Færslur: ASÍ

Ekkert ákall frá almenningi um að ríkið selji banka
„Það á greinilega bara að henda þessu í gegn af öllu afli og það liggur mikið á hjá þeim,“ segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, um fyrirhugaða sölu á fjórðungshlut ríkisins í Íslandsbanka. Drífa sat í gær fund með fjárlaganefnd Alþingis og efnahags- og viðskiptanefnd. „Það á að klára þetta fyrir kosningar og mér líst ekki á það," segir hún í samtali við fréttastofu.
14.01.2021 - 12:04
Spegillinn
COVID afhjúpaði berskjaldaða hópa á vinnumarkaði
Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að atvinnuleysið eigi ekki eftir að hverfa eins og dögg fyrir sólu. Hún reiknar með því að kosningabaráttan eigi að einhverju leyti eftir að snúast um hvernig brugðist verði við halla ríkissjóðs, stöðu almennings og vinnandi fólks.
30.12.2020 - 17:00
Örvæntingarfullt fólk kvíðir jólunum
Fólk sem klárað hefur rétt sinn í bótakerfinu kvíðir mjög jólum og óttast að geta ekki gefið börnum sínum í skóinn. Nauðsynlegt er að þétta öryggisnet velferðarkerfisins og lengja rétt til atvinnuleysisbóta, segir Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands.
Allt að 120 prósenta verðmunur á borðspilum
Allt að 120 prósenta verðmunur er á borðspilum milli verslana. Samkvæmt nýrri verðkönnun Verðlagseftirlits ASÍ eru flest borðspil ódýrust í A4 og dýrust í versluninni Margt og mikið. Mesta úrvalið er í Spilavinum.
12.12.2020 - 13:58
Stjórnvöld laumi bitlingum til þeirra ríkustu
Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir áherslur stjórnvalda ekki vekja vonir um að samfélagið komi jafnara og sanngjarnara út úr efnahagskreppunni. Stjórnvöld laumi bitlingum til ríkasta fólksins og að það sé jólagjöfin í ár.
12.12.2020 - 08:55
Spegillinn
Launafólk taki þátt í uppbyggingu ferðaþjónustunnar
Alþýðusamband Íslands vill að kjör starfsfólks í ferðaþjónustunni verði bætt þegar uppbygging greinarinnar hefst eftir Covid. Taka verði tillit til hagsmuna launafólks í stefnumótun stjórnvalda um framtíð ferðaþjónustunnar. ASÍ krefst þess að brotastarfsemi í ferðaþjónustunni verði upprætt og tekið verði fyrir kennitöluflakk.
04.12.2020 - 17:00
Innflutt grænmeti hækkað meira en innlent
Framboð bæði á innlendum og innfluttum landbúnaðarvörum hefur aukist töluvert það sem af er ári. Í flestum tilfellum hefur verð á innfluttum landbúnaðarvörum hækkað meira en á innlendum. Þetta er niðurstaða nýrrar verðkönnunar ASÍ.
Starfsfólk Amazon krefst margvíslegra umbóta
Starfsmenn Amazon hyggjast efna til mótmæla og verkfalla á starfstöðum fyrirtækisins víða um heim á morgun 27. nóvember. Starfsfólki finnst framkoma fyrirtækisins gagnvart sér óásættanleg og því hafa aðgerðirnar yfirskriftina „Látum Amazon borga“ eða „Make Amazon Pay“.
26.11.2020 - 17:25
Myndskeið
„Það er verið að mylja undir þá sem eiga“
Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands, segir þörf á greiningu á því hvort aðgerðir ríkisstjórnarinnar til hjálpar fólki og fyrirtækjum vegna kórónuveirunnar séu að fara til þeirra sem helst þurfi á að halda. Hún óttast að þetta ástand leiði til meiri samþjöppunar í atvinnulífinu og segir að þjóðin verði að hafa þolinmæði fyrir að skuldsetja sig einhver ár fram í tímann.
Myndskeið
Segir mjög aðkallandi að lengja bótatímabilið
Drífa Snædal, forseti ASÍ, fagnar aðgerðum ríkisstjórnarinnar sem voru kynntar í dag, sérstaklega hækkun grunnatvinnuleysistrygginga, desemberuppbót til atvinnuleitenda og eingreiðslu til öryrkja. Hún segir mjög aðkallandi að lengja atvinnuleysisbótatímabilið, enda sér fjöldi fólks fram á að detta útúr kerfinu á næstunni.
Matvöruverð hækkar mest í Nettó
Samkvæmt nýrri verðkönnun Alþýðusambands Íslands hefur matvörukarfan hækkað í verði um 0,5-2,6 prósent frá því í maí síðastliðnum. Mest hefur verðið hækkað í Nettó, um 2,6 prósent og í Bónus, um 2,4 prósent.
