Færslur: Arnarlax

Flutningstími getur tvöfaldast þegar Baldur er úr leik
Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá eldisfyrirtækinu Arctic Fish segir miklu máli skipta að hægt sé að treysta á áreiðanlegar ferjusiglingar um Breiðafjörð. Falli niður ferð hjá Baldri getur flutningstími vöru frá sunnanverðum Vestfjörðum tvöfaldast.
Vesturbyggð stefnir Arnarlaxi vegna vangoldinna gjalda
Sveitarfélagið Vesturbyggð hefur stefnt Arnarlaxi vegna vangoldinna aflagjalda. fyrirtækið hefur greitt inn á kröfur sveitarfélagsins í takt við eldri gjaldskrá, sem ekki er lengur í gildi. Fyrirtækið segir skorta gagnsæi á hvert gjöldin renna.
Lífeyrissjóðurinn Gildi fjárfestir í Arnarlaxi
Hlutir í laxeldisfyrirtækinu Arnarlaxi, fyrir á sjötta milljarð króna, verða seldir í nýju hlutafjárútboði félagsins í dag. Lífeyrissjóðurinn Gildi hyggst fjárfesta fyrir rúma þrjá milljarða króna í félaginu.
13.10.2020 - 12:55
Telur svæðaskiptingu auka sveigjanleika í fiskeldi
Tillaga Hafrannsóknastofnunar að afmörkun eldissvæða fyrir fiskeldi í Arnarfirði á Vestfjörðum er nú til auglýsingar hjá Skipulagsstofnun. Forstjóri fiskeldisfyrirtækis segir þetta bjóða upp á aukinn sveigjanleika í greininni.
20.07.2020 - 13:19
Þrjú göt fundust á sjókví Arnarlax í Arnarfirði
Þrjú göt fundust á nótarpoka einnar sjókvíar Arnarlax við Hringsdal í Arnarfirði um mánaðamótin. Matvælastofnun barst tilkynning um atvikið síðastliðinn fimmtudag. Götin uppgötvuðust síðla þess dags þegar verið var að sækja fisk til slátrunar. Á vef Mast kemur fram að nótarpoki hafði verið hífður upp og starfsmenn tekið eftir götunum og gert við þau.
07.04.2020 - 15:38
Myndskeið
100.000 laxar þurftu ekki að drepast
570 tonn af eldisfiski sem drapst nýlega hjá Arnarlaxi í kvíum eiga ekki að hafa teljandi áhrif á afkomu fyrirtækisins. Forðast hefði mátt laxadauðann ef slátrun hefði farið fram í desember. Koma erlendra sláturskipa eins og Norwegian Gannet er veikur hlekkur í smitvörnum í laxeldi, segir eftirlitsmaður Matvælastofnunar.
20.02.2020 - 10:10
Segir svo mikinn laxadauða ekki geta talist innan marka
Formaður Landssambands veiðifélaga segir nýlegan dauða 500 tonna af eldislaxi hjá Arnarlaxi mikið áhyggjuefni. Það geti ekki talist innan marka að svo mikið af laxi drepist á svo skömmum tíma.
17.02.2020 - 12:25
500 tonn af eldisfiski drepist í sjókvíum Arnarlax
Vart hefur verið við mikinn laxadauða í sjókvíaeldi Arnarlax á Vestfjörðum og talið að um 500 tonn af laxi hafi drepist í kvíum fyrirtækisins. Eitt fullkomnasta slátrunarskip heims er nú á Bíldudal og mun aðstoða við að koma laxinum í vinnslu í landi. Stjórnarformaður Arnarlax segir að laxadauðinn nú sé innan marka sem fyrirtækið gerði ráð fyrir um afföll.
16.02.2020 - 15:15
Freista þess að vísa málinu til Hæstaréttar
Veiðiréttarhafar í Haffjarðará á Snæfellsnesi, sem tapað hafa ógildingarmáli gegn Arnarlaxi, Matvælastofnun og Umhverfisstofnun, ætla að freista þess að skjóta málinu til Hæstaréttar. Landsréttur vísaði málinu frá á föstudag.
Enginn strokulax fannst í Arnarfirði
Enginn strokulax fannst í reknetum við sjókví Arnarlax við Hringsdal í Arnarfirði á Vestfjörðum nú eftir hádegi. Netin voru sett út í gærmorgun eftir að gat fannst í kvínni. Því var lokað strax.
23.01.2019 - 16:58
Skýrist eftir hádegi hvort lax hafi sloppið
Athugað verður eftir hádegi hvort lax hafi sloppið úr einni kví Arnarlax við Hringsdal í Arnarfirði. Í gærmorgun kom í ljós gat í kvínni.
23.01.2019 - 11:43
Ekki útilokað að lax hafi sloppið út
Guðni Magnús Eiríksson, sviðsstjóri á lax- og silungsveiðisviði Fiskistofu, segir ekki hægt að útiloka að fiskur hafi sloppið út í gegnum gat sem fannst á sjókví Arnarlax þrátt fyrir að opið hafi verið lítið. Ekki er vitað hve lengi sjókvíin kann að hafa staðið opin. 
22.01.2019 - 17:30
Kljást við laxalús í eldi Arnarlax
Laxeldisfyrirtækið Arnarlax eitraði nýverið í annað sinn fyrir laxalús. Magn laxalúsar í Tálknafirði var meðal ástæða þess að núverandi árgangur af laxi fær ekki alþjóðlega vottun. Framkvæmdastjóri segir að fyrirtækið taki lúsina alvarlega en að hún hafi ekki áhrif á áform þess.
