Færslur: Arnarholt

Sjónvarpsfrétt
Fyrrum vistmaður vill að þjóðfélagið læri af sögunni
Karlmaður sem bjó á vistheimilum í 15 ár vill að í kjölfar skýrslunnar, sem birt var í gær, að haldið verði áfram að rannsaka aðbúnað og meðferð á fólki svo að þjóðfélagið geti lært af þeim. Sjálfur var hann beittur ofbeldi á öllum heimilunum. 
09.06.2022 - 19:00
Ólíkar skýringar á hvers vegna ekki var svarað
Embætti landlæknis harmar að hafa ekki svarað fyrirspurnum starfshóps um vistheimili ríkisins og segir að mistök hafi verið gerð. Stór sveitarfélög gefa ólíkar skýringar á hvers vegna þau svöruðu ekki starfshópnum.
09.06.2022 - 12:48
Sjónvarpsfrétt
Nærri helmingur sveitarfélaga hunsaði vistheimilahóp
Nærri helmingur sveitarfélaga landsins hunsaði ítrekaðar óskir starfshópsins sem skilaði skýrslu í dag og skoðaði meðferð á fólki með fötlun og geðræn vandamál. Meðal þeirra sveitarfélaga eru bæði fjórðu og fimmtu fjölmennustu sveitarfélög landsins. Framkvæmdastjóri Þroskahjálpar segir vanta betra eftirlit með þessu berskjaldaða fólki. 
Rannsaka meðferð fatlaðra á vistheimilum aftur til 1970
Sterkar vísbendingar eru um að hópur fullorðinna einstaklinga með fötlun eða geðræn vandamál hafi sætt illri meðferð á árum áður. Mikilvægt er að það verði dregið fram í dagsljósið, að mati starfshóps sem leggur til tvískipta rannsókn á aðbúnaði þeirra og meðferð, allt aftur til ársins 1970. 
08.06.2022 - 19:00
Sterkar vísbendingar um illa meðferð á vistheimilum
Sterkar vísbendingar eru um að hópur fólks með fötlun eða geðræn vandamál hafi sætt illri meðferð á vistheimilum á árum áður. Starfshópur skilaði umfangsmikilli skýrslu í dag en forsætisráðherra skipaði hópinn fyrir tveimur árum eftir umfjöllun RÚV um illan aðbúnað á vistheimilinu Arnarholti. Hópnum var falið að gera úttekt og undirbúa rannsókn á vistheimilum um allt land. Í skýrslunni segir að það hafi gengið illa að afla upplýsinga frá sveitarfélögunum og þau svör sem bárust misnákvæm.
08.06.2022 - 18:10
Undirbúningur að rannsókn vistheimila tefst
Nefnd sem forsætisráðherra skipaði til að afla upplýsinga um aðbúnað og meðferð fullorðins fólks með fatlanir eða geðrænan vanda, hefur ekki skilað samantekt sinni eins og til stóð. Niðurstöður frá nefndinni eru undanfari þess að formleg rannsókn geti hafist á vistheimilum fyrir fullorðna.
Rannsókn á vistheimilinu Arnarholti tefst vegna Covid
Þriggja manna nefnd forsætisráðherra, sem skipuð var til þess að afla upplýsinga um starfsemi vistheimilsins Arnarholts, hefur í þriðja sinn frestað skilum á samantekt sinni. Nefndinni er ætlað að undirbúa rannsókn á aðbúnaði vistmanna.
16.03.2022 - 23:15
Spegillinn
Peningar græða ekki öll sár
Frá því að Breiðavíkurmálið kom upp fyrir 15 árum hafa hátt í fjórir milljarðar verið greiddir í sanngirnisbætur til þeirra sem bjuggu við slæman kost og meðferð á vistheimilum á vegum ríkisins og sveitarfélaga. Um 1.200 manns hafa fengið bætur. Peningar duga þó ekki til að græða sár þeirra sem máttu þola illa meðferð í æsku.
Spegillinn
„Einhvers staðar er ennþá verið að misbeita fólki“
Um þessar mundir eru 15 ár liðin frá því að upp komst um illa meðferð á drengjum í Breiðavík á síðari hluta seinustu aldar. Drengirnir urðu fyrir andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi, bæði frá eldri drengjum sem dvöldu þar og starfsmönnum heimilisins. Maður sem dvaldi í Breiðavík sem ungur drengur segir að enn sé verið að misbeita fólki einhvers staðar, líkt og viðgekkst á Breiðavíkurheimilinu.
