Færslur: Árskógar

Gjaldþrot blasir ekki lengur við FEB
Búið er að ganga frá skriflegum viðaukum við kaupsamninga við 53 kaupendur íbúða í eigu Félags eldri borgara í Árskógum. Gjaldþrot blasir því ekki lengur við félaginu.
„Viljum við hraða málinu eins og kostur er“
Mál kaupenda íbúðar við Árskóga gegn Félagi eldri borgara í Reykjavík verður framhaldið fyrir héraðsdómi. Lögmaður kaupendanna segir brýnt að aðalmeðferð hefjist sem fyrst þar sem kaupendurnir séu nánast á götunni.
23.08.2019 - 12:19
Fyrirtaka verður í Árskógamáli í dag
Fyrirtaka verður í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli hjóna gegn Félagi eldri borgara vegna Árskógamálsins svokallaða. Sættir hafa ekki náðst. Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður hjónanna, vildi í samtali við fréttastofu ekki útiloka að sættir gætu náðst en málinu yrði haldið til streitu fyrir dómstólum á meðan ekkert slíkt væri í höfn.
23.08.2019 - 09:02
Myndskeið
Leysa til sín íbúðir þeirra sem höfðuðu mál
Félag eldri borgara í Reykjavík hyggst leysa til sín íbúðir þeirra eigenda nýrra íbúða við Árskóga sem höfðað hafa mál gegn félaginu fyrir héraðsdómi. Þetta er gert á grundvelli kaupréttarákvæðis í samningi. Eigendur tveggja íbúða hafa neitað að greiða hærra verð fyrir íbúðirnar. Í tilkynningu félagsins kemur fram að það hyggist leysa ibúðirnar til sín fyrir miðvikudag þegar þinghald í héraðsdómi fer fram.
19.08.2019 - 19:00
FEB fær viku til þess að skila greinargerð
Lögmenn kaupenda íbúða við Árskóga í Breiðholti lögðu fram aðfararbeiðnir fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Dómari veitti Félagi eldri borgara viku frest til þess að gera grein fyrir vörnum sínum.
Kaupendur krefjast lykla fyrir dómstólum
Kaupendur tveggja íbúða í nýjum fjölbýlishúsum Félags eldri borgara við Árskóga sendu í dag aðfararbeiðni til dómara. Þess er krafist að þau fái íbúðirnar afhentar. Lögmenn þeirra staðfesta þetta. Kaupsamningur sé skýr og félaginu beri skylda til þess að afhenda íbúðirnar.
Viðtal
„Við héldum að við værum að gera góð kaup“
Við erum orðin óskaplega þreytt á því að vera í bílnum en þurfum að láta okkur hafa það áfram . Þetta segir maður sem búið hefur í húsbíl í sjö vikur. Hann og kona hans íhuga að rifta samningi um kaup á íbúð sem Félag eldri borgara reisti í Árskógum.  Forsvarsmenn Félagsins vildu ekki tala Fréttastofu tala í dag.
Segir FEB bótaskylt fái kaupendur ekki íbúðir
Fjölda samninga um kaup á íbúðum sem Félag eldri borgara í Reykjavík reisti í Árskógum hefur verið þinglýst. Sérfræðingur í samningarétti, segir rétt kaupenda sem ekki hafa skrifað undir skilmálabreytingu sterkan.