Færslur: ásgeir jónsson

Sjónvarpsfrétt
Líta leiðsögn seðlabankans ólíkum augum
Hækkun stýrivaxta er ætlað að búa í haginn fyrir komandi kjarasamninga segir seðlabankastjóri. Stýrivextir hækkuðu um eitt prósentustig í morgun og var þetta sjöunda hækkunin á rúmlega einu ári.
Ásgeir: Hækkum eins oft og þurfa þykir
Seðlabankinn hækkaði stýrivexti í morgun um eitt prósentustig, upp í 4,75 prósent. Þetta er sjöunda hækkunin á rúmu ári og seðlabankastjóri segist tilbúinn að hækka vextina eins oft og þurfa þykir til að ná verðbólgu niður.
Spá 0,75 prósentustiga stýrivaxtahækkun
Hagfræðideild Landsbankans spáir því að stýrivextir Seðlabankans verði hækkaðir um 0,75 prósentustig á fundi peningastefnunefndar bankans í næstu viku. Gangi spár eftir hækka vextirnir úr 3,75% upp í 4,5% og verða þá orðnir jafnháir og um mitt ár 2019, þegar bankinn hóf að lækka vexti.
Afsögn siðanefndar vegna meints trúnaðarbrests rektors
Siðanefnd Háskóla Íslands sagði af sér í síðustu viku vegna trúnaðarbrests gagnvart rektor skólans. Ástæða afsagnarinnar er sögð vera sú að hann hafi lýst skoðun sinni í deilu Bergsveins Birgissonar fræðimanns og rithöfundar og Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra.
Kastljós
Segir vexti lága og stöðu heimilanna aldrei betri
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, vísar því á bug ummælum forseta ASÍ um að Seðlabankinn hafi misst tök á húsnæðismarkaði og sé með stýrivaxtahækkunum að leysa sjálfskapaðan vanda. Hann segir vexti vera lága í sögulegu samhengi og almennt séu kjör fólks í landinu góð, ekki síst vegna aukins kaupmáttar.
Segir Ásgeir eiga þátt í ritstuldi rannsóknarnefndar
Sagnfræðingurinn Árni H. Kristjánsson staðhæfir að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hafi ásamt fleirum framið ritstuld við gerð Skýrslu rannsóknarnefndar um rannsókn á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna sem út kom árið 2014.
Frestaði fyrirlestri Ásgeirs eftir ásökun um ritstuld
Aðstandendur Miðaldastofu ákváðu að fresta fyrirlestri sem Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri átti að halda á þeirra vegum síðdegis í dag. Ákvörðunin var tekin eftir að Bergsveinn Birgisson, fræðimaður og rithöfundur, sakaði Ásgeir um ritstuld og sagði seðlabankastjóra hafa stuðst við sitt verk, Leitina að svarta víkingnum, í bókinni Eyjan hans Ingólfs án þess að geta þess. Ásgeir hefur vísað þeim ásökunum á bug.
Seðlabankastjóri vísar ásökunum um ritstuld á bug
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir af og frá að hann hafa nýtt skrif Bergsveins Birgissonar fræðimanns og rithöfundar við ritun bókar sinnar Eyjan hans Ingólfs, sem fjallar um landnám Íslands.
08.12.2021 - 20:48
Sakar seðlabankastjóra um ritstuld
Bergsveinn Birgisson fræðimaður og rithöfundur sakar Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóra um ritstuld. Ásgeir gaf nýverið út bókina Eyjan hans Ingólfs, sem fjallar um landnám Íslands. Yfirlýsingar er að vænta frá Ásgeiri.
Hefur áhrif á arðgreiðslur bankanna
Samkvæmt nýrri stefnu Seðlabankans verða gerðar ríkari kröfur til banka um hátt eiginfjárhlutfall. Stefnan hefur meðal annars hamlandi áhrif á arðgreiðslur bankanna.
Of mikil gírun helsta ógnin
Helsta ógn við fjármálastöðugleika er tilhneiging fólks til að nýta verðhækkanir á húsnæði og hlutabréfum til enn frekari skuldsetningar. Fjármálastöðugleikanefnd birti í morgun mat sitt á stöðu fjármálakerfisins.
