Færslur: Askja

Hægt hefur á landrisi í Öskju sem mælist 16 sentimetrar
Enn mælist landris í Öskju en þó hefur hægt heldur á því. Í dag eru sextíu ár frá upphafi síðasta Öskjugoss. 
26.10.2021 - 12:10
Lýsa ekki yfir goslokum fyrr en eftir 3ja mánaða hlé
Ekki verður lýst yfir goslokum í Fagradalsfjalli fyrr en eftir að minnsta kosti þriggja mánaða goshlé. Ekkert hraunrennsli hefur verið þar í fimm vikur.
Áfram landris við Öskju þó hægt hafi á risinu
Landris heldur áfram við Öskju og nemur nú 15 sentimetrum. Sér­fræðing­ur á sviði jarðskorpu­hreyf­inga á Veðurstofunni segir margt benda til að hægt hafi á risinu.
19.10.2021 - 13:08
Engin sjáanleg merki um yfirvofandi eldgos við Öskju
Sérfræðingur Veðurstofunnar, sem er að störfum við Öskju, segir engin sjáanleg merki um yfirvofandi gos. Land hefur risið um fjórtán sentimetra við Öskju frá því í ágúst.
12.10.2021 - 12:28
Allt að fjórtán sentímetra landris við Öskju
Mælitæki Veðurstofunnar við Öskju sýnir að land þar um slóðir hefur risið allt að 14 sentímetra frá í byrjun ágúst, en tækið sýndi ris um tólf sentímetra í lok september, skömmu áður en það bilaði.
Spegillinn
Tímabil aðgæslu að fara í hönd við Keili og Öskju
Aukinn kraftur er kominn í jarðskjálftahrinu við Keili. Um 400 skjálftar hafa mælst frá miðnætti, þar af 3 skjálftar yfir þremur að stærð. Þeir eru flestir á svipuðum slóðum, um kílómetra suðvestur af Keili og á fimm til sjö kílómetra dýpi. Búist er við nýjum gervitunglamyndum í kvöld eða á morgun sem varpa frekara ljósi á skjálftahrinuna.
29.09.2021 - 18:44
Tíðindalaust á náttúruvár-vígstöðvunum
Á meðan landinn er talsvert skekinn vegna skakkafalla í talningu atkvæða sem greidd voru í alþingiskosningunum um liðna helgi kveður heldur við annan tón á vettvangi náttúruvár hér á landi. Þar ríkir kyrrð og ró, alltént í augnablikinu.
Spegillinn
Askja með svakalegan sprungusveim og tíð gos
Kvikuþróin undir Öskju virðist vera grunnstæð, á tveggja til þriggja kílómetra dýpi. Eldstöðin gýs tvisvar til þrisvar á öld, oftast hraungosum, en hún á það til að senda frá sér feikna öskugos, síðast fyrir tæpum 150 árum.
18.09.2021 - 07:14
„Fáum vonandi skýr merki áður en eitthvað fer af stað“
Land við Öskju rís enn eftir að þensla hófst þar í byrjun ágúst. Hulda Rós Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir óvíst hvort gos myndi gera boð á undan sér.
16.09.2021 - 08:11
Innlent · Askja · landris
Land við Öskju risið um nærri tíu sentímetra
Ekkert lát er á landrisi við eldstöðina Öskju. Nýjustu GPS mælingar frá svæðinu sýna að land hefur risið um nærri tíu sentímetra frá því í byrjun ágúst. Benedikt Gunnar Ófeigsson sérfræðingur Veður­stof­unn­ar á sviði jarðskorpu­hreyf­inga, segir að þenslan sé stöðug og nokkur skjálftavirkni hafi mælst á svæðinu. Veðurstofan fylgist grannt með jarðhræringum við Öskju og segja til skoðunnar að fjölga mælitækjum á svæðið.
15.09.2021 - 21:24
Myndskeið
Skjálftar og hugsanlegur undanfari goss á Snæfellsnesi
Sjö eldstöðvakerfi á Íslandi láta nú á sér kræla. Síðan í maí hefur verið jarðskjálftavirkni á Snæfellsnesi en þúsund ár eru frá því að gaus þar síðast. Jarðeðlisfræðingur býst þó ekki við glóandi hrauni upp á yfirborð þar á þessu ári. 
Sjónvarpsviðtal
Hvorki hægt að sjá fyrir goslok né áframhald
Ógerningur er að segja til um hvenær eldgosi ljúki á Reykjanesskaga. Þetta segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Þá sé ekki hægt að ráða af mælingum á Reykjanesskaga hvort þar gjósi áfram eða hætti. Landris og kvikustreymi við Öskju gæti endað án þess að glóandi hraun komi upp á yfirborð. Páll segir að það gerist í helmingi tilfella.
