Færslur: Arnarholt
Mikilvægt að rannsókn sé vel afmörkuð
Velferðarnefnd Alþingis ætlar að kalla fulltrúa lagaskrifstofu Alþingis og fulltrúa forsætisráðuneytis á sinn fund á næstunni til að fara yfir minnisblað forsætisráðuneytis, síðan í byrjun mánaðar, um rannsókn á vistheimilinu Arnarholti og öðrum sambærilegum heimilum. Helga Vala Helgadóttir, formaður nefndarinnar, segir að ákvörðun um næstu skref verði tekin fljótlega.
16.02.2021 - 14:10
Umfang rannsóknar „gæti orðið gríðarlega mikið“
Umfang rannsóknar á vistheimilinu Arnarholti og öðrum sambærilegum heimilum gæti orðið gríðarlega mikið. Þetta segir í greinargerð forsætisráðuneytisins sem afhent var velferðarnefnd Alþingis í vikunni. Forsætisráðuneytið tekur ekki afstöðu til þess, hvort skipa skuli rannsóknarnefnd á vegum Alþingis eða stjórnsýslunefnd á vegum forsætisráðuneytis, til þess að rannsaka aðbúnað í Arnarholti og á öðrum sambærilegum vistheimilum.
07.02.2021 - 12:45
Skila greinargerð um Arnarholt fyrir mánaðarmót
Forsætisráðuneytið ætlar að skila velferðarnefnd Alþingis greinargerð um væntanlega rannsókn á vistheimilinu Arnarholti og öðrum vistheimilum fyrir 1. febrúar næstkomandi. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu.
20.01.2021 - 11:19
Borgarstjórn samþykkir tillögu um Arnarholt
Borgarstjórn samþykkti nú á áttunda tímanum einróma tillögu um að ráðast í heildstæða athugun á starfsemi vistheimilisins Arnarholts.
19.01.2021 - 20:45
Leggja til heildstæða athugun á starfsemi Arnarholts
Borgarstjórn ætlar að beina því formlega til forsætisráðherra að gerð verði heildstæð athugun á vistheimilinu Arnarholti og öðrum sambærilegum heimilum. Tillaga þess efnis verður lögð fram á fundi borgarstjórnar í dag. Borgarstjóri segir að aðalatriðið sé að málið verði upplýst og að réttar ályktanir verði dregnar.
19.01.2021 - 12:04
Trúnaðarherbergi útbúið með gögnum um Arnarholt
Borgarskjalasafnið hefur lagt til við borgarráð að sett verði upp trúnaðarherbergi í húsnæði safnsins við Tryggvagötu þar sem borgarfulltrúum gefst kostur á að kynna sér þau skjöl um Arnarholt sem varðveitt eru hjá safninu. Borgarfulltrúar verða að undirrita sérstaka trúnaðaryfirlýsingu um að þeir megi ekki birta, afhenda eða nota upplýsingarnar.
03.12.2020 - 17:13
Ábendingum um þvinganir og frelsissviptingu fjölgar
Alvarlegum ábendingum til Geðhjálpar um þvinganir og frelsissviptingu hefur fjölgað að undanförnu. Starfsfólk á stofnunum er meðal þeirra sem benda á misbresti. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir líklegt að einhver mál verði send til rannsóknar hjá embætti Landlæknis.
25.11.2020 - 19:12
Breyta þarf lögum um sanngirnisbætur
Halldór Þormar Halldórsson, umsjónarmaður sanngirnisbóta sem greiddar hafa verið um 1.200 manns vegna þess hvernig farið var með þá sem börn á heimilum á vegum hins opinbera, telur að endurskoða þurfi lög um sanngirnisbætur og horfa til þess að fólk, sem vistað var á heimilum á borð við Arnarholt, réði í fæstum tilvikum sínum dvalarstað þó að það væri fullorðið.
25.11.2020 - 09:25
Þurfa að ákveða fjölda heimila og fjölda ára í rannsókn
Ákveða þarf hversu mörg vistheimili á að skoða og yfir hversu langan tíma slík rannsókn myndi ná, segir formaður velferðarnefndar Alþingis. Nefndin ætlar að kalla eftir upplýsingum frá forsætisráðuneytinu áður en ákvörðun verður tekin.
