Færslur: Aserbaísjan

Myndskeið
Ekkert lát á átökum um yfirráð yfir Nagorno-Karabakh
Formaður vináttufélags Asera á Íslandi, Zakir Jón Gasanov, segir stöðuna í deilu Azera og Armena um yfirráð yfir héraðinu Nagorno-Karabakh mjög slæma, fólk týni lífi hvern einasta dag. Þúsundir íbúa héraðsins hafa síðustu vikur neyðst til að flýja heimili sín vegna stríðsátakanna. 
24.10.2020 - 19:25
Ásakanir um brot á vopnahléssamningi ganga á víxl
Ásakanir um brot á nýjasta vopnahléssamkomulags Asera og Armena ganga nú á víxl milli hinna stríðandi ríkja. Armenar sökuðu í nótt Asera um að hafa brotið gegn skilmálum samkomulagsins einungis nokkrum mínútum eftir að það átti að ganga í gildi á miðnætti að staðartíma; klukkan átta í gærkvöld að íslenskum tíma.
18.10.2020 - 06:51
Óbreyttir borgarar féllu í eldflaugaárás á Aserbaísjan
Ekkert lát er á átökum Armena og Asera um fjallahéraðið Nagorno-Karabakh og sem fyrr eru óbreyttir borgarar hvergi hultir í þeim hildarleik. Aserar gerðu stórskotaárás á stærstu borg Nagorno-Karabakh, Stepanakert, síðdegis í gær. Mikill hluti íbúa hennar hefur þegar flúið borgina vegna linnulítilla árása síðustu vikna og árás gærdagsins hrakti enn fleiri á flótta. Í nótt svöruðu Armenar með eldflaugaárás á borgina Ganja, næst-stærstu borg Aserbaísjan.
17.10.2020 - 03:20
Armenía: „Umtalsvert mannfall“ í átökunum við Asera
Forsætisráðherra Armeníu sagði í sjónvarpsávarpi í gær, að umtalsvert mannfall hefði orðið í armenska hernum í átökunum við Asera síðustu vikur, þar sem tekist er á um yfirráðin í hinu umdeilda fjallahéraði, Nagorno-Karabakh. Forsætisráðherrann, Nikol Pashinyan, ávarpaði þjóðina í gærkvöld og sagði að „margir Armenar" hefðu fallið í átökunum, sem staðið hafa linnulítið frá 27. september.
15.10.2020 - 02:25
Deilendur hvattir til að virða vopnahlé
Stjórnvöld í Rússlandi ítrekuðu í morgun tilmæli til Armena og Asera um að halda að sér höndum og virða gildandi vopnahlé. 
14.10.2020 - 10:17
Sprengjum varpað þrátt fyrir vopnahlé
Ekkert lát virðist á átökum á milli Asera og Armena í og við sjálfstjórnarhéraðið Nagorno-Karabakh þrátt fyrir umsamið vopnahlé. Að sögn AFP fréttastofunnar var sprengjum varpað á borgina Stepanakert í Nagorno-Karabakh í alla nótt.
11.10.2020 - 07:07
Vopnahlé samþykkt í Nagorno-Karabakh
Armenar og Aserar samþykktu vopnahlé og eru reiðubúnir að hefja efnislegar viðræður um Nagorno-Karabakh. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, greindi frá þessu í kvöld. 
10.10.2020 - 00:51
Pútín boðar Armena og Asera til friðarviðræðna
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, boðar utanríkisráðherra Armeníu og Aserbaísjans til friðarviðræðna í dag. AFP fréttastofan greinir frá. Átökum ríkjanna í héraðinu Nagorno-Karabakh verði að lynna af mannúðarástæðum, segir forsetinn.
09.10.2020 - 02:09
Um helmingur íbúa hefur hrakist á vergang
Um helmingur íbúa héraðsins Nagorno-Karabakh hefur hrakist frá heimkynnum sínum síðan átök blossuðu upp milli Armena og Asera í síðustu viku eða allt að 75.000 manns. Fréttastofan AFP hafði þetta eftir embættismanni í héraðinu í morgun.
07.10.2020 - 07:56
Kennir Erdogan um átök Armena og Asera
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, sakar Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, um að vera upphafsmann að nýjum  átökum Asera og Armena. Þetta kemur fram í viðtali við Assad sem rússneska fréttastofan RIA birti í morgun.
06.10.2020 - 07:58
Armenar og Aserar berjast áfram
Ekkert lát er á bardögum Asera og Armena um Nagorno-Karabakh og eru gerðar stórskotaliðsárásir á báða bóga. Aserar hófu á ný stórskotaliðsárásir á borgina Stepanakert, höfuðstað héraðsins, snemma í morgun.
05.10.2020 - 09:20
Harðir bardagar halda áfram í Nagorno Karabakh
Fregnir hafa borist af miklum sprengingum í borginni Stepanakert, helstu borg sjálfstjórnarhéraðsins Nagorno Karabakh, í morgunsárið. Fréttamenn AFP-fréttatofunnar í borginni segja allmargar sprengingar hafa skekið borgina í morgun. Í tilkynningu frá stjórnvöldum í Aserbaísjan segir að þau hafi „gripið til hefndaraðgerða" vegna eftir að armenskir aðskilnaðarsinnar skutu eldflaugum frá borginni að bækistöðvum aserskra hersveita.
