Færslur: Ásmundarsalur

Víðsjá
Hrímbóndinn Hrafnkell í samstarfi við náttúruöflin
Eftir fjölmargar ferðir á tind Skálafells sýnir myndlistarmaðurinn Hrafnkell Sigurðsson afrakstur sex ára vinnu með sýningunni Fæðing guðanna – Freeze Frame.
15.09.2020 - 10:40
Allir geta hugsað heimspekilega
Smáspeki er sú tegund heimspeki sem snýst um að örva alla, óháð stöðu, stétt, aldri eða bakgrunni, til að hugsa og tala heimspekilega. Hún er blanda vísinda, lista, hönnunar, tækni, samfélags og samskipta. Sigríður Þorgeirsdóttir heimspekingur og Katrín Ólína Pétursdóttir hönnuður standa á bak við Smáspeki.
22.08.2020 - 13:24
Menningin
Myndlist af mörkuðum í jólapakkana
Markaðir með myndlist hafa rutt sér til rúms síðustu ár og allnokkrir í aðdraganda jóla að þessu sinni. Meðal þeirra stærstu eru sölusýningin Ég hlakka svo til í Ásmundarsal og fjáröflunarsýningin Ljósabasar í Nýlistasafninu.
20.12.2019 - 16:35
Viðtal
Fann gleði í smíðum, steypu og mistökum
„Það er bara frábært og þvílíkur léttir,“ segir myndlistarkonan Elín Hansdóttir þegar útsendari Ríkisútvarpsins sagðist ekki alveg hafa skilið sýninguna hennar í Ásmundarsal við Freyjugötu. Þar vinnur Elín með rýmið sjálft sem hún smækkar niður í skúlptúr og ljósmyndum en bætir líka við dularfullum göngum sem eins og svífa inni í salnum, en þó ekki.
Ljóðræn bók um lífið í jöklunum
Jöklar Íslands hafa hugsanlega aldrei birst okkur í margbreytilegra formi eða virst meira lifandi en í bókinni Jökull eftir Ragnar Axelsson ljósmyndara. Samhliða útgáfunni var opnuð sýning með völdum myndum úr bókinni í Ásmundarsal. 
21.10.2018 - 11:57
Ásmundarsalur opnaður eftir andlitslyftingu
Ásmundarsalur við Freyjugötu var opnaður á ný á hvítasunnudag, sléttum 84 árum eftir að Ásmundur Sveinsson myndlistarmaður opnaði það fyrst. Nýir eigendur segja að húsið verði lifandi vettvangur list- og menningarviðburða af margvíslegum toga. Fyrsti listviðburðurinn í endurbættum Ásmundarsal verður verkið Atómstjarna, sem er hluti af Listahátíð í Reykjavík og verður sýnt 8. júní.