23.11.2020 - 12:52
„Mér fannst það mjög kuldalegt og nöturlegt“
Það var bæði nöturlegt og kuldalegt að sjá fólk læst inni í einangrun í Arnarholti, segir fyrrverandi starfsmaður þar. Hún segir að málefni heimilisins brenni enn þann dag í dag á þeim starfsmönnum sem þar unnu. Þeir hafi reynt að vekja athygli á slæmum aðbúnaði á heimilinu á sínum tíma, án árangurs.
22.11.2020 - 19:10
Reiðubúin til samstarfs um rannsókn á Arnarholti
Velferðarnefnd ræðir aðbúnað fatlaðs fólks á morgun. Forsætisráðherra segist vera reiðubúin til samstarfs um rannsókn þess efnis, hvað þarf til í slíka rannsókn ráðist af umfanginu og hvernig hún verður afmörkuð.
22.11.2020 - 12:36
Starfsmenn kröfðust brottvikningar árið 1983
Allt virðist hafa logað í illdeilum á vistheimilinu Arnarholti árið 1983, tólf árum eftir að geðdeild Borgarspítalans tók heimilið yfir. Nítján þáverandi og fyrrverandi starfsmenn á heimilinu skrifuðu undir undirskriftalista það sama ár, þar sem þess var krafist af Borgarspítalanum að starfsmanni á heimilinu yrði vikið úr starfi „vegna mikillar óánægju fyrr og síðar“. Viðtöl við starfsmenn voru tekin í kjölfarið. Borgarskjalasafn hefur hafnað beiðni fréttastofu um aðgang að viðtölunum.
19.11.2020 - 12:06
Vill að forsætisráðuneytið kanni aðbúnað á vistheimilum
Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður Vinstri grænna og fyrsti varaformaður velferðarnefndar Alþingis telur eðlilegt að forsætisráðuneytið fari með rannsókn á aðbúnaði á vistheimilum vegna umfangs og reynslu ráðuneytisins af sambærilegum verkefnum.
18.11.2020 - 18:44
Einhuga um að ráðast í rannsókn á Arnarholti
Velferðarnefnd Alþingis er einhuga um að ráðist verði í rannsókn á aðbúnaði í Arnarholti og á öðrum vistheimilum. Skiptar skoðanir eru hins vegar um hvort sérstök rannsóknarnefnd Alþingis eigi að skoða málið, eða nefnd á vegum forsætisráðuneytisins.
18.11.2020 - 12:44
Þarf að skoða Arnarholt og fleiri staði í þaula
Mikilvægt er að komast til botns í hvað gerðist í Arnarholti og víðar, segir heilbrigðisráðherra. Frásagnir af þeirri meðferð sem vistmenn í Arnarholti sættu séu hræðilegar og átakanlegar. Ráðherra segist ætla að beita sér eins og henni sé unnt til að allt verði dregið fram í dagsljósið.
17.11.2020 - 19:29
Segir hugsanlegt að Alþingi verði að rannsaka Arnarholt
Hugsanlegt er að Alþingi þurfi að skipa formlega rannsóknarnefnd sem hefði víðtækari heimildir en nefndir á vegum Reykjavíkurborgar, til þess að skoða málefni Arnarholts. Þetta er bráðabirgðaniðurstaða borgarlögmanns, sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri greindi frá á fundi borgarstjórnar í dag. Dagur sagði að slík nefnd fengi væntanlega víðtækara hlutverk en að skoða einungis málefni Arnarholts.
17.11.2020 - 16:07
„Æskilegast að hér færi fram opinber rannsókn“
Einhverjir borgarfulltrúar í borgarstjórn Reykjavíkur voru á þeirri skoðun að skipa ætti opinbera rannsóknarnefnd til þess að kanna aðbúnað á vistheimilinu Arnarholti árið 1971. Þetta kom fram í umræðum í borgarstjórn sem fóru fram á lokuðum fundum í júlí sama ár. Borgarfulltrúarnir fengu aðgang að vitnaleiðslum yfir starfsmönnum heimilisins. Mikil samstaða var um það innan borgarstjórnar, að fela Borgarspítalanum rekstur heimilsins.
