Færslur: Arkitektúr

Niðurstaða Minjastofnunar mikil vonbrigði
Minjastofnun ætlar ekki að mæla með því að Sundhöllin í Keflavík verði friðuð. Þessari niðurstöðu komst húsafriðunarnefnd að á þriðjudag. Íbúasamtök gegn niðurrifi Sundhallarinnar hafa óskað eftir fundi með Minjastofnun vegna málsins.
17.08.2018 - 09:52
Í heimsókn hjá Manfreð
„Nesti er eitt af fyrstu verkefnunum sem ég vann og mér þótti ákaflega vænt um það. Þessi hús hafa verið rifin og það hefur sært mig.“ Víðsjá sótti Manfreð Vilhjálmsson arkitekt heim í Smiðshús á Álftanesi en hann fagnaði níræðisafmæli á dögunum.
30.05.2018 - 20:15
Ásmundarsalur opnaður eftir andlitslyftingu
Ásmundarsalur við Freyjugötu var opnaður á ný á hvítasunnudag, sléttum 84 árum eftir að Ásmundur Sveinsson myndlistarmaður opnaði það fyrst. Nýir eigendur segja að húsið verði lifandi vettvangur list- og menningarviðburða af margvíslegum toga. Fyrsti listviðburðurinn í endurbættum Ásmundarsal verður verkið Atómstjarna, sem er hluti af Listahátíð í Reykjavík og verður sýnt 8. júní.
Arkitektar sem rannsaka stríðsglæpi
Meðal þeirra sem tilnefndir voru til hinna þekktu bresku Turner-myndlistarverðlauna í lok apríl var hin einstaka rannsóknarmiðstöð Forensic Architecture. Líkt og þegar læknar og réttarmeinafræðingar taka þátt í rannsókn glæpa með því að leita að vísbendingum á líkum eða löskuðum líkömum stundar Forensic Architecture réttar-arkitektúr og kynnir niðurstöður sínar ýmist fyrir dómstólum eða í listasöfnum.
Einræði eða lýðveldi í borginni?
Í pistli sínum í Víðsjá um borgarmál og arkitektúr velti Guja Dögg Hauksdóttir arkitekt fyrir sér hvort einræði eða lýðveldi virkaði betur þegar kæmi að borgarmyndun. Hugleiðingarnar má heyra og lesa hér.
17.05.2018 - 15:50
Tvær stofur hanna svæðið í kringum Hlemm
Tvær stofur hafa verið valdar til að spreyta sig á endurgerð svæðisins í kringum Hlemm. Stefnt er að því að nýtt deiliskipulag fyrir svæðið verði tilbúið í haust. Matsnefnd taldi tillögur frá Mandaworks og DLD einkar góðar og falla vel saman.
08.05.2018 - 15:53
Ævistarf Einars afhjúpað fyrir opnum tjöldum
Ævistarf arkitektsins Einars Þorsteins Ásgeirssonar er hægt og bítandi að koma upp úr kössum í Hönnunarsafni Íslands. Þar geta gestir og gangandi fylgst með starfsfólki safnsins skrásetja hátt í 2000 muni úr vinnustofu Einars, sem hann færði safninu að gjöf áður en hann féll frá árið 2015.
Vilja lagfæra gömlu kvennaklefana
Borgarráð samþykkti á fimmtudag beiðni skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar um að bjóða út framkvæmdir við endurnýjun á eldri búningsklefum kvenna í Sundhöll Reykjavíkur. Áætlað er að kostnaður við framkvæmdirnar verði 100 til 120 milljónir króna.
28.04.2018 - 10:16
Viðtal
Segja handritin örugg í húsi íslenskra fræða
Ögmundur Skarphéðinsson arkitekt og Vésteinn Ólason fyrrverandi forstöðumaður Árnastofnunar svara gagnrýni Guju Daggar Hauksdóttur, arkitekts og pistlahöfundar Víðsjár, á hús íslenskra fræða sem stendur til að byggja.
