Færslur: Ása Helga Hjörleifsdóttir

Tengivagninn
„Það er ekkert sem stoppar þig eins og hræðsla“
Klipparinn Elísabet Ronaldsdóttir hefur unnið með stærstu kvikmyndaframleiðendum heims en finnst hún þrátt fyrir það alltaf þurfa að gera betur. Hún hvetur þó fólk til að vera óhrætt við að prófa sig áfram og leika sér að sögunni. Kvikmyndaleikstjórinn Ása Helga Hjörleifsdóttir fékk að spyrja hana spjörunum úr um listina og ferilinn.
05.08.2022 - 11:00
Svanurinn flýgur til Bandaríkjanna
Kvikmyndin Svanurinn sem er byggð á samnefndri skáldsögu Guðbergs Bergssonar fer í almennar sýningar í Bandaríkjunum á næstunni. Myndin verður frumsýnd á föstudaginn í New York og Los Angeles í næstu viku.
Gagnrýni
Svanurinn er glæsilegt byrjendaverk
Ljóðrænar lýsingar Guðbergs Bergssonar og leikur hans með orð eru skemmtilega útfærð í kvikmyndinni Svaninum að mati gagnrýnenda. Myndin er fyrsta kvikmynd Ásu Helgu Hjörleifsdóttur í fullri lengd.
Gagnrýni
Alvörugefinn og draumkenndur Svanur
Ný kvikmynd Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, Svanurinn, var frumsýnd hér á landi á dögunum. Myndin hefur á síðustu mánuðum farið sannkallaða sigurför um heiminn og unnið til virtra alþjóðlegra verðlauna. Gunnar Theódór Eggertsson kvikmyndagagnrýnandi segir myndina djúpa og úthugsaða með mörg lög af efnivið.
Eins og að fá listamannalaun í ár
Ása Helga Hjörleifsdóttir kvikmyndagerðarkona hlaut á dögunum Gullna bengaltígurinn fyrir bestu leikstjórn á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Kolkata á Indlandi. Það eru ein hæstu peningaverðlaun sem veitt eru í hátíðabransanum, og samsvara 3,3 milljónum íslenskra króna.
Sjáðu fyrstu stikluna úr Svaninum
Fyrsta stiklan úr kvikmyndinni Svaninum hefur nú litið dagsins ljós en myndin var heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto um helgina.