19.07.2018 - 10:30
Fjöldi eldislaxa sem sluppu óljós
Orsök skemmda á sjókví Arnarlax þegar eldisfiskur slapp í Tálknafirði liggur ekki fyrir. Enn er óljóst hversu margir sluppu en fimm eldisfiskar hafa veiðst utan kvíar. Þetta er annað óhappið hjá eldisstöð Arnarlax í Tálknafirði á innan við tveimur vikum.
13.07.2018 - 12:20
Fjórir eldislaxar veiðst í Tálknafirði
Fjórir eldislaxar hafa veiðst í um 20 net í Tálknafirði eftir slysasleppingu úr kví laxeldis Arnarlax á föstudaginn. Fyrirtækið telur að þetta hafi ekki verið stór slepping en áfram verður leitað að laxi á svæðinu. Starfsmaður Matvælastofnunar er nú á leið til Tálknafjarðar til að taka út búnað og meta aðstæður.
09.07.2018 - 12:30
53 þúsund laxar drápust í Tálknafirði
53 þúsund laxar drápust þegar þeir voru fluttir úr laskaðri sjókví Arnarlax í Tálknafirði. Fagsviðsstjóri fiskeldis hjá Matvælastofnun segir fiskinn drepast vegna álags og stress sem fylgir flutningunum á viðkvæmum tíma.
24.02.2018 - 13:00
Áfram með mál sjókvía Arnarlax til skoðunar
Matvælastofnun segir ekki hafið yfir allan vafa hvort fiskur hafi sloppið úr eldiskví í Arnarfirði. Stofnunin telji það þó ólíklegt. Vegna veðurs hafa eftirlitsmenn stofnunarinnar ekki enn kannað skemmdir á sjókvíum Arnarlax, nú 12 dögum eftir atvikið.
23.02.2018 - 20:00
MAST telur ólíklegt að lax hafi sloppið
Matvælastofnun telur ólíklegt að lax hafi sloppið úr sjókvíum Arnarlax sem urðu fyrir skemmdum í Tálknafirði og Arnarfirði þann 11. febrúar. Þá er það álit stofnunarinnar að Arnarlax hafi brugðist rétt við til að fyrirbyggja frekara tjón. Þetta metur stofnunin útfrá fyrirliggjandi upplýsingum, til dæmis frá kafara, ljósmyndum og mati á aðstæðum.
22.02.2018 - 09:42
Arnarlax kallar eftir úttekt á laskaðri sjókví
Fiskeldisfyrirtækið Arnarlax hefur kallað eftir úttekt óháðrar stofnunar á atviki þegar sjókví varð fyrir skemmdum fyrr í mánuðinum. Fyrirtækið segir engan lax hafa sloppið. Formaður Landssambands Fiskeldisstöðva segir að þrátt fyrir fréttir af slysasleppingum hjá öðrum fiskeldisþjóðum hafi dregið mikið úr þeim með auknu eftirliti og betri búnaði en áður var.
20.02.2018 - 17:05
Krefjast stjórnsýsluúttektar á eftirliti MAST
Landssamband veiðifélaga hefur óskað eftir því við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að gerð verði stjórnsýsluúttekt á eftirliti þeirra stofnana sem lögum samkvæmt hafa eftirlit með sjókvíaeldi. Sambandið sendi ráðherranum bréf þess efnis í dag og vísaði sérstaklega til hlutverks Matvælastofnunar.
20.02.2018 - 16:18
Töldu ekki skylt að tilkynna Umhverfisstofnun
Forsvarsmenn Arnarlax mátu óhappið í síðustu viku sem svo að ekki bæri að tilkynna Umhverfisstofnun um það, heldur aðeins Fiskistofu og Matvælastofnun, þar sem ekki hafi verið grunur um að fiskur hefði sloppið.
19.02.2018 - 17:35
Umhverfisstofnun lítur málið alvarlegum augum
Umhverfisstofnun lítur það alvarlegum augum að óhapp hjá Arnarlaxi í síðustu viku hafi ekki verið tilkynnt til stofnunarinnar, sem er eftirlitsaðili með starfseminni. Þetta segir Björn Þorláksson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar.
19.02.2018 - 16:06
Eldiskví frá Arnarlaxi sökk
Eldiskví frá laxeldisfyrirtækinu Arnarlaxi, með um 500 til 600 tonn af eldislaxi, sökk í Tálknafirði á dögunum. Stundin greinir frá málinu. Þar segir að talsverð afföll hafi orðið á laxinum og hefur Stundin eftir Jónasi Snæbjörnssyni yfirmanni hjá Arnarlaxi í Tálknafirði að hann telji þó að enginn lax hafi sloppið. Ef eldislax sleppur úr kvíum í sjó er hætta á erfðablöndun við villtan lax.
19.02.2018 - 12:41
Lúsaeitur: „Eðlilegur þáttur í laxabúskap“
Það eru fimm til sex lýs á hvern lax í eldisstöð Arnarlax í Hringsdal í Arnarfirði. Lúsunum verður fargað með lyfjum og verður það í fyrsta sinn frá því á níunda áratugnum sem lyf eru gefin við laxalús hér. Matvælastofnun segir lyfin hafa hverfandi áhrif á umhverfið. Arnarlax hyggst ekki breyta upplýsingum á heimasíðu sinni um að fyritækið noti engin efni gegn laxalús. Forsvarsmaður fyrirtækisins segir smitið ekki vera áfall. Það sé eðlilegt að þurfa að fyrirbyggja lúsafaraldur með eitri.
23.05.2017 - 11:54