07.02.2022 - 20:22
Rannsókn á vistheimilum fullorðinna undirbúin
Þriggja manna nefnd forsætisráðherra safnar nú ítarlegum upplýsingum um starfsemi vistheimila ríkisins fyrir fullorðið fólk með fötlun eða geðrænan vanda. Nefndinni er ætlað að undirbúa rannsókn á málinu. Aðbúnaður vistmanna á stofnunum fyrir fullorðna hefur ekki áður verið rannsökuð.
21.11.2021 - 16:51
Heimsóttu Klepp vegna frétta af slæmum aðbúnaði
Umboðsmaður Alþingis og starfsfólk hans heimsótti á föstudag réttargeðdeild, öryggisgeðdeild og sérstaka endurhæfingardeild á Kleppi í tengslum við svokallað OPCAT eftirlit með frelsissviptum, sem umboðsmaður sinnir. Tilefni heimsóknarinnar var fyrst og fremst fréttaflutningur síðustu vikna af slæmum aðbúnaði á geðdeildum. Tilgangurinn var einnig að fylgja eftir atriðum í skýrslu umboðsmanns um eftirlit með geðdeildum á Kleppi frá árinu 2019.
Efast um eftirlitsgetu Landlæknis og vilja óháða úttekt
Geðhjálp veltir fyrir sér getu embættis landlæknis til að sinna eftirliti með heilbrigðisstofnunum, og viðrar áhyggjur vegna viðbragða stjórnenda Landspítalans í kjölfar gagnrýnna ábendinga sem settar hafa verið fram um starfsemi réttargeðdeildar spítalans.
Myndskeið
Deildarstjóri á réttargeðdeild í leyfi eftir ábendingar
Deildarstjóri öryggis- og réttargeðdeildarinnar á Landspítala er í ótímabundnu leyfi frá störfum að beiðni stjórnenda spítalans í kjölfar ábendinga núverandi og fyrrverandi starfsmanna um aðbúnað og starfsaðstæður á deildinni.  Málið er til skoðunar hjá Embætti landlæknis.    
Vilja að Alþingi láti rannsaka úrræði fyrir fatlað fólk
Velferðarnefnd Alþingis hefur samþykkt að flytja Alþingi skýrslu og þingsályktunartillögu um að gerð verði rannsókn á meðferð og aðbúnaði fullorðins fatlaðs fólks á Íslandi og fólks með geðrænan vanda. Nefndin hefur fengið til sín sérfræðinga um málefnið á síðustu vikum, í kjölfar þess að fréttastofa fjallaði um slæman aðbúnað vistmanna á Arnarholti fyrir tæpri hálfri öld. 
Píratar vilja láta rannsaka öll vistheimili
Þingflokkur Pírata hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að ráðist verði í alhliða úttekt á starfsemi vist- og meðferðarheimila. Þingmennirnir vilja láta rannsaka öll vist- og meðferðarheimili fyrir börn og fatlaða einstaklinga sem ríki, sveitarfélög, félagasamtök og einkaaðilar hafa starfrækt hér á landi „svo langt aftur sem fyrirliggjandi gögn og upplýsingar gefa tilefni til“.
18.05.2021 - 22:56
Landspítali: Alvarlegar ávirðingar öllum þungbærar
„Áríðandi er að málefnalega sé unnið með kvartanir og ábendingar sem berast, svo unnt sé að bæta brotalamir, séu þær fyrir hendi. Það er það vinnulag sem Landspítali viðhefur í öllum slíkum málum og stendur sú vinna yfir á spítalanum,“ segir í yfirlýsingu sem Landspítalinn sendi frá sér í dag til að bregðast við fréttaflutningi fréttastofu síðustu daga um ábendingar um slæman aðbúnað á öryggis- og réttargeðdeildum spítalans.
