Færslur: ASÍ Alþýðusamband Íslands

ASÍ furðar sig á félagafrelsis frumvarpinu
Miðstjórn Alþýðusambands Íslands lýsir yfir mikilli furðu á frumvarpi þingmanna Sjálfstæðisflokksins um félagafrelsi á vinnumarkaði. Hilmar Harðarson var kjörinn þriðji varaforseti ASÍ.
Sjónvarpsfrétt
ASÍ klofið eftir að forkólfar tóku aftur framboð sín
Alþýðusamband Íslands er klofið segir Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar eftir að hún, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins drógu framboð sín í forystu ASÍ til baka í dag. Vilhjálmur biður launafólk afsökunar á að fulltrúar ASÍ-þingsins hafi ekki náð samstöðu. Framhald aðildar félaganna að ASÍ ræðst eftir samtöl innan félaganna. 
Spegillinn
Farið í manninn ekki boltann
Átök innan verkalýðshreyfingarinnar voru ofarlega í huga fulltrúa á 45. þingi ASÍ sem sett var í morgun í Reykjavík, en einnig komandi kjarasamningar og verkefni næstu vikna.
Spegillinn
Vonar að nýrri forystu fylgi sátt í ASÍ
Kristján Þórður Snæbjarnarson forseti Alþýðusambandsins vonar að sátt náist innan verkalýðshreyfingarinnar eftir þing sambandsins sem haldið verður í næstu viku og nýr forseti kjörinn. Framundan eru stórar samningalotur og hann kysi frekar að einfalda verkfallsboðun en að auka vald ríkissáttasemjara.
Vill Sólveigu Önnu í forystu ASÍ
Ragnar Þór Ingólfsson, sem er í framboði til forseta Alþýðusambands Íslands, vill að Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, verði annar varaforseti sambandsins. Þetta kom fram í hlaðvarpsþættinum Rauða borðið.
Mansalsteymi rannsakar meint brot á kjarasamningum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar þrjú aðskilin mál þar sem grunur er um alvarleg brot á kjarasamningum. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu, staðfestir í samtali við fréttastofu að mál sem snerti meintan launaþjófnað séu til rannsóknar, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um efnisatriði þeirra.
Sjónvarspfrétt
Hafa sent þrjár tilkynningar til mansalsteymis í ágúst
Málum þar sem grunur leikur á um brot á kjarasamningum hefur fjölgað með auknum umsvifum í atvinnulífinu. ASÍ hefur sent mansalsteymi lögreglu þrjár tilkynningar það sem af er þessum mánuði.
26.08.2022 - 17:59
Fréttaskýring
Afsögn forseta og baráttan um Alþýðusambandið
Drífa Snædal sagði af sér formennsku í Alþýðusambandi Íslands í síðustu viku. Ástæðurnar sem Drífa gaf upp fyrir afsögn sinni eru erfið samskipti innan hreyfingarinnar og stemmingin gagnvart henni sjálfri frá ákveðnum formönnum aðildarfélaga. En hvernig eru þessar átakalínur innan verkalýðshreyfingarinnar?
Harma aðstæðurnar sem leiddu til afsagnar Drífu
Formenn 11 félaga innan starfsgreinasambands Íslands hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau þakka fráfarandi forseta ASÍ, Drífu Snædal, farsælt og gefandi samstarf.
Afsögn Drífu kom ekki á óvart
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR segir afsögn Drífu Snædal, forseta ASÍ ekki hafa nokkur áhrif á komandi kjaraviðræður, nema þá til hins betra. Sjálfur hefur hann ekki tekið ákvörðun um hvort hann bjóði sig fram til forseta sambandsins í haust.

Mest lesið