Færslur: Árnastofnun

Vill fleiri handrit að láni í lengri tíma
Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, vill að breytingar verði gerðar á handritasáttmálanum við dönsk stjórnvöld svo Íslendingar geti fengið fleiri handrit lánuð til lengri tíma. 
Danir gætu orðið tilneyddir að skila fleiri handritum
Ný viðhorf til skila á menningarverðmætum til upprunalanda þeirra gæti leitt til þrýstings á Dani að skila Íslendingum handritum sem enn eru geymd þar í landi. Þetta er mat stjórnarmanna Árnasafns í Kaupmannahöfn. Prófessor segir að öflugt rannsóknarsetur þar í borg skili meiri árangri.
Fann brot úr fornu íslensku handriti í Lundúnum
Íslenskur fræðimaður fann brot úr fornu íslensku handriti við rannsóknir sínar í British Library í Lundúnum fyrir nokkru; tvíblöðung og tvö handrit önnur sem talin eru vera úr Reynistaðarbók.
24.11.2021 - 06:14
Handritin
Njála eins og rotta sem keyrt hefur verið yfir
Handritin geyma ómetanlega sögu og vitnisburð um horfinn tíma, þó ósjáleg geti verið. Fjallað er um heimkomu íslensku miðaldahandritanna í nýjum heimildaþætti.
22.04.2021 - 14:00
Hornsteinn Húss íslenskunnar lagður síðasta vetrardag
Uppsteypu Húss íslenskunnar við Arngrímsgötu í Reykjavík lauk fyrir skömmu og nú er lokun hússins á lokametrunum. Framkvæmdir við húsið sjálft hófust 30. ágúst 2019 þegar Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra undirritaði verksaming við ÍSTAK um byggingu þess.
Miðaldafréttir
Nálægt því að afhjúpa leyndardóma Snorralaugar
Snorralaug í Reykholti hefur lengi verið uppspretta vangaveltna um líferni eins fremsta rithöfundar í sögu Íslands, Snorra Sturlusonar. Snorri Másson og Jakob Birgisson, starfsmenn Árnastofnunar, hafa eflaust komist næst því að afhjúpa nýjar vísbendingar um þau veisluhöld sem skipulögð voru í laug skáldsins en eru nú komnir aftur á byrjunarreit.
02.02.2021 - 14:30
Orðabókin er birtingarmynd íslenskra ritreglna
Hlutverk Íslenskrar stafsetningarorðabókar er að vera birtingarmynd eða nánari útfærsla á opinberum ritreglum. Þess vegna er hún kölluð opinber réttritunarorðabók fyrir íslensku. 
Handritin til barnanna og börnin til handritanna
Í kjallara Árnagarðs, í sérstakri handritageymslu, leynist mikill fjársjóður í formi skinnhandrita frá miðöldum. Í vor er hálf öld frá því fyrstu handritin komu heim frá Danmörku eftir áratuga samningaviðræður Dana og Íslendinga. Tímamótunum er meðal annars fagnað með því að miðla handritafróðleik til grunnskólabarna og með verðlaunahátíð 21. apríl þegar 50 ár eru, upp á dag, síðan Íslendingar tóku á móti Konungsbók eddukvæða og Flateyjarbók á hafnarbakkanum í Reykjavík.
Myndskeið
Hús íslenskunnar komið í stað holu íslenskra fræða
Hús íslenskunnar hefur tekið á sig heilmikla mynd í Vesturbæ Reykjavíkur. Forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins segir að verkið hafi gengið vel, þrátt fyrir að reynt hafi á í faraldrinum. Forstöðumaður Árnastofnunar segir ástæðulaust að hafa áhyggjur af öryggi handritanna, sem verða geymd í kjallara hússins.
Lilja ræddi við danska ráðherrann um handritin
Menntamálaráðherrar Íslands og Danmerkur ræddu saman í morgun um að Danir afhendi Íslendingum þau fornrit sem enn eru í Kaupmannahöfn. Ráðherra er bjartsýn á að viðræðurnar skili árangri, enda verði brátt viðeigandi húsnæði til staðar.
29.08.2019 - 13:06
35 milljónir á ári í fimm ár til rannsókna
Ríkisstjórnin veitir 35 milljónum króna á ári næstu fimm ár í rannsóknir á ritmenningu íslenskra miðalda. Viljayfirlýsing þess efnis var undirrituð í Reykholti í Borgarfirði í dag. Undir hana skrifa fulltrúar forsætisráðuneytis, fjármálaráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Snorrastofu, sem leiðir rannsóknirnar. Skrifað er undir yfirlýsinguna í tilefni 75 ára afmælis lýðveldis á Íslandi.
Njáluhandrit hittast á "ættarmóti"
Eitt óvenjulegasta ,,ættarmót" sem sögur fara af var á Árnastofnun í vikunni. Þá var stefnt saman í fyrsta sinn öllum ættkvíslum Njáluhandrita sem sum eru um 700 ára gömul.
09.01.2019 - 20:26
Viðtal
Segja handritin örugg í húsi íslenskra fræða
Ögmundur Skarphéðinsson arkitekt og Vésteinn Ólason fyrrverandi forstöðumaður Árnastofnunar svara gagnrýni Guju Daggar Hauksdóttur, arkitekts og pistlahöfundar Víðsjár, á hús íslenskra fræða sem stendur til að byggja.
25.04.2018 - 17:01