Færslur: ASÍ

Myndskeið
Hegðun Icelandair í engu samræmi við lög á vinnumarkaði
Magnús M. Norðdahl lögfræðingur ASÍ segir að sú ákvörðun Icelandair að segja upp öllum flugfreyjum sínum í Flugfreyjufélagi Íslands og tilkynna um að samið verði við annað stéttarfélag sé í engu samræmi við lög og leikreglur á íslenskum vinnumarkaði. Óheimilt sé að beita uppsögnum til að hafa áhrif á afstöðu fólks í vinnudeilum.
Viðtal
Drífa Snædal segir Icelandair beita lúalegum brögðum
Drífa Snædal forseti ASÍ segir algerlega ótrúlegt að verða vitni að þessum vinnubrögðum Icelandair að segja öllum flugfreyjum upp og fá flugmenn til að sinna öryggisgæslu um borð frá og með næsta mánudegi.
17.07.2020 - 14:19
Næsta skref að skoða rannsókn mála sem tengjast mansali
„Eitt af næstu skrefum er að skoða og rýna rannsókn mála þar sem grunur hefur leikið á að um mansal sé að ræða og athuga hvort sé kannski einhverja meinbugi að finna sem skýra af hverju þessi mál koma ekki til kasta ákæruvaldsins,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra þegar hún er spurð að því hvernig standi til að bregðast við ábendingum til íslenskra stjórnvalda frá bandaríska utanríkisráðuneytinu um aðgerðir gegn mansali.
Segir ábyrgðina í höndum dómsmálaráðherra
„Dómsmálaráðherra þarf að svara því af hverju hér er ekki í gildi aðgerðaáætlun gegn mansali. Af hverju hér er ekki tekið fastar á hlutunum,“ segir Drífa Snædal forseti ASÍ.  
Viðtal
„Þetta verður næsta stóra verkefnið“
Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir hugsanlegt að mörg heimili geti ekki staðið skil á útgjöldum í haust. Fjöldi fólks hefur misst vinnuna að undanförnu og uppsagnarfrestur margra verður liðinn að sumri loknu.
22.06.2020 - 20:31
Segir ASÍ hafa náð að afstýra stórslysi
Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að sambandið hafi náð að afstýra stórslysi með því að þrýsta á Alþingi að gera breytingar á lögum um greiðslu launakostnaðar á uppsagnarfresti.
Segir ríkið hvetja til uppsagna fremur en hlutabóta
Verði frumvarp ríkisstjórnarinnar um laun á uppsagnarfresti samþykkt í óbreyttri mynd gæti það leitt til mestu kjaraskerðingar síðari tíma, að mati Drífu Snædal, forseta ASÍ. Hún sendi þingmönnum bréf í morgun og greindi frá áhyggjum sínum og hvatti þá til að koma í veg fyrir „stórslys“. ASÍ gerir athugasemdir við að skilyrði fyrir hlutabótum og launum á uppsagnarfresti séu mismunandi og að ríkið beinlínis hvetji til að þess að það síðarnefnda sé nýtt, sem komi sér verr fyrir launafólk.
ASÍ fordæmir Icelandair og hótar samúðaraðgerðum
Alþýðusamband Íslands, ASÍ, mótmælir harðlega þeim áformum Icelandair, sem greint var frá í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu í dag, um að stofna nýtt stéttarfélag flugfreyja og að láta reyna á forgangsréttarákvæði kjarasamnings Flugfreyjufélags Íslands, FFÍ fyrir félagsdómi, náist ekki samningur í kjaradeilu Icelandair og FFÍ. ASÍ bendir á að aðildarfélögum þess sé heimilt að grípa til samúðaraðgerða með flugfreyjum.
20.05.2020 - 12:21
Spegillinn
Örorkubætur þyrftu að vera 400 þúsund
Formaður Öryrkjabandalagsins segir að öryrkjar hafi gleymst við gerð kjarasamninga. Hún vill að samningar verði ekki kláraðir fyrr en kjör öryrkja hafa verið skoðuð. Hún telur æskilegt að örorkubætur hækki í 400 þúsund krónur á mánuði.
19.05.2020 - 17:08
 · Innlent · Öryrkjar · ASÍ · BSRB · BHM · Kennarasamband Íslands
Bréf Boga sagt einstaklega ósvífið
Verkalýðshreyfingin ósátt við ummæli Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, sem sagði í bréfi til starfsmanna í gær að lækka þyrfti launakostnað fyrirtækisins með breytingum á kjarasamningum. Starfandi formaður Flugfreyjufélagsins sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að ekki kæmi til greina að lækka laun Flugfreyja til lengri tíma. 
10.05.2020 - 18:20
ASÍ kynnir áherslur sem fyrrverandi varaforseti harmar
Alþýðusamband Íslands kynnti í morgun áherslur sínar vegna næsta efnahagspakka stjórnvalda vegna COVID-19 faraldursins. Vilhjálmur Birgisson, sem sagði af sér sem 1. varaforseti ASÍ fyrr í mánuðinum, harmar stefnubreytingu sem hann segir hafa átt sér stað innan sambandsins.
Atvinnulífið háð launafólki sem tekur á sig tjónið
Miðstjórn Alþýðusambands Íslands skorar á ríkisstjórn Íslands að tryggja réttarstöðu þess launafólks sem ekki nýtur bóta samkvæmt lögum um ráðstafanir á vinnumarkaði vegna COVID-19.
