Færslur: Ásmundarsalur

Segist ekki skoða „persónuleg samskipti lögreglumanna“
Nefnd um eftirlit með lögreglu hefur skrifað bréf til lögreglumanna þar sem hún fullvissar þá um að nefndin skoði einungis upptökur úr búkmyndavélum sem varði umkvörtunarefni borgara en „ekki persónuleg samskipti lögreglumanna sín á milli um daginn og veginn.“ Hún hvetur lögreglumenn til að nota búkmyndavélar. Þær hafi í auknum mæli staðfest að ekki væri tilefni til að aðhafast frekar eftir kvartanir.
17.08.2021 - 15:21
Halda opinn fund um Lindarhvol og eftirlitsnefnd
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis ákvað í morgun að halda opinn fund þegar rætt verður um skýrslu umboðsmanns Alþingis um Lindarhvol og um verklag nefndar um eftirlit með lögreglu.
10.08.2021 - 14:33
Lögreglumenn óska eftir skýringum á úrskurði nefndar
Landssamband lögreglumanna hefur sent erindi til Persónuverndar og Nefndar um eftirlit með störfum lögreglu vegna úrskurðar nefndarinnar um það sem gerðist í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Erindin eru tvö og snúa annars vegar að því hvort Persónuvernd telji vinnubrögð nefndarinnar samræmast lögum og hins vegar hvers vegna nefndin vann úrskurð sinn eins og raun bar vitni. Lögmaður sambandsins sendi erindin í vikunni og hafa þau verið móttekin.
Segir formann NEL kominn á hálan ís og dragi úr trausti
Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu er á gráu svæði í umfjöllun um störf lögreglu í kringum Ásmundarsalarmálið að sögn formanns Lögreglufélags Reykjavíkur. Hann segir formann nefndarinnar hafa dregið úr trúverðugleika lögreglu í fjölmiðlum undanfarna daga. Hann segir einnig að verið sé að kanna réttarstöðu lögregluþjónanna sem komu að málinu í Ásmundarsal varðandi persónuvernd.
Telur ráðherra ekki hafa farið út fyrir valdsvið sitt
Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins telur dómsmálaráðherra ekki hafa farið út fyrir valdsvið sitt þegar hún hringdi í hana í tvígang á aðfangadag. Ráðherra spurði lögreglustjórann hvort lögreglan ætlaði að biðjast afsökunar á færslu um Ásmundarsal þá um morguninn. 
Spurði lögreglustjóra um afsökunarbeiðni á aðfangadag
Dómsmálaráðherra innti lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir afsökunarbeiðni í símtali síðdegis á aðfangadag vegna dagbókarfærslu sem lögreglan skrifaði um fjármálaráðherra í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Þetta sagði lögreglustjórinn á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í mars.
Birting efnis úr myndavélum þarf að hafa skýran tilgang
Sviðsstjóri Persónuverndar segir það grundvallaratriði að tilgangur vinnslu upplýsinga úr búkmyndavélum lögreglumanna sé skýr áður en hún fer fram. Ekki er ljóst hvort eftirlitsnefnd með störfum lögreglu hafi mátt birta númer lögreglumanna í skýrslu sinni.
Sjónvarpsfrétt
„Næstum því ritskoðun á hugsunum lögreglumanna”
Formaður Landssambands lögreglumanna segir niðurstöðu eftirlitsnefndar um Ásmundarsalarmálið líkjast ritskoðun á því sem lögreglumenn hugsa. Hann furðar sig á þeirri ítarlegu meðferð sem málið fékk hjá nefndinni, sem telur einkasamtal tveggja lögreglumanna í salnum á þorláksmessu ámælisvert.
Ekki reynt að leyna gögnum úr búkmyndavélum
Engin tilraun var gerð til að leyna því sem fram kom á upptökum úr búkmyndavélum lögreglumanna sem mættu í Ásmundarsal á Þorláksmessu á síðasta ári. Frá þessu greinir lögreglan í tilkynningu vegna fréttaflutnings um niðurstöðu nefndar um eftirlit með lögreglu varðandi starfshætti lögreglunnar.
Menningin
Haukur og Lilja kvíða fyrir veislu í Ásmundarsal
Leikritið Haukur og Lilja eftir Elísabetu Jökulsdóttur verður sett upp í Ásmundarsal í leikstjórn Maríu Reyndal. Verkið byggir meðal annars á verðlaunabókinni Aprílsólarkuldi
Viðtal
Brjálað að gera í praktískum gjörningum
„Við sögum og pússum og skrúfu og neglum.“ Þannig er verklýsing listamannannateymisins Brjálað að gera, sem sérsmíða húsgögn á ógnarhraða í Ásmundarsal.
25.03.2021 - 08:12
Áslaug Arna ætlar ekki að aflétta trúnaði
Umboðsmaður Alþingis hefur ekki ákveðið hvort hann taki til skoðunar símtöl Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, og Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, á aðfangadag.