Myndskeið
Fyrrverandi starfsmenn ÖRG: „Við vorum bara skammaðar“
Stjórnendur Landspítalans brugðust þeim sem kvörtuðu undan stöðunni á öryggis- og réttargeðdeild spítalans. Þetta segir fyrrverandi starfsmaður á deildunum. Annar fyrrverandi starfsmaður segist ekki óska óvinum sínum að þurfa að dvelja á deildunum. Allt hafi gengið út á hindranir á deildunum, en ekki að gefa fólki tækifæri.
Viðtal
„Það eru engar heimildir fyrir þessum refsingum“
Það er með ólíkindum hvernig komið er fram við skjólstæðinga á öryggis- og réttargeðdeildum Landspítalans. Þetta segir formaður Geðhjálpar um það sem fram kemur í gögnum sem Embætti landlæknis hefur nú til skoðunar. Hann segir að ofbeldið, refsikúltúr og starfsandinn á deildunum sé það alvarlegasta sem fram kemur í gögnunum.
Myndskeið
Sjúklingar lokaðir inni á herbergi svo mánuðum skiptir
Dæmi er um að sjúklingar á Kleppspítala, öryggis- og réttargeðdeildum Landspítalans, hafi verið lokaðir inni á herbergjum sínum svo vikum og mánuðum skiptir. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir að meðferðarkúltúr í geðlæknisfræðum virðist byggja á því að sýna völd.
12.05.2021 - 20:02
Myndskeið
Lyfjaþvinganir, ofbeldi og ógnarstjórnun
Embætti landlæknis hefur til athugunar alvarlegar ábendingar um slæman aðbúnað á öryggis- og réttargeðdeildum Landspítalans. Þar er meðal annars lýst ofbeldi, lyfjaþvingunum, ógnarstjórnun og miklum samskiptavanda. Ábendingarnar koma frá núverandi og fyrrverandi starfsmönnum. Þær voru meðal annars teknar saman í kjölfar umfjöllunar um vistheimilið Arnarholt. Landlæknisembættið hefur farið í vettvangsheimsóknir vegna málsins og Landspítalinn hefur tekið viðtöl við fjölda starfsmanna.
Þingsályktunartillaga um Arnarholt og önnur heimili
Velferðarnefnd Alþingis ætlar að skila Alþingi þingsályktunartillögu um rannsókn á Arnarholti og öðrum sambærilegum heimilum. Formaður nefndarinnar segir að í rannsókninni verði einnig að skoða aðbúnað fólks á hvers kyns vistheimilum nú á dögum. Nefndarmenn hafi fengið ábendingar um slæman aðbúnað fatlaðs fólks og geðfatlaðra í nútímanum.
Mikilvægt að rannsókn sé vel afmörkuð
Velferðarnefnd Alþingis ætlar að kalla fulltrúa lagaskrifstofu Alþingis og fulltrúa forsætisráðuneytis á sinn fund á næstunni til að fara yfir minnisblað forsætisráðuneytis, síðan í byrjun mánaðar, um rannsókn á vistheimilinu Arnarholti og öðrum sambærilegum heimilum. Helga Vala Helgadóttir, formaður nefndarinnar, segir að ákvörðun um næstu skref verði tekin fljótlega.
16.02.2021 - 14:10
Umfang rannsóknar „gæti orðið gríðarlega mikið“
Umfang rannsóknar á vistheimilinu Arnarholti og öðrum sambærilegum heimilum gæti orðið gríðarlega mikið. Þetta segir í greinargerð forsætisráðuneytisins sem afhent var velferðarnefnd Alþingis í vikunni. Forsætisráðuneytið tekur ekki afstöðu til þess, hvort skipa skuli rannsóknarnefnd á vegum Alþingis eða stjórnsýslunefnd á vegum forsætisráðuneytis, til þess að rannsaka aðbúnað í Arnarholti og á öðrum sambærilegum vistheimilum.
07.02.2021 - 12:45
Skila greinargerð um Arnarholt fyrir mánaðarmót
Forsætisráðuneytið ætlar að skila velferðarnefnd Alþingis greinargerð um væntanlega rannsókn á vistheimilinu Arnarholti og öðrum vistheimilum fyrir 1. febrúar næstkomandi. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu.
Borgarstjórn samþykkir tillögu um Arnarholt
Borgarstjórn samþykkti nú á áttunda tímanum einróma tillögu um að ráðast í heildstæða athugun á starfsemi vistheimilisins Arnarholts.

Mest lesið