Færslur: Árný Fjóla

Daði býr til lag úr húshljóðum
Árný og Daði eru búin að koma sér fyrir í húsinu sínu og könnuðu bókstaflega hljóðið í því. Þau tóku upp allskonar hljóðprufur bæði í húsinu og í bakgarðinum. Daði tónlistarmeistari með meiru lagaði til hljóðin og bjó til lag úr þeim. Í þessum þætti sýnir hann hvernig hann vinnur að tónlist bara með því að nota hljóðin í kringum sig.
Daði og Árný með vefþætti frá Kambódíu
Daði Freyr Pétursson hefur sannað sig sem einn efnilegasti rafpoppari landsins, en hann stimplaði sig inn í tónlistarsenu landans með þáttöku í Söngvakeppninni fyrr á þessu ári. Árný Fjóla Ásmundsdóttir, unnusta hans, er mannfræðinemi, listakona og bóndi. Parið er nú komið til Kambódíu og á meðan dvölinni stendur gera þau vefþætti í samstarfi við RÚV sem birtast tvisvar í viku á ruv.is og Facebook síðu RÚV.
23.12.2017 - 09:39
  •