Færslur: ASÍ

Segir ríkið hvetja til uppsagna fremur en hlutabóta
Verði frumvarp ríkisstjórnarinnar um laun á uppsagnarfresti samþykkt í óbreyttri mynd gæti það leitt til mestu kjaraskerðingar síðari tíma, að mati Drífu Snædal, forseta ASÍ. Hún sendi þingmönnum bréf í morgun og greindi frá áhyggjum sínum og hvatti þá til að koma í veg fyrir „stórslys“. ASÍ gerir athugasemdir við að skilyrði fyrir hlutabótum og launum á uppsagnarfresti séu mismunandi og að ríkið beinlínis hvetji til að þess að það síðarnefnda sé nýtt, sem komi sér verr fyrir launafólk.
ASÍ fordæmir Icelandair og hótar samúðaraðgerðum
Alþýðusamband Íslands, ASÍ, mótmælir harðlega þeim áformum Icelandair, sem greint var frá í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu í dag, um að stofna nýtt stéttarfélag flugfreyja og að láta reyna á forgangsréttarákvæði kjarasamnings Flugfreyjufélags Íslands, FFÍ fyrir félagsdómi, náist ekki samningur í kjaradeilu Icelandair og FFÍ. ASÍ bendir á að aðildarfélögum þess sé heimilt að grípa til samúðaraðgerða með flugfreyjum.
20.05.2020 - 12:21
Spegillinn
Örorkubætur þyrftu að vera 400 þúsund
Formaður Öryrkjabandalagsins segir að öryrkjar hafi gleymst við gerð kjarasamninga. Hún vill að samningar verði ekki kláraðir fyrr en kjör öryrkja hafa verið skoðuð. Hún telur æskilegt að örorkubætur hækki í 400 þúsund krónur á mánuði.
19.05.2020 - 17:08
 · Innlent · Öryrkjar · ASÍ · BSRB · BHM · Kennarasamband Íslands
Bréf Boga sagt einstaklega ósvífið
Verkalýðshreyfingin ósátt við ummæli Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, sem sagði í bréfi til starfsmanna í gær að lækka þyrfti launakostnað fyrirtækisins með breytingum á kjarasamningum. Starfandi formaður Flugfreyjufélagsins sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að ekki kæmi til greina að lækka laun Flugfreyja til lengri tíma. 
10.05.2020 - 18:20
ASÍ kynnir áherslur sem fyrrverandi varaforseti harmar
Alþýðusamband Íslands kynnti í morgun áherslur sínar vegna næsta efnahagspakka stjórnvalda vegna COVID-19 faraldursins. Vilhjálmur Birgisson, sem sagði af sér sem 1. varaforseti ASÍ fyrr í mánuðinum, harmar stefnubreytingu sem hann segir hafa átt sér stað innan sambandsins.
Atvinnulífið háð launafólki sem tekur á sig tjónið
Miðstjórn Alþýðusambands Íslands skorar á ríkisstjórn Íslands að tryggja réttarstöðu þess launafólks sem ekki nýtur bóta samkvæmt lögum um ráðstafanir á vinnumarkaði vegna COVID-19.
Spegillinn
Atvinnuleysi gæti farið í 20%
Formaður VR segir að verið sé að fórna meiri hagsmunum fyrir minni með því að hafna lífeyrissjóðsleiðinni sem felur í sér tímabundna lækkun á mótframlagi atvinnurekenda í lífeyrissjóði. Stjórn VR hvetur samninganefnd ASÍ til að endurskoða afstöðu sína. Formaðurinn segir hætt við því að atvinnuleysi verði nærri 20%.
02.04.2020 - 18:51
 · Innlent · kjaramál · kjarasamningar · ASÍ
Vilja að ASÍ endurskoði afstöðu sína til að verja störf
Mikilvægt er að leggja til hliðar deilumál þegar nauðsyn krefur til þess allir geti lagst á árarnar og fundið lausn. Þetta kemur fram í yfirlýsingu stjórnar VR vegna deilna sem spruttu upp í miðstjórn ASÍ og komu upp á yfirborðið í gær.
Láglaunafólk borgi ekki fyrir það að missa kjarabætur
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir mikinn missi vera af Vilhjálmi Birgissyni, formanni Verkalýðsfélags Akraness, úr sæti 1. varaforseta ASÍ. Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirlýsingu Sólveigar Önnu í gærkvöld vegna umræðunnar í kringum verkalýðshreyfinguna í gær. 
Drífa harmar úrsagnir - Ferðaþjónustan afar ósátt
Drífa Snædal, forseti ASÍ, harmar úrsagnir úr miðstjórn ASÍ í kjölfar þess að sambandið hafnar tillögum um að fresta kjarasamningsbundnum launahækkunum. Samtök ferðaþjónustunnar fordæma óábyrga afstöðu ASÍ í málinu.
Segir af sér sem varaforseti ASÍ
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og fyrsti varaforseti Alþýðusambandsins hefur ákveðið að segja af sér. Samkvæmt heimildum Fréttastofu tilkynnti hann forseta ASÍ þetta fyrir hádegi.
01.04.2020 - 12:49
 · Innlent · kjaramál · ASÍ
Spegillinn
Atvinnuleysi gæti rokið upp í 14% í apríl
Atvinnuleysi verður talsvert meira en spáð var í síðustu viku vegna þess að mun fleiri hafa sótt um atvinnuleysisbætur. Nú er útlit fyrir að atvinnuleysi í apríl verði um 13 af hundraði og 12% í maí. Þá er því spáð að atvinnuleysi á þessu ári verði að meðaltali um 8%.
