Færslur: ASÍ

Sjónvarpsfrétt
Líta leiðsögn seðlabankans ólíkum augum
Hækkun stýrivaxta er ætlað að búa í haginn fyrir komandi kjarasamninga segir seðlabankastjóri. Stýrivextir hækkuðu um eitt prósentustig í morgun og var þetta sjöunda hækkunin á rúmlega einu ári.
Stjórnvöld hafi misst stjórn á húsnæðismarkaði
Forseti ASÍ telur stjórnvöld hafa misst stjórn á húsnæðismarkaðnum. Það, og innflutt verðbólga, sé helsta orsökin fyrir hækkun stýrivaxta.
22.06.2022 - 12:42
Sjónvarpsfrétt
Mesta hækkun fasteignamats á milli ára
Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um tæp 20% á milli ára. Matið hefur aldrei hækkað meira á einu ári og mesta hækkunin er í Hveragerðisbæ, rúm 32%. Aðalhagfræðingur ASÍ segir að þetta auðveldi ekki gerð kjarasamninga í haust.
ASÍ gagnrýnir notkun Icelandair á frammistöðuappi
Forseti ASÍ segir blað brotið á íslenskum vinnumarkaði með snjallforriti, sem flugfreyjum og -þjónum Icelandair er gert að nota til að meta frammistöðu vinnufélaga sinna. Lögmenn Flugfreyjufélags Íslands kanna nú grundvöll fyrir notkun þess.
Leikskólagjöld hækkuðu í flestum sveitarfélögum
Leikskólagjöld hækkuðu í flestum sveitarfélögum á síðasta ári, samkvæmt nýrri úttekt Alþýðusambands Íslands. Hæstu almennu leikskólagjöldin eru í Garðabæ og þau lægstu í Reykjavík.
04.05.2022 - 21:54
„Allir landsmenn tapa á verðbólgu“
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að Seðlabankinn hafi sent skýr skilaboð með hækkun stýrivaxta í morgun. Vextirnir hækkuðu um heilt prósentustig.
04.05.2022 - 12:46
Báran fordæmir „ósvífnar og óskiljanlegar“ uppsagnir
„Trúnaðarráð Bárunnar, fordæmir þá ósvífnu og óskiljanlegu ákvörðun Baráttulista stjórnar Eflingar að segja öllu starfsfólki á skrifstofu félagsins upp störfum.“ Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem stéttarfélagið Báran sendi frá sér í morgun. Þá er lýst stuðningi við Drífu Snædal, forseta Alþýðusambandsins. Jafnframt er miðstjórn ASÍ og Starfsgreinasambandið átalið fyrir að fordæma ekki framgöngu meirihluta stjórnar Eflingar.
Símaviðtal
Talsmaður kúabænda furðar sig á ummælum ASÍ um okur
Formaður Landssambands kúabænda furðar sig á því að hagfræðingur hjá Alþýðusambandinu fullyrði að okrað sé á neytendum með verðhækkunum á innlendum matvörum. Launahækkanir og hækkun á aðföngum skýri þrettán prósenta hækkun á mjólkurverði á síðustu tveimur árum. 
Sjónvarpsfrétt
Mun meiri verðhækkun á mjólk en innfluttri matvöru
Verð á mjólkurvörum og kjöti hefur hækkað mun meira en á innfluttri matvöru síðastliðið hálft ár. Hagfræðingur hjá Alþýðusambandinu segir íslensk fyrirtæki virðast nýta hverja smugu til að hækka verð. 
„Þetta er með því alvarlegra sem ég hef séð"
Forseti Alþýðusambandsins segir að ekki hafi náðst samstaða allra í miðstjórn um að fordæma hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar. Drífa Snædal hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort hún sækist eftir endurkjöri í haust.
20.04.2022 - 20:19
Formaður Eflingar varð við kröfu um félagsfund
Formaður Eflingar ætlar að verða við kröfum tæplega 500 félagsmanna um að halda félagsfund. Fyrrverandi starfsmaður gagnrýnir formanninn fyrir virðingarleysi við þá starfsmenn sem misstu vinnu sína í síðustu viku.
20.04.2022 - 12:32
Almenn laun og taxtar hækka vegna hagvaxtarauka
Almenn laun og taxtar hækka í næsta mánuði vegna svokallaðs hagvaxtarauka. Hagvöxtur á mann hérlendis jókst um 2,5% milli ára og því hefur forsendunefnd kjarasamninga ákveðið að til greiðslu hans komi 1. maí.
Sjónvarpsfrétt
Stuðningur meiri við þá tekjuhærri en þá tekjulægri
Beinn húsnæðisstuðningur hefur á undanförnum árum færst til þeirra tekjuhærri í gegnum ráðstöfun séreignarlífeyris á húsnæðismarkaði. Þetta er álit Alþýðusambandsins. Á sama tíma hafi dregið úr stuðningi við hina tekjulægri
22.03.2022 - 22:34
Viðtal
Óleyfisíbúðir í atvinnuhúsnæði færri og skárri
Minna er um búsetu í óleyfisíbúðum í atvinnuhúsnæði og ástand þess er skrárra en starfsmenn Alþýðusambandsins óttuðust. Þetta segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins. Í fyrrinótt kviknaði eldur í iðnaðarhúsnæði þar sem fjórtán manns voru inni í íbúðum. Engan sakaði. Drífa segir að tíu manna teymi hafi farið í vettvangsverðir í ósamþykktar íbúðir í atvinnuhúsnæði til að kanna aðbúnað, brunavarnir og ræða við íbúa. 