Ólíkar leiðir seðlabanka
Evrópski seðlabankinn hyggst ekki bregðast við verðbólguskoti í álfunni með því að hækka stýrivexti. Það er öfugt við nálgun Seðlabanka Íslands.
Sjónvarpsfrétt
Passar að partýið fari ekki úr böndunum
Seðlabankinn kynnti í morgun fjórðu stýrivaxtahækkunina á sjö mánuðum. Henni er ætlað að kæla hagkerfið sem bankinn spáir að vaxi hratt á næsta ári.
Telja sig hafa reist nægilega háar girðingar
Stjórnendur Seðlabankans telja að snörp hækkun fasteignaverðs á undanförnum misserum sé tímabundin og að þær girðingar sem bankinn hefur reist muni kæla markaðinn.
Erum í upphafi nýs framfaraskeiðs í sögu þjóðarinnar
Seðlabankastjóri segir að kórónuveirufaraldurinn geti reynst blessun í dulargervi og að þjóðin sé að ganga inn í nýtt framfaraskeið. Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað í morgun að hækka stýrivexti um 0,25 prósent og eru stýrivextir bankans nú 1,25 prósent.
Eyðslusemi Gunnars á Hlíðarenda og lánastarfsemi Njáls
Fjármál og gerningar þeim tengdir voru snar þáttur í daglegu lífi fólks forðum þegar hetjur riðu um héruð, talsvert meira svo en við gerum okkur almennt grein fyrir. Þetta er bjargföst skoðun Ásgeirs Jónssonar, Seðlabankastjóra og sagnfræðiáhugamanns, og hann hefur efnt til göngu á Þingvöllum í kvöld til að varpa ljósi á málið.
Viðtal
„Það er ákveðin sýki að safna bókum“
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er í deyjandi stétt bókasafnara. „Það gefur manni töluvert ef þú heldur á frumútgáfum sem mögulega skáldið sjálft hefur handleikið,“ segir hann. Nýjasti fengurinn er sjaldgæfur árgangur tímarits Benedikts Gröndals, sem þótti betur hæfa kömrum en til lesturs á sínum tíma.
Segja að háð sé fordæmalaust túlkunarstríð á sögunni
Íslandsdeild samtakanna Transparency International lýsir yfir miklum áhyggjum vegna framgöngu útgerðarfélagsins Samherja. Þetta kemur fram í ályktun sem samtökin sendu frá sér fyrr í dag. Íslandsdeild TI eru félagasamtök fólks sem vill berjast gegn spillingu í öllum grunnstoðum samfélagsins að því er segir á vefsíðu þeirra.
Myndskeið
Kallað eftir vernd frá árásum stórfyrirtækja
Forsætisráðherra segir ekki góðan brag á því að stórfyrirtæki höfði mál gegn starfsmönnum opinberra stofnana. Hún segir koma til greina að setja lög til að vernda þá gegn slíkum málsóknum. Slík lög gætu einnig náð yfir heilbrigðisstarfsfólk.
„Jafnvel fullorðið fólk stríddi mér“
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri stamar. Sem barn var honum mikið strítt, bæði af jafnöldrum og fullorðnu fólki, og þegar hann tók við embætti seðlabankastjóra reyndu mótherjar jafnvel að nota stamið gegn honum. Hann kíkti í Síðdegisútvarpið í tilefni alþjóðlegrar vitundarvakningar um stam og hvatti ungt fólk til að láta stamið ekki stoppa sig.
23.10.2020 - 11:03
Aðgerðirnar munu hafa áhrif strax
Seðlabankastjóri segir að lækkun stýrivaxta og rýmkuð bindiskylda hafi strax áhrif. Hagspá bankans frá í febrúar er þegar orðin úrelt og útlit er fyrir samdrátt og aukið atvinnuleysi. Aðalhagfræðingur Arion banka segir að tillögurnar sem ríkisstjórnin kynnti í gær séu óljósar og að þær þurfi að útfæra betur.
Seðlabankinn mun grípa til varna vegna COVID-19
„Við erum að fara að grípa til aðgerða mjög fljótlega,“ segir Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, um aðgerðir til að sporna við efnahagslegum áhrifum COVID-19 veirunnar. Frekari vaxtalækkanir eru líklegar.