Færslur: Ásgeir Trausti

Daði Freyr og Ásgeir verða á G! Festival í sumar
Daði Freyr verður aðalnúmerið á færeysku tónlistarhátíðinni G! Festival í sumar. Hátíðinni var aflýst tvö undanfarin ár vegna kórónuveirufaraldursins en skipuleggjendur eru nú í óða önn að undirbúa hátíð sumarsins.
09.03.2022 - 00:42
Síðan sem sameinaði Halta hóru og söngstjörnur Íslands
Hin sáluga vefsíða rokk.is var gríðarlega vinsæl á sínum tíma en um 1.300 hljómsveitir notuðust við síðuna til að koma tónlist sinni á framfæri. Margt af okkar þekktasta tónlistarfólki í dag hóf feril sinn á rokk.is þar sem allt snérist um að koma lagi á vinsældalista síðunnar.
23.05.2020 - 09:45
Sumargestur frá Reykjanesi og Valdimar úr Kópavogi
Ásgeir Trausti flutti lagið Sumargestur í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ í gær en þá hóf göngu sína ný tónleikaröð sem gengur undir nafninu Látum okkur streyma. Í kvöld streymir Valdimar svo tíu ára afmælistónleikum sínum úr Kópavogi á RÚV 2 og Rás 2.
27.03.2020 - 15:21
Rafrænir tónleikar Ásgeirs Trausta í kvöld
Ásgeir Trausti kemur fram á tónleikum í Hljómahöllinni í kvöld. Þeir verða í beinni útsendingu á RÚV.is, Rás 2 og á Facebook-síðu Hljómahallarinnar.
26.03.2020 - 11:28
Rokkland
Órafmagnaður Ásgeir Trausti í Græna hattinum
Upptaka frá tónleikum Ásgeirs Trausta á Græna hattinum á Akureyri 28. júlí 2018.
30.12.2019 - 15:59
Syngur í minningarathöfn um norsku konuna
Ásgeir Trausti Einarsson syngur í minningarathöfn um norska konu, Maren Ueland, sem hryðjuverkamenn myrtu í Marókkó skömmu fyrir jól. Dönsk kona, Louisa Vesterager, var einnig myrt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var Ueland aðdáandi Ásgeirs Trausta og kom hún til Íslands skömmu áður en hún fór til Marókkó.
16.01.2019 - 10:39
Magnús og Árstíðir í Konsert
Magnús Þór Sigmundsson varð sjötugur í lok ágúst, en hélt upp á afmælið með afmælistónleikum um miðjan nóvember.
Ásgeir frumflytur nýtt efni á Íslandstúr
Ásgeir Trausti ætlar að leggja Ísland undir fót í sumar og fara í tveggja vikna tónleikaferðalag hringinn í kringum landið. Hann er nú á fullu í upptökum á sinni þriðju breiðskífu en mun taka sér hlé frá 17. júlí til 1. ágúst þegar hann verður á ferð og flugi um landið.
11.06.2018 - 15:04
Myndskeið
Ásgeir gefur RÚV Tvær stjörnur
Ásgeir Trausti hefur nú gefið Rás 2 tvær af þeim 29 vínilplötum sem hann hefur tekið upp undanfarinn sólarhring.
06.07.2017 - 15:30
Ásgeir tekur upp á vínyl í 24 tíma hægvarpi
Miðvikudaginn 5. júlí tekur tónlistarmaðurinn Ásgeir upp eins margar 7” vínylplötur og hann kemst yfir á einum sólarhring. RÚV sýnir beint frá upptökunum samfellt í 24 klukkutíma í svokölluðu hægvarpi.
30.06.2017 - 15:05
Elíza + Ásgeir + Rammstein + Chris Cornell
Þessir eru helstu persónur og leikendur í Rokklandi í dag.
21.05.2017 - 09:25
Ásgeir - Afterglow
Plata vikunnar þessa vikuna er ný plata Ásgeirs Trausta, Afterglow. Á dögunum gaf tónlistarmaðurinn Ásgeir út sína aðra plötu Afterglow en rúm fjögur ár eru síðan hann gaf út frumraun sína „Dýrð í dauðaþögn“ hér á landi sem var gífurlega vel tekið og hefur selst í um 35 þúsundum eintaka. Ellefu lög er að finna á „Afterglow“ sem öll eru á ensku, að einu undanskyldu.
12.05.2017 - 16:16
Losti og alsæla ástarinnar í nýju lagi Ásgeirs
Högni Egilsson semur textann við nýjasta lag Ásgeirs Trausta, „Stardust“ sem frumflutt var á tónlistarvefnum Consequence of Sound í dag. „Að mínu mati er þetta mjög hreinskilið lag því það kemur frá einhverjum stað innra með mér sem ég opna ekki oft á,“ segir Ásgeir. Lagið er nú aðgengilegt á öllum helstu tónlistarveitum.
17.03.2017 - 14:11
Nýtt myndband frá Ásgeiri Trausta frumsýnt
Ásgeir Trausti frumsýnir í dag nýtt myndband við lagið „Unbound“, af væntanlegri hljómplötu sem von er á í vor. Myndbandinu er leikstýrt af Julien Lassort.
16.02.2017 - 10:18
Nýtt lag frá Ásgeiri Trausta
Ásgeir Trausti hefur sent frá sér nýtt lag. Það heitir „Unbound“ og er af væntanlegri breiðskífu sem kemur út 5. maí á þessu ári hjá útgáfunni One Little Indian.
24.01.2017 - 10:45