Færslur: Árný og Daði í Kambódíu

Árný kynnist kambódískum leigubílstjóra
Árný og Daði fara yfir umferðarmál í Kampot sem eru vægast sagt frábrugðin því sem við eigum að venjast hér á landi. Árný tekur viðtal við Pharith Yin, en hann er sjálfstætt starfandi leigubílstjóri og á stóra fjölskyldu.
Laumuðust til landsins fyrir Söngvakeppnina
Það er ekki beinlínis auðvelt fyrir Daða Frey að fara huldu höfði en eins og alþjóð veit lögðu þau skötuhjú land undir fót og laumuðust til landsins fyrir Söngvakeppnina. Ánægjan leyndi sér ekki þegar þau stigu á svið enda ætlaði allt um koll að keyra þegar leynigestirnir birtust áhorfendum og tóku lagið.
Árný og Daði breiða yfir úrslitalögin
Á morgun fer fram úrslitakvöldið í Söngvakeppninni 2018. Í tilefni þess ákváðu Árný og Daði að fara yfir tónlistarmenningu Kambódíu og bera hana saman við Eurovision stemninguna á Íslandi.
Daði býr til lag úr innsendum hljóðum
Í síðustu viku óskaði Daði eftir því að fólk sendi inn hljóð og hann myndi búa til lag úr þeim. Það streymdu inn myndbönd með hljóðum frá fylgjendum Árnýjar og Daða og úr varð tónlistarþáttur dagsins.
Árný og Daði skoða friðaða fugla
Í þætti dagsins er ferðinni heitið til Anlung Pring sem er sveitasamfélag og verndarsvæði fyrir fugla. Verndarsvæðið er rúmir 200 hektarar að stærð, víðáttumikil og vot slétta. Þar hafast við yfir 90 tegundir af fuglum en merkastur þeirra er Sarus crane sem er hæsti fugl heims.
Myndskeið
Söngvakeppnin fór illa með okkur
„Það hefur stundum verið sagt að ég hafi fæðst á sviðinu í Söngvakeppninni, en ég vil meina að ég hafi dáið á sviðinu,“ segir Daði Freyr, sem lenti í öðru sæti í Söngvakeppninni á síðasta ári. „Annað sæti er ekki fyrsta sæti.“
Árný og Daði villast í frumskógi
Árný og Daði leggja í leiðangur til að finna leynivatnið eða the Secret Lake, sem heitir Tomnop Tek Krolar á khmer (kambódísku). Vatnið er manngert, gert af þrælum á tímum Pol Pot og rauðu khmerana.
Árný og Daði smakka framandi mat í Kambódíu
Í þessum þætti hætta þau Árný og Daði sér út í að smakka vel valið „sælgæti“ úr sjoppunni, þar má nefna harðfisk, bragðefna-hlaup og kjúklingalappir.
Kósíheit á Kanínueyju
Árný og Daði komast loksins á Koh Thonsáy/The rabbit island eða Kanínueyjuna. Þar leigja þau lítinn kofa (bungalow), svamla í sjónum og slappa af í hengirúmum.
Hver gerir flottasta sandkastalann?
Árný og Daði fara til Kep til að fara í bátsferð á nálægar eyjar. Það var uppbókað í bátinn svo þau ákveða að halda sandkastalakeppni á ströndinni í Kep.
Ekki einu Íslendingarnir í Kampot
Í þessum 6.þætti seríunnar um Árnýju og Daða í Kambódíu fræðir Árný okkur um Kampot og lífið og menninguna þar. Árný og Daði komust að því að þau væru ekki einu Íslendingarnir á staðnum þegar þau kynntust Helen Maríu Kjartansdóttur sem hefur búið í Kambódíu í tvö ár.
Daði býr til lag úr húshljóðum
Árný og Daði eru búin að koma sér fyrir í húsinu sínu og könnuðu bókstaflega hljóðið í því. Þau tóku upp allskonar hljóðprufur bæði í húsinu og í bakgarðinum. Daði tónlistarmeistari með meiru lagaði til hljóðin og bjó til lag úr þeim. Í þessum þætti sýnir hann hvernig hann vinnur að tónlist bara með því að nota hljóðin í kringum sig.