Færslur: Árnessýsla

Árnessýsla: 21 útkall vegna sinubruna í kvöld
Töluvert hefur verið um sinuelda í Árnessýslu bæði vegna flugelda og af völdum leyfislausra brenna á svæðinu. Mjög þurrt hefur verið þar um slóðir og höfðu Brunavarnir Árnessýslu varað við eldhættu vegna þess.
31.12.2021 - 22:45
Glóð úr flugeldum talin hafa kveikt sinueld
Sinubruni varð við sumarbústaðabyggð á Flötum skammt frá Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í gærkvöldi. Brunavarnir Árnessýslu sendu tvo tankbíla og þrjá dælubíla á vettvang. Lárus Kristinn Guðmundsson, settur varaslökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, hefur áhyggjur af því að fleiri eldar gætu kviknað á gamlárskvöld, þar sem gróður á svæðinu sé mjög þurr.
Myndskeið
Nærri hundrað eldingar á tveimur og hálfri klukkustund
Talsvert eldingaveður gerði í uppsveitum Suðurlands í gær og stóð það yfir í um tvær og hálfa klukkustund.
31.07.2021 - 11:47
Þakka snarræði vegfaranda að ekki fór illa
Tveir gróðureldar kviknuðu á svæði Brunavarna Árnessýslu í dag, en fyrri átti upptök sín við trjálund austan við Þrastarlund um klukkan tíu í morgun. Þakka megi skjótum viðbrögðum vegfaranda að ekki fór verr að sögn Péturs Péturssonar slökkviliðsstjóra.
Kveikt í bálkesti í leyfisleysi og banni
Tilkynning barst Brunavörnum Selfoss í kvöld um að mikinn, svartan reyk legði frá sumarhúsabyggð nærri Reykholti í Árnessýslu. Vísir greinir frá og segir mikinn viðbúnað hafa verið viðhafðan en nokkrir dælubílar, tankbíll, lögreglu- og sjúkrabíll voru sendir á vettvang. Tíu mínútum eftir að þeir lögðu af stað var þeim snúið við þar sem í ljós kom að einhver hafði kveikt í brennu.
01.04.2021 - 00:49
Brýnir fyrir fólki að gæta að innanstokksmunum
Víðir Reynisson deildarstjóri almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra minnir á og hvetur fólk til að gæta að innanstokksmunum og fjarlæga hluti sem gætu dottið og valdið skaða.
Einn á slysadeild eftir bílveltu á Eyrarbakkavegi
Ökumaður bíls sem valt á Eyrarbakkavegi rétt fyrir klukkan ellefu í kvöld var fluttur á sjúkrahús á Selfossi. Vísir greinir frá þessu. Slökkvilið, sjúkraflutningamenn og lögregla fóru á vettvang og var veginum lokað þar til á tólfta tímanum. Ökumaðurinn var einn í bílnum og þurfti að aðstoða hann úr honum. Ekki þurfti að beita klippum. Bíllinn er gjörónýtur að sögn Sunnlenska.is.
29.01.2021 - 00:28
Friðlýsing fornbýla í Þjórsárdal verndar sögu dalsins
Lilja Alfreðsdóttir staðfesti í dag sem eina heild friðlýsingu minja 22 fornbýla í Þjórsárdal.
Gabbið óvenjulegt en ekki einsdæmi
Lögreglan á Suðurlandi hefur lokið skýrslutöku yfir manni sem hringdi í neyðarlínuna í nótt og tilkynnti um að hann hefði séð mann, sem hann nafngreindi, falla í Ölfusá. Í ljós kom að maðurinn nafgreindi sjálfan sig og fylgdist með leitinni frá árbakkanum. Hann á yfir höfði sér sekt eða ákæru, að sögn yfirlögregluþjóns. Málið sé óvenjulegt en ekki einsdæmi.
27.05.2020 - 15:53
Hjálpuðu skelfdum túristum aftur til byggða
Björgunarsveitarmenn hjálpuðu týndum ferðamönnum aftur til byggða í dag. Ferðamennirnir höfðu villst í uppsveitum Árnessýslu og misst dekk undan bíl sínum. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg voru ferðamennirnir skelkaðir en ómeiddir.
24.10.2019 - 16:36
Innbrotahrina í Árnessýslu
Fjögur innbrot voru kærð til Lögreglunnar á Suðurlandi um helgina og eitt í síðustu viku. Brotist var inn í tvo sumarbústaði við Apavatn, Þjónustumiðstöðina á Þingvöllum og í Hestakrána í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Fimmta innbrotið var í íbúð á Stokkseyri. Lögreglan rannsakar nú innbrotin, en sökudólgarnir hafa ekki fundist enn.
29.02.2016 - 15:58