04.10.2020 - 06:36
Áfram barist um Nagorno-Karabakh
Ekkert lát er á bardögum á landamærum Armeníu og Aserbaísjan og voru stórskotaliðsárásir á báða bóga í nótt. Staðfest er að nærri tvö hundruð hafi fallið síðan bardagar brutust út milli ríkjanna um síðustu helgi, þar af fleiri en þrjátíu almennir borgarar.
02.10.2020 - 08:51
Macron og Pútín hvetja til viðræðna
Vladimir Pútín, forseti Rússlands, og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hvetja stjórnvöld í Armeníu og Aserbaísjan til að semja um vopnahlé, hefja viðræður sín á milli og draga úr spennunni milli ríkjanna. Í tilkynningu frá stjórnvöldum í Kreml segir að yfirlýsingar sé að vænta frá leiðtogunum tveimur og Donald Trump Bandaríkjaforseta um átökin um Nagorno-Karabakh.
01.10.2020 - 11:59
Armenar ekki tilbúnir til viðræðna
Nikol Pashinjan, forsætisráðherra Armeníu, hafnaði í morgun boði Rússa um að hafa milligöngu í friðarviðræðum milli Armeníu og Aserbaísjan. Hann sagði viðræður milli ríkjanna ekki í myndinni að svo stöddu. Andrúmsloftið yrði að verða betra til þess.
30.09.2020 - 08:57
Myndskeið
Um hvað snúast deilurnar um Nagorno-Karabakh?
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman til fundar í kvöld vegna átakanna sem geisa milli Armena og Azera um Nagorno Karabakh-héraðið. Deilur ríkjanna má rekja allt aftur til falls Sovétríkjanna.
Merkel hvetur til vopnahlés og viðræðna
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur rætt við leiðtoga Armena og Asera um átökin í Nagorno-Karabak, hvatt þá til að semja um vopnahlé þegar í stað og setjast að samningaborði.
29.09.2020 - 09:11
Neyðarfundur í Öryggisráðinu í dag
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna heldur neyðarfund bak við luktar dyr í dag vegna átakanna á milli Asera og Armena í Nagorno-Karabakh. AFP fréttastofan greinir frá. Styr hefur staðið um héraðið áratugum saman, og hófust átök að nýju á milli ríkjanna á sunnudagsmorgun.
29.09.2020 - 04:17
Hart barist í Nagorno-Karabakh
Armenskir uppreisnarmenn og liðsmenn stjórnarhers Aserbaísjans héldu uppi stórskotahríð hvorir á aðra í héraðinu Nagorno-Karabakh í alla nótt. Uppreisnarmenn segja að 32 úr þeirra liði hafi fallið frá því að bardagar brutust út í gærmorgun, þar af fimmtán í nótt.
28.09.2020 - 08:09
Átök hafin í Nagorno Karabakh
Átök brutust út á milli Armena og Asera í Nagorno Karabakh í morgun. Forsætisráðherra Armeníu, Nikol Pashinyan, segir Asera hafa gert sprengjuárásir úr lofti og frá jörðu. Armenskir hermenn skutu niður tvær þyrlur og þrjá dróna, hefur fréttastofa BBC eftir honum. Aserska varnarmálaráðuneytið segir sprengjuárásina hafa verið svar við árásum aðskilnaðarsinna í héraðinu.
27.09.2020 - 06:31
Myndskeið
16 fallnir í átökum um yfirráð yfir Nagorno Karabakh
Sextán hafa fallið í átökum Armena og Asera í vikunni. Óttast er að upp úr sjóði í áratuga deilu ríkjanna um héraðið Nagorno Karabakh. Hernaðarátök brutust út á sunnudag og eru ellefu hermenn Asera, fjórir hermenn Armena og einn óbreyttur borgari fallnir.
16.07.2020 - 19:40
Armenar og Aserar berjast enn
Bardagar blossuðu upp á ný á landamærum Armeníu og Aserbaísjan í nótt, en að minnsta kosti sextán hafa fallið í bardögum þar síðan um helgi.
16.07.2020 - 08:56
Mannfall í landamæradeilum
Ellefu hermenn frá Aserbaísjan hafa fallið í átökum við armenska hermenn á landamærum ríkjanna undanfarna tvo daga. Fulltrúi varnarmálaráðuneytis Aserbaísjan staðfesti þetta í morgun.
14.07.2020 - 11:09
Ásakanir um kosningasvik í Aserbaísjan
Stjórnarflokkurinn í Aserbaísjan lýsti í morgun yfir sigri í þingkosningunum sem fram fóru í landinu í gær, en stjórnarandstaðan sakar stjórnarliða um víðtæk kosningasvik.
10.02.2020 - 08:39
  •