Færslur: Árnessýsla

Brýnir fyrir fólki að gæta að innanstokksmunum
Víðir Reynisson deildarstjóri almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra minnir á og hvetur fólk til að gæta að innanstokksmunum og fjarlæga hluti sem gætu dottið og valdið skaða.
Einn á slysadeild eftir bílveltu á Eyrarbakkavegi
Ökumaður bíls sem valt á Eyrarbakkavegi rétt fyrir klukkan ellefu í kvöld var fluttur á sjúkrahús á Selfossi. Vísir greinir frá þessu. Slökkvilið, sjúkraflutningamenn og lögregla fóru á vettvang og var veginum lokað þar til á tólfta tímanum. Ökumaðurinn var einn í bílnum og þurfti að aðstoða hann úr honum. Ekki þurfti að beita klippum. Bíllinn er gjörónýtur að sögn Sunnlenska.is.
29.01.2021 - 00:28
Friðlýsing fornbýla í Þjórsárdal verndar sögu dalsins
Lilja Alfreðsdóttir staðfesti í dag sem eina heild friðlýsingu minja 22 fornbýla í Þjórsárdal.
Gabbið óvenjulegt en ekki einsdæmi
Lögreglan á Suðurlandi hefur lokið skýrslutöku yfir manni sem hringdi í neyðarlínuna í nótt og tilkynnti um að hann hefði séð mann, sem hann nafngreindi, falla í Ölfusá. Í ljós kom að maðurinn nafgreindi sjálfan sig og fylgdist með leitinni frá árbakkanum. Hann á yfir höfði sér sekt eða ákæru, að sögn yfirlögregluþjóns. Málið sé óvenjulegt en ekki einsdæmi.
27.05.2020 - 15:53
Hjálpuðu skelfdum túristum aftur til byggða
Björgunarsveitarmenn hjálpuðu týndum ferðamönnum aftur til byggða í dag. Ferðamennirnir höfðu villst í uppsveitum Árnessýslu og misst dekk undan bíl sínum. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg voru ferðamennirnir skelkaðir en ómeiddir.
24.10.2019 - 16:36
Innbrotahrina í Árnessýslu
Fjögur innbrot voru kærð til Lögreglunnar á Suðurlandi um helgina og eitt í síðustu viku. Brotist var inn í tvo sumarbústaði við Apavatn, Þjónustumiðstöðina á Þingvöllum og í Hestakrána í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Fimmta innbrotið var í íbúð á Stokkseyri. Lögreglan rannsakar nú innbrotin, en sökudólgarnir hafa ekki fundist enn.
29.02.2016 - 15:58