Færslur: Ásmundarsafn

Menningin
Síbreytilegt sólúr sýnir Ásmundarsafn í nýju ljósi
Sirra Sigrún Sigurðardóttir hefur tekið Ásmundarsafn í Laugardal traustataki og breytt húsinu í risavaxið og litríkt sólúr.
Myndskeið
Í ástarsambandi við alheiminn
Útilistaverk eru ekki rétti vettvangurinn til að gera tilraunir, þau þurfa fyrst og fremst að vera nógu góð til að standast tímans tönnm segir Sigurður Guðmundsson. Sýningin Skúlptúr og nánd var opnuð í Ásmundarsafni á dögunum en þar eru frummyndir að mörgum helstu útilistaverkum Sigurðar samankomin á einn stað.
26.01.2019 - 11:11
Þykjustunni eftirvænting í Ásmundarsafni
„Ég nota efnivið sem tengist heimilinu og fortíðinni. Þetta eru efni sem ég man eftir úr barnæsku, gömul efni sem voru mögulega í tísku og efni sem eru mjúk og tengjast oft sófum eða rúmum,“ segir myndlistarmaðurinn Margrét Helga Sesseljudóttir sem sýnir skúlptúra í Ásmundarsafni.
Ráðist inn í Ásmundarsafn með gleði að vopni
Myndlistarkonan Hrafnhildur Arnardóttir - Shoplifter - pakkar inn, lýsir upp og laumar sér jafnvel inn í skúlptúra Ásmundar Sveinssonar í lúmskri innrás, sem var opnuð í Ásmundarsafni á dögunum.
Gagnrýni
Að ögra listasögunni
„Þó list Guðmundar hafi hugsanlega eitthvað sameiginlegt við Ásmund, eða tilvitnun í, þá aðallega vinnu Ásmundar að koma módernismanum til Íslands, þá eru þessir listamenn andstæður, algjörar.“ Á sýningunni Innrás í Ásmundarsafni er verkum Guðmundar Thoroddsen stillt upp með verkum Ásmunds og úr verður áhugavert samtal. Myndlistarrýnir Víðsjár leit við.