Færslur: Askja

„Erum við að vona að sumarið komi um helgina“
Snjóað hefur samfellt í tæpa viku við eldstöðina Öskju á hálendinu. Landvörður með áralanga reynslu man ekki eftir jafn köldu sumri þar um slóðir.
04.08.2022 - 15:22
Innlent · hálendið · Askja · Drekagil · Snjókoma · snjór
Þetta helst
Dramadrottningin í Dyngjufjöllum rumskar
Askja er vöknuð af værum blundi, segja vísindamenn. 60 ár eru frá síðasta gosi í Öskju, en næstum því 150 ár eru frá því að hún var með svakaleg læti. Land hefur risið um 35 sentímetra við Öskju á síðasta ári, sem er alveg slatti, og vísindamenn segja að þessi þróun bendi til þess að kvika sé að safnast saman undir henni. Þetta helst kíkti ofan í Öskju.
28.07.2022 - 13:21
Sjónvarpsfrétt
Undirbúa ferð geimjeppa og dróna til mars við Holuhraun
Mörg hundruð milljóna króna geimjeppi og hátæknilegir drónar eru við Holuhraun, að undirbúa ferð á plánetuna Mars. Íslenskur verkfræðingur sem tekur þátt í verkefninu segir æskudrauminn um að stýra vélmenni í geimnum vera að rætast.
28.07.2022 - 13:18
Innlent · Holuhraun · Askja · geimferðir · NASA
Ekki útilokað að Askja gjósi á næstu misserum
Líklegt þykir að kvikusöfnun undir Öskju endi með eldgosi. Ómögulegt er þó að spá um hvenær það yrði en ekki er hægt að útliloka að það verði á allra næstu misserum. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.
27.07.2022 - 16:15
Askja vöknuð af áratuga svefni
„Askja er vöknuð af þeim svefni sem hún er búin að sofa lengst af síðustu fimmtíu, sextíu árin,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði. „Það sem einkenndi Öskju var landsig síðustu áratugi, síðan snerist það við í lok júlí, byrjun ágúst fyrir ári síðan og land byrjaði að rísa og hefur risið nokkuð hratt.“ Magnús Tumi segir að haldi þessi þróun áfram gæti það endað með eldgosi. Landrisið mælist nú mest 35 sentímetrar og er miðja þess skammt vestan við Öskjuvatn.
26.07.2022 - 17:51
Erfiðar aðstæður á hálendinu
Mikið vatn er í öllum ám á hálendinu og aðstæður víða erfiðar. Landverðir og skálaverðir vara fólk við og dæmi eru um að fólk treysti sér ekki í árnar og snúi við. Utanvegaakstur er enn vandamál á hálendinu.
Myndskeið
Hátt í tveggja metra snjóskaflar í Öskju
Um tveggja metra skafrenningsskaflar mynduðust á Öskjuvegi í stórhríð í gær. Vegurinn er ófær að hluta. Landvörður segir að búast megi við öllu á hálendinu en svo háir skaflar séu sjaldgæfir í byrjun júlí.
04.07.2022 - 16:15
Land risið nær stöðugt við Öskju í tæpt ár
Nokkuð stöðugt landris hefur mælst við Öskju í tæpt ár, eða síðan í byrjun ágúst 2021. Á þeim tíma hefur land risið um 30 sentímetra og landris mælst að jafnaði 2,5 sentímetrar á mánuði. Miðja þenslunnar er við vesturjaðar Öskjuvatns við Ólafsgíga, samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands, sem hefur fylgst grannt með jarðhræringum á svæðinu.
17.06.2022 - 03:06
Myndskeið
Verðum að reikna með að næsta gos verði alvarlegra
Auknar líkur eru á að stór jarðskjálfti verði nærri höfuðborgarsvæðinu, að mati jarðfræðings. Skjálftar á Reykjanesskaga eru jafnan stærri eftir því sem austar dregur. 
Land við Öskju risið um 30 sentímetra
Land hefur risið um 30 sentimetra við Öskju síðan í ágúst, en nákvæmar mælingar hófust á ný í vikunni. Landið hefur einnig færst 10 sentimetra í suðvestur. 
21.05.2022 - 09:48
Innlent · Askja · landris
Áfram óvissustig vegna landriss í Öskju
Enn mælist landris við Öskju og er því óvissustig Almannavarna enn í gildi.
26.04.2022 - 17:47
Hægt hefur á landrisi í Öskju sem mælist 16 sentimetrar
Enn mælist landris í Öskju en þó hefur hægt heldur á því. Í dag eru sextíu ár frá upphafi síðasta Öskjugoss. 
26.10.2021 - 12:10
Lýsa ekki yfir goslokum fyrr en eftir 3ja mánaða hlé
Ekki verður lýst yfir goslokum í Fagradalsfjalli fyrr en eftir að minnsta kosti þriggja mánaða goshlé. Ekkert hraunrennsli hefur verið þar í fimm vikur.
