Færslur: Armin Laschet

Kveðst bera fulla ábyrgð á slæmu gengi
Armin Laschet, kanslaraefni Kristilegra demókrata í Þýskalandi kveðst axla ábyrgð á slæmu gengi flokksins í þingkosningum á dögunum. Hann ætlar brátt að láta af embætti sem ríkisstjóri Norðurrín-Vestfalíu.
Skipt um alla forystusveit Kristilegra demókrata
Ný forystusveit Kristilegra demókrata í Þýskalandi verður kjörin fyrir næstu áramót. Fylgið við flokkinn var í sögulegu lágmarki í þingkosningunum í síðasta mánuði og ljóst þykir að uppstokkunar er þörf.
11.10.2021 - 17:27
Armin Laschet býðst til að segja af sér
Armin Laschet, leiðtogi Kristilegra demókrata í Þýskalandi, bauðst í dag til að segja af sér, að því er Reuters fréttastofan greindi frá síðdegis. Flokkurinn laut í lægra haldi fyrir Jafnaðarmönnum í þingkosningum á dögunum.
Stjórnarmyndunarviðræður halda áfram í Þýskalandi í dag
Stjórnarmyndunartilraunir standa enn yfir í Þýskalandi. Forystumenn Jafnaðarmannaflokksins funda með fulltrúum Frjálslyndra demókrata um stjórnarmyndun síðdegis í dag og hitta svo fulltrúa græningja í kjölfarið.
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Brasilía, Mexíkó og kosningabarátta
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, stendur í stórræðum þessa dagana. Hæstiréttur landsins hefur fyrirskipað rannsókn vegna órökstuddra fullyrðinga um kosningasvindl. Forsetinn ítrekaði þessar yfirlýsingar á fjöldafundum með stuðningsmönnum sínum á þjóðhátíðardegi Brasilíu. Kannanir benda til þess að Bolsonaro tapi í forsetakosningum á næsta ári fyrir Lula da Silva, fyrrverandi forseta. Þetta var meðal þess sem var rætt í Heimsglugganum í Morgunavaktinni á Rás 1.
Raunveruleg ógn af falsfréttum í Þýskalandi
Falsfréttir og rangar fullyrðingar eru algengar í þýskum fjölmiðlum í aðdraganda þingkosninga í landinu 26. september. Jafnaðarmenn standa best að vígi samkvæmt skoðanakönnun sem birt var í dag.
Forysta Jafnaðarmanna í Þýskalandi eykst
Ný skoðanakönnun um fylgi flokka í Þýskalandi bendir til þess að Jafnaðarmenn njóti mest fylgis meðal kjósenda fyrir kosningarnar 26. september. Samkvæmt þessari nýju könnun styðja 25 prósetnt kjósenda Jafnaðarmannaflokkinn SPD. 20,5 prósent styðja bandalag kristilegu flokkanna, CDU/CSU, og 16 Græningja.
Fréttaskýring
Scholz þótti standa sig best
Skyndikönnun sem gerð var eftir sjónvarpskappræður kanslaraefna í Þýskalandi í gærkvöld bendir til þess að kjósendum þyki Jafnaðarmanninn Olaf Scholz hafa staðið sig best. Þjóðverjar kjósa 26. september, daginn eftir alþingiskosningar á Íslandi.
Heimsglugginn
Jafnaðarmenn með nauma forystu í Þýskalandi
Það virðist flest benda til mjög spennandi þingkosninga í Þýskalandi eftir mánuð. Lítill munur á milli tveggja stærstu flokkanna, Kristilegra og Jafnaðarmanna. Raunar voru Jafnaðarmenn mældir með meira fylgi í könnun fyrr í vikunni en Kristilegir. Það er í fyrsta sinn í 15 ár, en munurinn er lítill og innan skekkjumarka. Kristilegir undir forystu Angelu Merkel hafa unnið fjórar kosningar í röð svo kannski breytist meira en að Merkel hætti sem kanslari.
Tjón vegna flóða talið um 30 milljarðar evra
Uppbyggingarstarf vegna flóðanna sem urðu í Þýskalandi í síðasta mánuði gæti kostað þýska ríkið 30 milljarða evra, eða sem nemur tæpum 4.500 milljörðum króna.
09.08.2021 - 19:28
Kanslaraefni í mótvindi
Armin Laschet, kanslaraefni Kristilegra demókrata í Þýskalandi, sætir nú verulegri gagnrýni. Vinsældir hans hafa snarminnkað samkvæmt könnunum og nú treystir aðeins þriðjungur þýskra kjósenda honum til að gegna kanslaraembættinu.
Eftirmaður Merkel játar ritstuld
Armin Laschet, kanslaraefni Kristilegra demókrata í Þýskalandi, hefur játað á sig ritstuld. Upp hefur komist að hann gat ekki heimilda með réttum hætti í bók sem hann gaf út árið 2009. 
31.07.2021 - 14:27
Gagnrýndur harðlega fyrir að hlæja á flóðasvæðinu
Armin Laschet, einn af þeim sem þykir hvað líklegastur til að taka við embætti kanslara Þýskalands í september, hefur sætt harðri gagnrýni eftir að myndskeið  birtust af honum hlæjandi á flóðasvæðunum í vesturhluta landsins. Að minnsta kosti 140 manns hafa farist í flóðunum í Þýskalandi.
17.07.2021 - 17:23