Myndskeið
Geldingadalir vakna á ný
Gosóróa varð vart í eldstöðinni í Geldingadölum í morgun en engin virkni hafði verið þar í níu daga. Hlaup í Vestari-Jökulsá í Skagafirði er í rénun.
Sjónvarpsfrétt
Ekki enn um gosóróa að ræða í Öskju
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna segir að ekki sé um að ræða eiginlegan gosóróa í Öskju, þó land hafi risið og aukning hafi orðið í smáskjálftavirkni. Fyrst og fremst séu þau að lýsa yfir óvissustigi til þess að vera undirbúin fyrir mögulegar sviðsmyndir ef land haldi áfram að rísa.
09.09.2021 - 19:52
Lýsa yfir óvissustigi vegna Öskju
Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi Eystra hafa lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna landriss í Öskju. Að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur upplýsingafulltrúa Almannavarna verður nú aukið eftirlit með svæðinu.
09.09.2021 - 16:42
Land rís áfram við Öskju
Land heldur áfram að rísa við Öskju, en þensla hófst þar í byrjun ágúst og landris mældist fimm sentímetrar í síðasta mánuði. Mælingar sýna að það heldur áfram. 
08.09.2021 - 12:18
Sjónvarpsfrétt
Ætla að fylgjast vel með Öskju svo ekkert komi á óvart
Landris við Öskju bendir til þess að kvika sé að safnast fyrir undir henni. Jarðeðlisfræðingur segir enga ástæðu til annars en að vera róleg, atburðarrásin sé rétt að byrja. Þetta skýrir breytingu á hegðun eldstöðvarinnar sem hefur verið róleg síðustu 40 ár.
04.09.2021 - 18:58
Innlent · Náttúra · Askja · eldgos
Óbreytt staða í Öskju
Staðan í Öskju er óbreytt en Veðurstofan sendi frá sér tilkynningu í gærkvöld um að land hafi risið um 5 sentimetra á einum mánuði. Heldur fleiri jarðskjálftar mældust í Öskju í ágúst en alla jafna.
04.09.2021 - 17:10
Kvika líklega að flæða undir Öskju
Kvika er líklega að flæða undir Öskju og það þarf að fylgjast náið með rishreyfingum við eldstöðina, að sögn Kristínar Jónsdóttur, hópstjóra náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands. Askja hefur sigið síðustu áratugi en rís nú hratt. Flest eldgos í Öskju sprungugos, en þar geta einnig orðið öflug sprengigos. 
04.09.2021 - 12:19
Grannt fylgst með landrisi við Öskju
Veðurstofa Íslands fylgist nú grannt með þróun mála við Öskju. Samfelldar GPS mælingar og gervitunglagögn sýna að þensla hófst þar í byrjun ágúst.
Sumarlandinn
Fá aldrei nóg af óbyggðunum
„Ef ég færi ekki hérna upp eftir þá veit ég ekki hvernig það færi,“ segir Gísli Rafn Jónsson leiðsögumaður. Hann hefur farið í óteljandi ævintýraferðir um hálendið í nágrenni Öskju og býður ferðamönnum upp á einstaka náttúru.
21.07.2021 - 16:00
Manni komið til bjargar í Vatnajökulsþjóðgarði
Björgunarsveitarmenn, ásamt landvörðum Vatnajökulsþjóðgarðs, komu manni til bjargar á níunda tímanum í kvöld. Maðurinn ræsti neyðarsendi sinn síðdegis í dag norðvestan við Öskju en ekki var vitað hversu margir voru í vanda eða af hverju.
14.07.2021 - 21:05
Flestir vegir á hálendinu enn ófærir
Opnun fjallvega á vorin ræðst í grunninn af veðurfari og snjóalögum. Þegar frost er farið úr þeim og ekki hætta á skemmdum þykir óhætt að opna fyrir umferð. Þrátt fyrir milda tíð síðustu daga er ekki útlit fyrir að hægt verði að opna vegi á hálendinu fyrr en vanalega. Þar spilar inn í óvenjukaldur maímánuður.
07.06.2021 - 13:29
Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 í grennd við Herðubreið
Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 mældist klukkan korter yfir tvö, um þrjá kílómetra vestur af Herðubreiðartöglum. Nokkrir minni skjálftar hafa einnig mælst á svæðinu bæði á undan og eftir þeim stærsta.
10.07.2020 - 15:05
Mynduðu Bárðarbungu með ratsjám eftir skjálftann
Einn stærsti skjálfti sem orðið hefur í Bárðarbungu frá eldgosinu í Holuhrauni fyrir nærri sex árum varð í fyrrinótt þegar skjálfti mældist 4,8 að stærð. Landhelgisgæslan flaug yfir svæðið í gær og myndaði bæði Bárðarbungu og Öskju með ratsjám.
21.04.2020 - 06:38