Færslur: Arndís Þórarinsdóttir

Viðtal
Hvorki eldur né vatn fékk henni grandað
Fornhandritið Möðruvallabók sem nú kúrir í Árnagarði og lætur sig hlakka til að sýna sig í Húsi íslenskra fræða með öllum sínum 200 kálfskinnssíðum sem muna sannarlega margt frá fornri tíð bæði hér á Íslandi og úti í kóngsins Kaupmannahöfn. Rithöfundurinn Arndís Þórarinsdóttir hefur nú hlerað þessa gömlu skruddu og fengið hana til að segja frá í bókinni Bál tímans.
Viðtal
Möðruvallabók á þvælingi um Íslandssöguna
Bál tímans er barnabók sem fjallar um sögu Möðruvallarbókar, eins merkasta handrits Íslendingasagna. „Hún er svona Forrest Gump og þvælist í gegnum Íslandssöguna og er víða á lykilaugnablikum,“ segir Arndís Þórarinsdóttir höfundur bókarinnar.
Arndís, Hulda og Lóa tilnefndar til norrænna verðlauna
Blokkin á heimsenda eftir Arndísi Þórarinsdóttur og Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur og skáldsagan Grísafjörður eftir Lóu Hjálmtýsdóttur eru þær íslensku bækur sem tilnefndar eru til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2021. Tilkynnt verður hver hlýtur verðlaunin í Kaupmannahöfn í nóvember.
Íslensku bókmenntaverðlaunin
Elísabet, Arndís, Hulda og Sumarliði verðlaunuð
Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Arndís Þórarinsdóttir, Hulda Sigrún Bjarnadóttir og Sumarliði R. Ísleifsson eru handhafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2020.
Orð um bækur
„Svolítið skrítið að opna sig með þessum hætti“
Arndís Þórarinsdóttir sendi nýlega frá sér sína fyrstu ljóðabók. Innræti heitir bókin þar sem kona snýr innhverfunni út, innhverfu sem bæði er ímynduð eða skálduð og raunveruleg. Þegar að útgáfunni kom var ekki aðeins búið að setja á samkomubann heldur var ljóðskáldið beinlínis sjálft í sóttkví og því ekki annað í stöðunni en að halda rafrænt útgáfuboð, sem var ekki eins einmanalegt og hún hélt.
15.04.2020 - 14:06
Kiljan
„Börnum finnst ekkert leiðinlegt að lesa“
Arndís Þórarinsdóttir barnabókahöfundur segir að þrátt fyrir niðurstöður Pisakönnunar eigi ekki að þvinga íslensk börn til að lesa bækur heldur kenna þeim að njóta þeirra. Hún var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir nýja bók sína Nærbuxnanjósnararnir.