Færslur: Ásgeir

Plata vikunnar
Hann er kominn heim
Sátt/Bury the Moon er þriðja breiðskífa Ásgeirs. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í gripinn sem var plata vikunnar á Rás 2.
09.02.2020 - 14:11
Ásgeir - Sátt
Þann sjöunda febrúar kemur út platan Sátt með Ásgeiri sem áður kallaði sig Ásgeir Trausta. Platan er öll á íslensku en kemur einnig út á erlendum markaði sem Bury the Moon. Plötuna samdi Ásgeir á nokkrum vikum úti á landi í einangrun frá ys og þys stórborgar.
03.02.2020 - 15:40
Ásgeir frumflytur nýtt efni á Íslandstúr
Ásgeir Trausti ætlar að leggja Ísland undir fót í sumar og fara í tveggja vikna tónleikaferðalag hringinn í kringum landið. Hann er nú á fullu í upptökum á sinni þriðju breiðskífu en mun taka sér hlé frá 17. júlí til 1. ágúst þegar hann verður á ferð og flugi um landið.
11.06.2018 - 15:04
Ásgeir varpar einstakri vínylplötu í sjóinn
Í dag varpaði tónlistarmaðurinn Ásgeir sjö tommu vínylplötu í hafið úr þyrlu. Platan er sú eina sinnar tegundar í heiminum en henni er sem betur fer vandlega pakkað inn í flöskuskeyti sem hannað var af Ævari vísindamanni í samstarfi við RÚV og Verkís.
03.11.2017 - 15:42
Ásgeir tók lagið í beinni frá Akureyri
Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fer fram á Akureyri í fyrsta sinn í ár, samhliða hátíðinni í Reykjavík. Rás 2 hefur komið sér fyrir á Akureyri Backpackers í miðbænum og þangað kom Ásgeir Trausti og tók tvö lög fyrir hlustendur Rásar 2 og gesti á staðnum.
02.11.2017 - 14:04
Sjáðu Ásgeir syngja Sumargest inn á vínyl
Ásgeir söng lagið Sumargest ásamt ótal fleirum í hægvarpi sínu í gær þar sem hann tók upp tónlist beint á sjö tommu vínylplötur í 24 tíma án hvíldar.
07.07.2017 - 13:25
Myndskeið
Ásgeir gefur RÚV Tvær stjörnur
Ásgeir Trausti hefur nú gefið Rás 2 tvær af þeim 29 vínilplötum sem hann hefur tekið upp undanfarinn sólarhring.
06.07.2017 - 15:30
Ásgeir tekur upp á vínyl í 24 tíma hægvarpi
Miðvikudaginn 5. júlí tekur tónlistarmaðurinn Ásgeir upp eins margar 7” vínylplötur og hann kemst yfir á einum sólarhring. RÚV sýnir beint frá upptökunum samfellt í 24 klukkutíma í svokölluðu hægvarpi.
30.06.2017 - 15:05
Gagnrýni
Flæðir áfram, líkt og fallegt fljót
Hvernig fylgir maður eftir gríðarlega vinsælum frumburði? Ekki með því að endurtaka sig, lexía sem Ásgeir Trausti hefur haft gæfu til að fylgja. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í aðra plötu hans, Afterglow, sem er plata vikunnar á Rás 2.  
Ásgeir - Afterglow
Plata vikunnar þessa vikuna er ný plata Ásgeirs Trausta, Afterglow. Á dögunum gaf tónlistarmaðurinn Ásgeir út sína aðra plötu Afterglow en rúm fjögur ár eru síðan hann gaf út frumraun sína „Dýrð í dauðaþögn“ hér á landi sem var gífurlega vel tekið og hefur selst í um 35 þúsundum eintaka. Ellefu lög er að finna á „Afterglow“ sem öll eru á ensku, að einu undanskyldu.
12.05.2017 - 16:16