Gera hlé á athugun og veita Umboðsmanni svigrúm
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur gert hlé á athugun sinni á samskiptum Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, í tengslum við málið sem kom upp í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Þetta var ákveðið á fundi nefndarinnar í morgun. Formaður nefndarinnar segir að það skapi rými fyrir Umboðsmann Alþingis til þess að hefja frumkvæðisathugun á málinu.
Óskað eftir að trúnaði verði aflétt
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis ætlar að óska eftir að dómsmálaráðherra og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu aflétti trúnaði um það sem þær sögðu á fundum nefndarinnar í síðustu viku um samskipti sín á aðfangadag. Forseti Alþingis tekur ekki afstöðu til þess hvort formaður nefndarinnar gerðist sekur um trúnaðarbrest.
Viðtal
Dreifði verkum um íbúðina og fékk svo grænt ljós
Edda Jónsdóttir sýnir myndlist sína á Mokkakaffi og í Ásmundarsal. Hún rak árum saman Gallerí i8 og er því vanari því að sýna verk annarra en sín eigin.
07.03.2021 - 09:11
Myndskeið
Ráðherra hafi ekki „haft afskipti af rannsókn sakamáls“
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu telur að dómsmálaráðherra hafi ekki „haft afskipti af rannsókn sakamáls“ í símtölum þeirra á milli á aðfangadag. Þetta kemur fram í skriflegu svari lögreglustjórans til fréttastofu. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis telur að trúnaðarbrestur hafi orðið í nefndinni vegna málsins.
Segir að nýjar upplýsingar hafi komið fram
Nýjar upplýsingar komu fram á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í gær um samskipti dómsmálaráðherra og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, segir formaður nefndarinnar. Hann segir að þær upplýsingar gefi tilefni til þess að málið verði skoðað betur. Nefndin mun hugsanlega gefa umboðsmanni Alþingis færi á að hefja frumkvæðisathugun á málinu.
Seinna símtalið klukkan hálffimm á aðfangadag
Nauðsynlegt er að fá úr því skorið hvort símtöl dómsmálaráðherra og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hafi verið í samræmi við lög og reglur, segir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Verið sé að kanna hvaða farvegur sé farsælastur fyrir málið. Fram kom á Alþingi í gær að ráðherra hefði hringt í lögreglustjórann klukkan hálffimm á aðfangadag. Forseti Alþingis segir að nefndarmönnum sé óheimilt að vitna til orða gesta sem koma á lokaða nefndarfundi.
Telur ráðherra hafa verið röngu megin línunnar
Fulltrúi Pírata í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis telur að efni símtala dómsmálaráðherra við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu hafi falið í sér óeðlileg afskipti. Þetta byggir hann á vitnisburði lögreglustjórans á nefndarfundi í morgun.
Dómsmálaráðherra skráði ekki símtöl við lögreglustjóra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skráði ekki samskipti sín við Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, á aðfangadag. Þetta staðfesti ráðherra í svari við fyrirspurn fréttastofu.
Ekkert sem bendir til óeðlilegra samskipta
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra vissi, þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalarmálsins, að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefði verið í salnum. Þingmaður Pírata segir ekkert benda til þess að samskiptin hafi verið óeðlileg. 
Viðtal
Halla Bergþóra neitar að tjá sig um símtöl til ráðherra
Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu sagðist ekki geta tjáð sig í Silfrinu í morgun um símtal dómsmálaráðherra til hennar á aðfangadag vegna máls fjármálaráðherra tengdu heimsókn hans í Ásmundasal.
Nefnd skoðar samskipti lögreglu við fjölmiðla
Nefnd sem hefur eftirlit með störfum lögreglu kannar samskipti lögreglu við fjölmiðla eftir teiti í Ásmundarsal í miðbæ Reykjavíkur á Þorláksmessu.
Viðtal
Gerði „ekki mistök“ en segir dagbókarfærsluna sérstaka
Dómsmálaráðherra segist ekki hafa gert mistök þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu vegna Ásmundarsalarmálsins. Þá hafi hún ekki sett lögreglustjórann í erfiða stöðu með símtalinu. Hún segir að dagbókarfærsla lögreglunnar hafi verið sérstök.
Myndskeið
Ráðherra hringdi í lögreglustjórann vegna Ásmundarsalar
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, talaði í tvígang við Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, á aðfangadag, eftir að lögreglan greindi fjölmiðlum frá sóttvarnarbroti í Ásmundarsal. Fjármálaráðherra var á meðal gesta í salnum. Áslaug Arna segist ekki hafa verið að skipta sér af rannsókn málsins, heldur hafi hún aðeins verið að spyrja um upplýsingagjöf lögreglu. Reglur um upplýsingagjöf til fjölmiðla eru nú í endurskoðun hjá lögreglunni.