Telja nýtt frumvarp ógna kjörum flugliða
Forseti ASÍ, Drífa Snædal, og Flugfreyjufélag Íslands sammælast um að nýtt frumvarp um loftferðir geti vegið að kjörum og réttarstöðu flugliða. Fari frumvarpið í gegn þýði það að mögulegt væri að greiða flugliðum með heimahöfn á Íslandi laun utan gildandi kjarasamninga hérlendis.
18.02.2022 - 16:21
Skilgreint leiguþak og mikilvægt að byggja rétt
Viðbúið er að húsnæðismál verði lykilatriði við gerð næstu kjarasamninga en ekki er hægt að bíða með að taka á vandamálum á húsnæðismarkaði þar til samningar losna á almennum vinnumarkaði í nóvember. Þetta sagði Drífa Snædal, forseti ASÍ, í Silfrinu í dag.
13.02.2022 - 13:54
Félagsdómur dæmdi flugfreyjum í vil
Félagsdómur dæmdi í dag Flugfreyjufélagi Íslands í vil í ágreiningi við Icelandair. Málið snérist um það hvort starfsaldur ætti að ráða þegar Icelandair endurréði flugfreyjur sem sagt var upp starfi fyrir tveimur árum.
Viðtal
„Ekki hefur verið gripið til réttra aðgerða“ segir BSRB
Aðgerðir stjórnvalda ná ekki til þeirra sem mest þurfa á þeim að halda. Þetta segir formaður BSRB. Ný könnun leiðir í ljós að útivinnandi einstæðir foreldrar eru stærsti hópurinn sem glímir við fjárhagserfiðleika. Ríkisstjórnin verði að nýta barnabótakerfi til að aðstoða einstæða foreldra betur.
19.01.2022 - 18:34
30% félaga í ASÍ og BSRB eiga í fjárhagserfiðleikum
Þrjátíu prósent félagsmanna í BSRB og aðildarfélögum Alþýðusambandsins eiga erfitt með að ná endum saman. Þetta leiða niðurstöður nýrrar könnunar í ljós. Sextíu prósent einstæðra foreldra á vinnumarkaði eiga erfitt með að ná endum saman.
19.01.2022 - 13:29
Sjónvarpsfrétt
Vilja að ríkið borgi laun í Covid-veikindaleyfi
Samtök atvinnulífsins segja að launakostnaður í covid-veikindaleyfi kosti fyrirtæki landsins 100 milljónir á dag og vilja að ríkið greiði laun þeirra sem lenda í einangrun. Forseti ASÍ er ekki hrifin af frekari skilyrðislausum ívilnunum fyrir atvinnulífið.
Þungar áhyggjur af stórauknu álagi á starfsfólk
Væntanleg könnun Vörðu, rannsóknaseturs vinnumarkaðarins, sýnir að álag á launafólk vegna kórónuveirufaraldursins hefur aukist mjög undanfarið ár. Þetta sagði Drífa Snædal, forseti ASÍ, á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.
11.01.2022 - 15:09
Mikill munur á jólakörfunni á milli verslana
Verðmunurinn á þriðjungi vara í jólakörfu verðlagseftirlits ASÍ var 40% eða meiri. Munur á hæsta og lægsta kílóverði af ýmsu hátíðarkjöti var oft á milli 50 og 100 prósent. Bónus var oftast með lægsta verðið, en Hagkaup oftast það hæsta.
16.12.2021 - 15:55
Spegillinn
Samningar háðir aðgerðum stjórnvalda í húsnæðismálum
Aðkoma stjórnvalda í húsnæðismálum og að halda verðbólgu í skefjum eru brýnustu verkefnin í aðdraganda kjaraviðræðna á næsta ári. Þetta segir Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands.
Spegillinn
Lífskjarasamningurinn tók ekki mið af Covid
Lífskjarasamningurinn sem undirritaður voru í aprílbyrjun 2019 gildir til 2. nóvember á næsta ári.  Forystufólk Samtaka atvinnulífsins og í verkalýðshreyfingunni er sammála um að viðræður um nýjan kjarasamning þurfi að byrja sem fyrst á nýju ári.
Sjónvarpsfrétt
Efling embættis ríkissáttasemjara vekur grunsemdir
Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir óljóst hvað átt sé við með eflingu embættis ríkissáttasemjara í nýja stjórnarsáttmálanum. Það veki þó grunsemdir um að að völd hans verði aukin, sem kemur illa við verkalýðshreyfinguna.
29.11.2021 - 19:49