úthlutað var.
Skiptar skoðanir um jafna skiptingu fæðingarorlofs
Nokkuð skiptar skoðanir eru um jafna skiptingu fæðingarorlofs milli foreldra í nýju frumvarpi Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra. Formaður BSRB segir frumvarpið skref í átt að jafnrétti en þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur það skerða frelsi fjölskyldna. Ráðherra segir það kunna vel að vera að frumvarpið taki breytingum.  
Kemur alls ekki til greina að hætta við flutning
Félagsmálaráðherra segir ekki koma til greina að hætta við flutning brunavarnasviðs Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þrátt fyrir aðvaranir um að flutningurinn veiki starfsemina.
Styrkja Stígamót um 20 milljónir
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur tekið ákvörðun um að styrkja starfsemi Stígamóta um tuttugu milljónir króna næsta árið. Aukið álag hefur verið í þjónustu samtakanna að undanförnu. Styrkveitingunni er ætlað að létta álagið og draga úr biðtíma eftir þjónustunni.
Aldraðir með lítil réttindi fá meiri stuðning
Aldraðir sem búa hér á landi og eiga engin eða takmörkuð lífeyrisréttindi hafa nú rétt til félagslegs viðbótarstuðnings sem getur verið allt að 90% af fullum ellilífeyri. Frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar félags- og barnamálaráðherra þar um var samþykkt á Alþingi í gær.
Breytingar sem eiga að stuðla að langtímaleigu
Bæta á húsnæðisöryggi leigjenda með því að koma í veg fyrir óeðlilegar hækkanir á leiguverði og stuðla að langtímaleigu, samkvæmt frumvarpi Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra. Frumvarpið er nú í samráðsgátt stjórnvalda. ASÍ fagnar frumvarpinu.
Veita 139 milljónum króna í styrki með áherslu á börn
Foreldrahús Vímulausrar æsku og Geðhjálp fá hæsta styrki, 14 milljónir króna hvort, frá félags- og barnamálaráðuneytinu. Ásmundur Einar Daðason ráðherra veitti styrki til frjálsra félagasamtaka í dag. Samtals nema styrkirnir ríflega 139 milljónum króna.
18.02.2020 - 15:31
Myndskeið
Ráðherra segir glapræði að loka Krýsuvík
Gera þarf úrbætur á meðferðarheimilinu í Krýsuvík svo hægt sé að skrifa undir nýjan samning um rekstur þess. Krafa er gerð um fasta viðverðu starfsmanns - en vistmaður svipti sig lífi þegar enginn var á vakt. Félagsmálaráðherra segir að það væri glapræði að loka heimilinu og vill tryggja rekstur þess til framtíðar.
Viðtal
Bankarnir stuðli að tveimur þjóðum á Íslandi
Það verður að grípa inn í launaþróun æðstu yfirmanna í fyrirtækjum í almannaeigu, segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Hann hefur gagnrýnt launahækkanir Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, og sagt þolinmæði sína á þrotum gagnvart slíku rugli.
14.02.2019 - 21:23