16.11.2020 - 15:51
Spegillinn
Verðlag hækkar í COVID og eftirspurn eykst
Töluverðar verðhækkanir hafi orðið á ýmsum vörum í faraldrinum. Síðastliðið ár hefur verð á innfluttu og innlendu grænmeti hækkað um 12,5 prósent og innflutt mat- og drykkjarvara hefur hækkað um tæp 11%. Bensín hefur hins vegar lækkað um 7%. Frá því faraldurinn braust út hefur eftirspurn eftir raf- og heimilistækjum aukist um rösklega 50%. Þetta meðal þess sem kemur fram í samantekt sem verðlagseftirlit ASÍ vann fyrir Spegilinn.
11.11.2020 - 10:26
Ragnar Þór býður sig fram í embætti varaforseta ASÍ
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, býður sig fram til embættis varaforseta ASÍ á þingi sambandins í næstu viku. Morgunblaðið greinir frá og hefur eftir Ragnari sjálfum. Til stendur að fjölga varaforsetum sambandsins úr tveimur í þrjá, samkvæmt tillögu miðstjórnar ASÍ sem lögð verður fram á þinginu. Samhliða því verður meðstjórnendum fækkað um einn, úr tólf í ellefu.
17.10.2020 - 04:38
Aðgerðaáætlunin „frekar fyrirsjáanleg“
Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir nýja aðgerðaáætlun stjórnvalda „frekar fyrirsjáanlega“. Hún fagnar því að til standi að framlengja átakið „Allir vinna“ en segir lækkun tryggingagjalds almenna aðgerð. Alþýðusambandið telji þörf á sértækari aðgerðum.
Forsendur brostnar í nýjum veruleika
Samtök atvinnulífsins telja að forsendur Lífskjarasamninganna sé ekki lengur til staðar. Forsendubrestur sé raunar víðar en aðeins í samningunum. Mikil óvissa sé um framhald efnahags og atvinnumála á Íslandi.
Mikilvægt að koma í veg fyrir átök á vinnumarkaði
Ríkisstjórnin hyggst ræða við Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandið vegna ágreinings þeirra um stöðu lífskjarasamningsins. Ekki sé tímabært að boða tilteknar aðgerðir stjórnvalda.
Segir uppsögn jafngilda ófriðaryfirlýsingu
Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir það boða mikinn ófrið á vinnumarkaði, komi til þess að aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins segi Lífskjarasamningnum upp. Samninganefnd ASÍ fundaði í morgun og þar var einhugur um þessa afstöðu. 
Viðtal
„Kórónukreppan valdið miklum búsifjum í atvinnulífinu“
Atkvæðagreiðsla aðildarfélaga Samtaka atvinnulífsins, um hvort segja eigi upp kjarasamningum, fer af stað á næstu dögum í kjölfar þess að fundur launa- og forsendunefnda ASÍ og SA lauk án niðurstöðu síðdegis. SA telur forsendur brostnar en ASÍ ekki.
24.09.2020 - 18:44
Viðtal
„Við erum að bjóða frið á vinnumarkaði“
Langtíma forsendur Lífskjarasamningsins eiga jafnvel betur við núna en fyrir COVID. Þetta segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, en Samtök atvinnulífsins telja forsendur samningsins brostnar. Kosið verður um það innan SA hvort samningum verði sagt upp.
24.09.2020 - 18:26
Ósammála um forsendur kjarasamninga - kosið um uppsögn
Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands komust ekki að niðurstöðu á fundi launa- og forsendunefnda í dag um það hvort forsendur lífskjarasamningsins séu brostnar eða ekki. SA telur forsendur brostnar en ASÍ telur þær hafa staðist.
24.09.2020 - 17:38
Spegillinn
Ekki vilji til að segja upp Lífskjarasamningnum
Ekki er vilji innan verkalýðshreyfingarinnar til að segja upp kjarasamningum vegna forsendubrests. Ef samningum verður sagt upp verður ekkert af samningsbundnum launahækkunum um næstu áramót. Atvinnurekendur hafa ítrekað sagt að ekki sé svigrúm til launahækkana.
Meta forsendur kjarasamninga
Formenn ASÍ koma saman í dag til að meta hvort forsendur kjarasamninga sem undirritaðir voru í apríl og maí í fyrra hafi staðist.
22.09.2020 - 09:40
Harma uppsagnir í miðjum kjaraviðræðum
Icelandair, Samtök atvinnulífsins, Flugfreyjufélag Íslands og Alþýðusamband Íslands harma þau viðbrögð Icelandair, með stuðningi SA, að segja upp öllum starfandi flugfreyjum og flugþjónum í júlí, þegar kjaraviðræður þeirra stóðu yfir. Þetta kemur fram í sameiginlegri fréttatilkynningu.
Allt að 160% verðmunur á milli verslana
Verslanir 10-11 voru með hæsta verðið í 73 tilfellum af 104 í verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ sem framkvæmd var í vikunni. Bónus var oftast með lægsta verðið, í 60 tilfellum af 104. 
12.09.2020 - 10:46
„Eiga ekki séns í góða díla hjá heildsölum“
Allt að 140% verðmunur er á milli matvöruverslana á landsbyggðinni. Kaupmaður á Grenivík segir ástæðurnar fyrir því geta verið margar. Litlar verslanir fái vörur hjá heildsölum oft á hærra verði en á stórmörkuðum.
11.09.2020 - 14:39