Spegillinn
Atvinnuleysi gæti farið í 20%
Formaður VR segir að verið sé að fórna meiri hagsmunum fyrir minni með því að hafna lífeyrissjóðsleiðinni sem felur í sér tímabundna lækkun á mótframlagi atvinnurekenda í lífeyrissjóði. Stjórn VR hvetur samninganefnd ASÍ til að endurskoða afstöðu sína. Formaðurinn segir hætt við því að atvinnuleysi verði nærri 20%.
02.04.2020 - 18:51
 · Innlent · kjaramál · kjarasamningar · ASÍ
Vilja að ASÍ endurskoði afstöðu sína til að verja störf
Mikilvægt er að leggja til hliðar deilumál þegar nauðsyn krefur til þess allir geti lagst á árarnar og fundið lausn. Þetta kemur fram í yfirlýsingu stjórnar VR vegna deilna sem spruttu upp í miðstjórn ASÍ og komu upp á yfirborðið í gær.
Láglaunafólk borgi ekki fyrir það að missa kjarabætur
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir mikinn missi vera af Vilhjálmi Birgissyni, formanni Verkalýðsfélags Akraness, úr sæti 1. varaforseta ASÍ. Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirlýsingu Sólveigar Önnu í gærkvöld vegna umræðunnar í kringum verkalýðshreyfinguna í gær. 
Drífa harmar úrsagnir - Ferðaþjónustan afar ósátt
Drífa Snædal, forseti ASÍ, harmar úrsagnir úr miðstjórn ASÍ í kjölfar þess að sambandið hafnar tillögum um að fresta kjarasamningsbundnum launahækkunum. Samtök ferðaþjónustunnar fordæma óábyrga afstöðu ASÍ í málinu.
Segir af sér sem varaforseti ASÍ
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og fyrsti varaforseti Alþýðusambandsins hefur ákveðið að segja af sér. Samkvæmt heimildum Fréttastofu tilkynnti hann forseta ASÍ þetta fyrir hádegi.
01.04.2020 - 12:49
 · Innlent · kjaramál · ASÍ
Spegillinn
Atvinnuleysi gæti rokið upp í 14% í apríl
Atvinnuleysi verður talsvert meira en spáð var í síðustu viku vegna þess að mun fleiri hafa sótt um atvinnuleysisbætur. Nú er útlit fyrir að atvinnuleysi í apríl verði um 13 af hundraði og 12% í maí. Þá er því spáð að atvinnuleysi á þessu ári verði að meðaltali um 8%.
31.03.2020 - 17:21
Spegillinn
Kemur ekki til greina að fresta launahækkunum
Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs telur að til greina komi að fresta launahækkunum sem samkvæmt kjarasamningum eiga að koma til um mánaðamótin. Svar verkalýðshreyfingarinnar er skýrt. Það kemur ekki til greina. Hins vegar megi huga að einhverjum öðrum leiðum.
25.03.2020 - 17:00
 · Innlent · kjaramál · ASÍ
Spegillinn
„Menn verða að halda sínu striki í samningaviðræðum“
Áhrifa COVID-19 faraldursins í atvinnulífinu gætir nærri alls staðar og óveðursblikur eru á lofti víða um heim. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, hefur vakið athygli á því að aðstæður fólks til að takast á við sóttkví og einangrun eru misjafnar og þá er ekki öllum létt að vinna heima. Minni yfirvinna og samdráttur í tekjum getur komið sumum verr en öðrum.
17.03.2020 - 19:00
Viðtal
Kolröng skilaboð að skerða laun fólks í sóttkví
Fulltrúar stjórnvalda, Samtaka atvinnulífsins og ASÍ kynna á morgun samkomulag um hvernig staðið verði að launagreiðslum fólks sem þarf að vera í sóttkví vegna COVID-19 veirunnar.
Mikið spurt um laun í sóttkví hjá ASÍ og SA
Samtök atvinnulífsins og Alþýðursamband Íslands hafa síðustu daga svarað mörgum fyrirspurnum um tilhögun launagreiðsla þurfi launamaður að fara í sóttkví vegna Covid-19, kórónaveirunnar. Bæði samtökin hyggjast senda frá sér tilkynningu um þetta í vikunni.
02.03.2020 - 12:34
„Mikilvægt að viðurkenna kvennastörf sem alvöru störf“
„Það er ólseig hugmynd að við búum í stéttlausu samfélagi en sú hugmynd getur aðeins þrifist ef kastljósinu er aldrei beint að þeim sem hafa það verst og staðfesta stéttskiptinguna,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, í pistli á heimasíðu sambandsins í dag.
21.02.2020 - 14:39
Atvinnulíf · Innlent · Efling · ASÍ
Jólamaturinn dýrastur í Iceland
Verðkönnun sem ASÍ lét gera fyrr í vikunni leiðir í ljós að talsverður munur er á verði verslana. Sem dæmi er rúmlega 2.000 króna verðmunur á kílói af hangikjöti milli tveggja verslanna.
19.12.2019 - 15:24
Hagspá ASÍ er svartsýnni en aðrar
Henný Hinz deildarstjóri hagdeildar ASÍ segir nýja hagspá sambandsins um horfur í efnahagsmálum svartsýnni en aðrar.  „Spáin okkar gerir ráð fyrir hægari vexti á næsta ári en þær spár sem við höfum séð fram á þessu. Við erum að gera ráð fyrir því að þjóðarútgjöldin vaxi hægar og sömuleiðis að samdrátturinn í útflutningnum verður meiri,“ segir Henný Hinz.
19.10.2019 - 18:19