Áfram landris við Öskju þó hægt hafi á risinu
Landris heldur áfram við Öskju og nemur nú 15 sentimetrum. Sér­fræðing­ur á sviði jarðskorpu­hreyf­inga á Veðurstofunni segir margt benda til að hægt hafi á risinu.
19.10.2021 - 13:08
Engin sjáanleg merki um yfirvofandi eldgos við Öskju
Sérfræðingur Veðurstofunnar, sem er að störfum við Öskju, segir engin sjáanleg merki um yfirvofandi gos. Land hefur risið um fjórtán sentimetra við Öskju frá því í ágúst.
12.10.2021 - 12:28
Allt að fjórtán sentímetra landris við Öskju
Mælitæki Veðurstofunnar við Öskju sýnir að land þar um slóðir hefur risið allt að 14 sentímetra frá í byrjun ágúst, en tækið sýndi ris um tólf sentímetra í lok september, skömmu áður en það bilaði.
Spegillinn
Tímabil aðgæslu að fara í hönd við Keili og Öskju
Aukinn kraftur er kominn í jarðskjálftahrinu við Keili. Um 400 skjálftar hafa mælst frá miðnætti, þar af 3 skjálftar yfir þremur að stærð. Þeir eru flestir á svipuðum slóðum, um kílómetra suðvestur af Keili og á fimm til sjö kílómetra dýpi. Búist er við nýjum gervitunglamyndum í kvöld eða á morgun sem varpa frekara ljósi á skjálftahrinuna.
29.09.2021 - 18:44
Tíðindalaust á náttúruvár-vígstöðvunum
Á meðan landinn er talsvert skekinn vegna skakkafalla í talningu atkvæða sem greidd voru í alþingiskosningunum um liðna helgi kveður heldur við annan tón á vettvangi náttúruvár hér á landi. Þar ríkir kyrrð og ró, alltént í augnablikinu.
Spegillinn
Askja með svakalegan sprungusveim og tíð gos
Kvikuþróin undir Öskju virðist vera grunnstæð, á tveggja til þriggja kílómetra dýpi. Eldstöðin gýs tvisvar til þrisvar á öld, oftast hraungosum, en hún á það til að senda frá sér feikna öskugos, síðast fyrir tæpum 150 árum.
18.09.2021 - 07:14
„Fáum vonandi skýr merki áður en eitthvað fer af stað“
Land við Öskju rís enn eftir að þensla hófst þar í byrjun ágúst. Hulda Rós Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir óvíst hvort gos myndi gera boð á undan sér.
16.09.2021 - 08:11
Innlent · Askja · landris
Land við Öskju risið um nærri tíu sentímetra
Ekkert lát er á landrisi við eldstöðina Öskju. Nýjustu GPS mælingar frá svæðinu sýna að land hefur risið um nærri tíu sentímetra frá því í byrjun ágúst. Benedikt Gunnar Ófeigsson sérfræðingur Veður­stof­unn­ar á sviði jarðskorpu­hreyf­inga, segir að þenslan sé stöðug og nokkur skjálftavirkni hafi mælst á svæðinu. Veðurstofan fylgist grannt með jarðhræringum við Öskju og segja til skoðunnar að fjölga mælitækjum á svæðið.
15.09.2021 - 21:24
Myndskeið
Skjálftar og hugsanlegur undanfari goss á Snæfellsnesi
Sjö eldstöðvakerfi á Íslandi láta nú á sér kræla. Síðan í maí hefur verið jarðskjálftavirkni á Snæfellsnesi en þúsund ár eru frá því að gaus þar síðast. Jarðeðlisfræðingur býst þó ekki við glóandi hrauni upp á yfirborð þar á þessu ári. 
Sjónvarpsviðtal
Hvorki hægt að sjá fyrir goslok né áframhald
Ógerningur er að segja til um hvenær eldgosi ljúki á Reykjanesskaga. Þetta segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Þá sé ekki hægt að ráða af mælingum á Reykjanesskaga hvort þar gjósi áfram eða hætti. Landris og kvikustreymi við Öskju gæti endað án þess að glóandi hraun komi upp á yfirborð. Páll segir að það gerist í helmingi tilfella.
Myndskeið
Geldingadalir vakna á ný
Gosóróa varð vart í eldstöðinni í Geldingadölum í morgun en engin virkni hafði verið þar í níu daga. Hlaup í Vestari-Jökulsá í Skagafirði er í rénun.
Sjónvarpsfrétt
Ekki enn um gosóróa að ræða í Öskju
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna segir að ekki sé um að ræða eiginlegan gosóróa í Öskju, þó land hafi risið og aukning hafi orðið í smáskjálftavirkni. Fyrst og fremst séu þau að lýsa yfir óvissustigi til þess að vera undirbúin fyrir mögulegar sviðsmyndir ef land haldi áfram að rísa.
09.09.2021 - 19:52