Færslur: Artemis-geimferðaáætlunin

Beint
Ferðin til tunglsins gengur eins og í sögu
Allt gengur eins og í sögu á þriðja degi ómannaðrar ferðar Orion-farsins sem skotið var upp með Artemiseldflaug frá Florídaskaga í Bandaríkjunum. Stjórnendur Artemis-áætlunarinnar segja ferðina í raun hafa gengið umfram vonum.
Beint
Jómfrúrskot Artemis-áætlunarinnar tókst giftusamlega
Artemis flaug NASA, bandarísku geimferðastofnunarinnar, var skotið á loft núna laust fyrir klukkan sjö, en tæknileg vandkvæði og illviðri hafa tafið jómfrúrferðina verulega í haust. Nú gekk hins vegar allt vel, en næsta skref NASA er að senda mannað far á sporbaug um tunglið eftir tvö ár.
Tunglskoti frestað þriðja sinni - nú vegna veðurs
Geimferðastofnun Bandaríkjanna ákvað í dag að fresta jómfrúrferð Artemis áætlunarinnar vegna hitabeltisstorms á Karíbahafi sem hætta er á að verði sterkur fellibylur.
Veður gæti sett strik í reikning jómfrúrferðar Artemis
Einn einu sinni lítur út fyrir að fresta þurfi jómfrúrferð Artemis áætlunar Geimferðastofnunar Bandaríkjanna umhverfis Tunglið. Til stendur að skjóta eldflaug með ómannað far á loft næstkomandi fimmtudag en hitabeltisstormur á Karíbahafi gæti sett strik í reikninginn.
Eldsneytiskerfi Artemis eldflaugarinnar stóðst prófanir
Bandaríska geimferðastofnunin NASA tilkynnti í dag að sérfræðingar hefðu fullprófað eldsneytiskerfi Artemis I eldflaugarinnar. Tæknileg vandkvæði tengd kerfinu neyddu stofnunina tvisvar til að hætta við að skjóta flauginni í átt að tunglinu.
NASA hyggst nýta 70 mínútna glugga í lok september
Bandaríska geimferðastofnunin NASA segir að eigi fyrr en 27. september verði mögulegt að fara jómfrúrferð Artemis-verkefnis stofnunarinnar. Ferðinni hefur tvisvar verið frestað af tæknilegum orsökum og stofnunin slær enn varnagla vegna tæknimála.
Jómfrúarferð Artemis áætluð síðar í september
Stjórnendur bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA vonast til að lukkan blasi við og allt sé þegar þrennt er. Jómfrúarskoti Artemis, verkefnis stofnunarinnar, hefur tvisvar verið frestað af tæknilegum ástæðum en vonir standa til að betur takist til síðar í september.
Sögulegt jómfrúargeimskot fært fram á laugardag
Bandaríska geimferðastofnunin, NASA, ætlar að gera aðra atlögu að því að skjóta nýrri eldflaug til tunglsins á laugardag. Jómfrúarskot eldflaugarinnar, sem er af tegundinni Space Launch System eða SLS en er kölluð Artemis 1, átti að fara fram á mánudag, en var frestað vegna tæknibilana. Þá náði einn af fjórum hreyflum eldflaugarinnar ekki réttu hitastigi í prófunum fyrir geimskotið.
NASA fyrirhugar ferðir til tunglsins og síðar til Mars
Bandaríska geimferðastofnunin NASA hyggst skjóta ómannaðri Artemis-flaug á loft á morgun mánudag. Artemis-áætlunin miðar að því að koma mönnum til tunglsins að nýju og langtímamarkmiðið er að senda fólk til reikistjörnunnar Mars.
Tunglflaug NASA kominn á skotpallinn í Flórída
Ný Orion-tunglflaug bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA var í gær flutt á skotpallinn í Kennedy-geimferðamiðstöðinni í Flórída í Bandaríkjunum ásamt risavaxinni eldflauginni sem flytur hana langleiðina til tunglsins í fyrsta áfanga Artemis-áætlunar NASA. Til stendur að skjóta flauginni á loft 29. ágúst.

Mest lesið