Færslur: Asía

Þriggja kílóa hamborgari til heiðurs keisara
Veitingastaður í Tókýó í Japan býður upp á risastóran og einkar vel útilátinn hamborgara í tilefni af því að nýr keisari tekur brátt við í landinu. Hamborgarinn er þrjú kíló, 25 sentimetrar að breidd og um 15 sentimetrar á hæð. Mælt er með því að sex til átta borði hamborgarann saman.
31.03.2019 - 17:58
Erlent · Japan · Asía
Vilja viðurkenna Ainu-fólkið sem frumbyggja
Ríkisstjórn Japans lagði fram frumvarp í gær þess efnis að Ainu-fólkið verði viðurkennt sem frumbyggjar. Þetta er í fyrsta sinn sem þarlend yfirvöld sýna vilja í þá veru. Áratugum saman hefur það verið stefna stjórnvalda að Ainu-fólkið taki upp tungumál og siði annarra í landinu.
16.02.2019 - 17:10
Erlent · Japan · Asía
Þriðja konan komst inn í hofið
Konu tókst í gærkvöld að komast inn í Sabarimala hof hindúa í Kerala á Indlandi. Konum á aldrinum 10 til 50 ára hefur verið bannað að fara inn í hofið. Hæstiréttur landsins afnam bannið í september.
04.01.2019 - 16:35
15 fórust og 25 saknað eftir aurskriðu
Fimmtán fórust í aurskriðu á vesturhluta eyjunnar Jövu í Indónesíu í nótt, eftir úrhellisrigningu undanfarna daga. Tuttugu og fimm er enn saknað. Aurskriðan féll síðdegis í gær, á gamlársdag. Nokkur tonn af aur féllu úr fjalllendi og grófust þrjátíu hús undir skriðunni. Sextíu manns leituðu skjóls í hjálparskýlum.
01.01.2019 - 11:43
Telur að útganga Japana hafi áhrif
Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, Árni Finnsson, telur að útganga Japana úr Alþjóðahvalveiðiráðinu geti haft áhrif á útflutning á íslensku hvalkjöti til Japans. Alþjóðasamfélagið eigi eftir að taka útgöngunni illa og sömuleiðis að Ísland eigi í þessum viðskiptum.
27.12.2018 - 18:02
Tókst að bera kennsl á mannlausa draugaskipið
Yfirvöldum í Mjanmar tókst í dag að bera kennsl á mannlausa 177 metra skipið sem fannst undan ströndum Yangon, stærstu borgar landsins, í gær. Eftir að skipið strandaði fóru sérfræðingar á vegum mjanmarska sjóhersins um borð en í ljós kom að það var mannlaust en þó í ágætu standi. Skipið sást á reki fyrr í vikunni en strandaði í gær.
01.09.2018 - 18:03
Erlent · Mjanmar · Asía
Fleiri smitast af rauðum hundum í Japan
Mun fleiri hafa fengið sjúkdóminn rauða hunda í Japan í ár en í fyrra og hafa heilbrigðisyfirvöld þar í landi hvatt fólk til að láta bólusetja sig sem fyrst, hafi það aldrei verið bólusett.
26.08.2018 - 08:44
Sextíu og sjö hafa farist í flóðum á Indlandi
Sextíu og sjö hafa farist í miklum flóðum í Kerala-ríki á Suður-Indlandi undanfarna viku, að því er AFP fréttastofan greinir frá. Flóðin eru þau mestu sem orðið hafa í ríkinu í eina öld.
15.08.2018 - 17:02
Erlent · Indland · Hamfarir · Asía · veður
Hélt veikum syni sínum í búri í áratugi
Lögregla í Hyogo-sýslu á Honsjú-eyju í Japan greindi frá því á laugardag að hún hefði handtekið 73 ára gamlan mann sem talinn er hafa haldið 42 ára gömlum, andlega veikum syni sínum innilokuðum í búri í meira en 20 ár. Maðurinn, Yoshitane Yamasaki, er grunaður um að hafa læst son sinn inni í trékassa eða búri, sem var inni í garðskúr við hús hans í borginni Sanda.
08.04.2018 - 03:23
Ferju hvolfdi með 250 manns um borð
Óttast er að fjöldi manns hafi farist þegar ferju með 250 manns innanborðs hvolfdi við Filipseyjar í morgun.
21.12.2017 - 08:50
Handtekin fyrir vörslu nashyrningshorna
Fimm voru handtekin við landamæri Sambíu að Mósambík í dag fyrir að vera með nashyrningshorn í fórum sínum. Fólkið er frá Kína og Sambíu og var með 32 kíló af hornum.
30.07.2017 - 16:24
„Fólk er hrætt við að fara út á kvöldin“
Frá því Rodrigo Duterte tók við forsetaembættinu á Filippseyjum í júní hefur lögreglan skotið yfir 2000 manns til bana. Fleiri hafa verið myrtir af vopnuðum sveitum borgara. Blóðugt stríð forsetans við fíkniefnadjöfulinn heldur sumum Filippseyingum í heljargreipum. Aðrir styðja aðgerðirnar. Skiptar skoðanir ríkja meðal Filippseyinga hér á landi. 
  •