17.11.2020 - 12:25
„Mannréttindi eru ekki eins og tæknileg framþróun“
Réttindagæsla fatlaðs fólk er undirmönnuð og vanfjármögnuð og stjórnvöld fylgdu ekki eftir þeim ábendingum sem fram komu í skýrslu um aðbúnað barna og fullorðinna á Kópavogshæli. Þetta segir Árni Múli Jónasson framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Í kjölfar umfjöllunar um slæman aðbúnað á vistheimilinu Arnarholt hafa samtökin krafið stjórnvöld um að grípa til ráðstafana nú þegar til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig.
17.11.2020 - 09:37
Aflétta trúnaði af gögnum um Arnarholt
Borgarskjalavörður hefur í samráði við borgarlögmann aflétt trúnaði af umræðum um vistheimilið Arnarholt í borgarstjórn árið 1971. Borgarlögmaður telur að lagaskylda um aðgengi almennings að gögnunum vegi þyngra en fyrirvari um trúnað. Fólk sem átti ættingja í Arnarholti hefur leitað til borgarskjalasafns, í þeirri von að eitthvað sé til í fórum safnsins um mál ættingjanna.
16.11.2020 - 12:18
Óttar segir Arnarholtsmálið „hörmulegt“
Mál vistheimilsins Arnarholts er hörmulegt að sögn Óttars Guðmundssonar geðlæknis. Hann segir enga ástæðu til að efast um réttmæti lýsinga af Arnarholti. Ítrekað hafi verið bent á slæman aðbúnað þar og stofnunin alla tíð verið illa skilgreind.
14.11.2020 - 14:54
Krefjast óháðrar rannsóknar 80 ár aftur í tímann
Geðhjálp og Landssamtökin Þroskahjálp hafa farið formlega fram á það við Alþingi að fram fari óháð rannsókn á aðbúnaði fatlaðs fólks og fólks með geðrænan vanda síðastliðin 80 ár. Tilefnið er fréttaflutningur af málefnum Arnarholts. Fjöldi fólks hefur haft samband við samtökin í kjölfar umfjöllunarinnar.
13.11.2020 - 18:00
Formaður borgarráðs: „Við erum bara slegin“
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segir að fulltrúar ráðsins séu slegnir yfir fréttum af vistheimilinu Arnarholti. Málið var rætt á fundi ráðsins í gær. Hún segir að til greina komi að ráðast í rannsókn á málinu.
13.11.2020 - 11:45
Forstöðumaður Arnarholts: „Ósóminn er varinn ofan frá“
Forstöðumaðurinn í Arnarholti sagði að mikill „sori“ hefði átt sér stað á heimilinu, í bréfi sem hann sendi Borgarspítalanum árið 1984. Hann varpaði ábyrgð meðal annars á yfirhjúkrunarmanninn og sagði að ósóminn væri „varinn ofan frá“. Þá gagnrýndi hann harðlega nefndina sem komst að þeirri niðurstöðu að ekkert þyrfti að gera í Arnarholti. Hann sagði að málið væri rannsóknarefni og spáði að það yrði blaðamál.
12.11.2020 - 19:08
Ill meðferð á fólki á Arnarholti kemur upp á yfirborðið
Farið var illa með fólk sem dvaldi á vistheimilinu Arnarholti allt til ársins 1971. Það var til dæmis látið vera í einangrun í litlum fangaklefa í margar vikur.
12.11.2020 - 16:31
Bannað að heimsækja Arnarholt eftir svarta skýrslu
Sjálfboðaliðahreyfing ungs fólks á sviði geðheilbrigðismála skrifaði svarta skýrslu um aðbúnað í Arnarholti árið 1969. Skýrslan barst stjórnendum í Arnarholti, sem í kjölfarið bönnuðu hópnum að heimsækja vistheimilið. Skýrslan var aldrei gerð opinber.
11.11.2020 - 22:07