31.03.2020 - 17:21
Spegillinn
Kemur ekki til greina að fresta launahækkunum
Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs telur að til greina komi að fresta launahækkunum sem samkvæmt kjarasamningum eiga að koma til um mánaðamótin. Svar verkalýðshreyfingarinnar er skýrt. Það kemur ekki til greina. Hins vegar megi huga að einhverjum öðrum leiðum.
25.03.2020 - 17:00
 · Innlent · kjaramál · ASÍ
Spegillinn
„Menn verða að halda sínu striki í samningaviðræðum“
Áhrifa COVID-19 faraldursins í atvinnulífinu gætir nærri alls staðar og óveðursblikur eru á lofti víða um heim. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, hefur vakið athygli á því að aðstæður fólks til að takast á við sóttkví og einangrun eru misjafnar og þá er ekki öllum létt að vinna heima. Minni yfirvinna og samdráttur í tekjum getur komið sumum verr en öðrum.
17.03.2020 - 19:00
Viðtal
Kolröng skilaboð að skerða laun fólks í sóttkví
Fulltrúar stjórnvalda, Samtaka atvinnulífsins og ASÍ kynna á morgun samkomulag um hvernig staðið verði að launagreiðslum fólks sem þarf að vera í sóttkví vegna COVID-19 veirunnar.
Mikið spurt um laun í sóttkví hjá ASÍ og SA
Samtök atvinnulífsins og Alþýðursamband Íslands hafa síðustu daga svarað mörgum fyrirspurnum um tilhögun launagreiðsla þurfi launamaður að fara í sóttkví vegna Covid-19, kórónaveirunnar. Bæði samtökin hyggjast senda frá sér tilkynningu um þetta í vikunni.
02.03.2020 - 12:34
„Mikilvægt að viðurkenna kvennastörf sem alvöru störf“
„Það er ólseig hugmynd að við búum í stéttlausu samfélagi en sú hugmynd getur aðeins þrifist ef kastljósinu er aldrei beint að þeim sem hafa það verst og staðfesta stéttskiptinguna,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, í pistli á heimasíðu sambandsins í dag.
21.02.2020 - 14:39
Atvinnulíf · Innlent · Efling · ASÍ
Jólamaturinn dýrastur í Iceland
Verðkönnun sem ASÍ lét gera fyrr í vikunni leiðir í ljós að talsverður munur er á verði verslana. Sem dæmi er rúmlega 2.000 króna verðmunur á kílói af hangikjöti milli tveggja verslanna.
19.12.2019 - 15:24
Hagspá ASÍ er svartsýnni en aðrar
Henný Hinz deildarstjóri hagdeildar ASÍ segir nýja hagspá sambandsins um horfur í efnahagsmálum svartsýnni en aðrar.  „Spáin okkar gerir ráð fyrir hægari vexti á næsta ári en þær spár sem við höfum séð fram á þessu. Við erum að gera ráð fyrir því að þjóðarútgjöldin vaxi hægar og sömuleiðis að samdrátturinn í útflutningnum verður meiri,“ segir Henný Hinz.
19.10.2019 - 18:19
Kominn tími á nýja kröfu um lengd vinnudags
Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að barátta næstu ár og áratugi snúist um að vinnandi fólk njóti góðs af aukinni tækni. Það verði gert bæði með kröfu um hærri laun og styttingu vinnudags í sex stundir. Hún gagnrýnir að opinberir starfsmenn hafi verið samningslausir í sjö mánuði.
16.10.2019 - 10:20
Spegillinn
Afla þekkingar í þágu launafólks
Alþýðusamband Ísland og BSRB Hafa ákveðið að koma á fót rannsóknarstofnun í vinnumarkaðsfræðum. Þetta var formlega tilkynnt í gær. Markmiðið er að efla rannsóknir á sviði vinnumarkaðar, félagsmála og efnahagsmála.
15.10.2019 - 10:59
 · Innlent · ASÍ · BSRB · Stéttarfélög
ASÍ reiknar út skattalækkanirnar
Skattur þeirra, sem eru á lágmarkslaunum, lækkar um 2.900 krónur á mánuði á næsta ári en 8.300 á þarnæsta. Þau, sem hafa milljón á mánuði, lækka um 1.850 krónur á mánuði á næsta ári og 3.800 á þarnæsta.  Þetta kemur fram í tölum, sem hagdeild ASÍ hefur tekið saman, um skattbyrði almennings eftir núverandi tekjuskattkerfi og hinu þrískipta sem tekur gildi á næsta ári en verður að fullu komið til framkvæmda 2021.
18.09.2019 - 21:43
Rafbækur kosta oftast minna en kiljur
Rafbækur eru oftast ódýrari en prentaðar námsbækur fyrir háskólanema samkvæmt nýrri verðkönnun verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands. Verðlagseftirlitið kannaði verð námsbóka, bæði prentaðra kilja og rafbóka.
27.08.2019 - 14:49
Viðtal
Milljónum stolið af erlendu launafólki
Atvinnurekendur stela árlega mörghundruð milljónum úr vösum starfsfólks síns og beinast brotin mest að ungu fólki og fólki af erlendum uppruna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Alþýðusambands Íslands um umfang brota á vinnumarkaði. Drífa Snædal, forseti sambandsins, segir nýja stéttaskiptingu vera að festa sig í sessi. Bráðnauðsynlegt sé að stjórnvöld standi við loforð sem þau gáfu í tengslum við kjarasamninga í vor og herði viðurlög við brotum. Atvinnurekendur eigi ekki að geta grætt á stuldi.
13.08.2019 - 14:59
Sveitarfélög segja stéttarfélög bera ábyrgðina
Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga ætlar ekki að tjá sig frekar um kjaradeilu við Starfsgreinasambandið og Eflingu á meðan hún er hjá ríkissáttasemjara. Formaður Starfsgreinasambandsins gagnrýndi sveitarfélögin harðlega í gær.
20.06.2019 - 11:45