25.04.2018 - 17:01
Pistill
Ný íslensk menningarhús
Tvö menningarhús (eitt risið en annað sem enn er draumsýn) munu móta umhverfið á Melunum í vesturbæ Reykjavíkur á næstu árum. Í fimmta pistli sínum um staði og staðleysu í borgarlandslaginu í aðdraganda sveitastjórnarkosninga fjallaði Guja Dögg Hauksdóttir um Veröld og Hús íslenskra fræða. Pistilinn má heyra hér.
19.04.2018 - 08:00
Á hátæknisjúkrahús erindi í borgarbyggð?
„Er það réttlætanlegt að skipuleggja svo gríðarlegt magn nýbygginga undir tiltölulega innhverfa starfsemi sjúkrahúss inn í þétta borgarbyggð? Er það virkilega æskilegt að utan við bráðamóttöku, skurðstofur og legurými með fárveikum sjúklingum séu torg með skemmtilegt mannlíf?“ spyr Guja Dögg arkitekt og pistlahöfundur Víðsjár.
05.04.2018 - 17:01
Pistill
Karakterlaus staðleysa við Arnarhól
„Byggingarnar eru allt of stórar fyrir þennan stað. Göturnar eru of mjóar til að nokkurn tímann verði hér dagsbirta, jafnvel um hábjartan dag,“ segir pistlahöfundur Víðsjár, Guja Dögg Hauksdóttir arkitekt, um nýbyggingar við Hörpu.
24.03.2018 - 14:25
Háskóli Íslands: Andrými eða gjörnýting?
Guja Dögg Hauksdóttir arkitekt flytur pistil um borgina og borgarlandslag, en hún mun á næstu vikum leggja orð í umræðuna um arkitektúr, fagurfræði og borgarskipulag. Hennar fyrsta viðfangsefni er svæðið umhverfis Háskóla Íslands.
26.02.2018 - 15:09
Bygging er ekki bara bygging
„Við getum haft áhrif á byggingar og þær geta haft áhrif á okkur.“ Aðalheiður Atladóttir arkitekt sagði Víðsjá frá verkunum sem breyttu lífi hennar.
02.02.2018 - 12:34
Fyrrum ráðherra gegn niðurrifi sundhallar
Ragnheiður Elín Árnadóttir, Keflvíkingur og fyrrum ráðherra, hefur stofnað hóp á Facebook sem berst gegn því að Sundhöllin í Keflavík verði rifin. Eigendur sundhallarinnar hafa óskað eftir breytingu á skipulagi sem felur í sér að sundhöllin verði rifin.
22.01.2018 - 15:43
Lykilatriði að láta Sundhöll Guðjóns njóta sín
„Að hanna viðbyggingu við sögufrægt hús er eins og að koma í samkvæmi. Annað hvort getur maður tekið það yfir með látum eða tekið þátt í áhugaverðu samtali en samt komið sínu að,“ segja hönnuðir nýrrar viðbyggingar sem opnuð var við Sundhöll Reykjavíkur á dögunum.
Áskorun að tengja við gömlu Sundhöllina
Ný viðbygging og útisundlaug Sundhallar Reykjavíkur opnar á sunnudaginn. Arkitektarnir Ólafur Axelsson og Karl Magnús Karlsson vildu ekki taka samræðuna við gömlu bygginguna yfir, heldur leyfa byggingunum að tala saman.
Tekur við kyndlinum sem tenging við umheiminn
Hús sem gert er í nafni Vigdísar Finnbogadóttur verður að vera góður granni, segir Kristján Garðarsson, hönnunarstjóri vinningstillögunnar að húsi stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, sem opnað verður við hátíðlega athöfn á sumardaginn fyrsta. 
Heimþráin og ljóðrænar byggingar Högnu
Högna Sigurðardóttir, arkitekt, fæddist í Vest­manna­eyj­um árið 1929, en bjó og starfaði lengst af í París. Hún var brautryðjandi í sinni stétt með framsækin og róttæk viðhorf. Eitt kunn­asta verk Högnu hér á landi er ein­býl­is­hús við Bakka­flöt í Garðabæ frá árinu 1968, en árið 2000 var það valið eitt af 100 merk­ustu bygg­ing­um 20. aldar í norður- og miðhluta Evr­ópu, í tengsl­um við út­gáfu alþjóðlegs yf­ir­lits­rits um bygg­ing­ar­list 20. ald­ar.
17.02.2017 - 08:54
  •