Færslur: Arkitektúr

Bæir byggjast
Auðvelt að elska yfir þröngar götur Ísafjarðar
Að heimsækja gamla bæinn á Ísafirði er svolítið eins og að fara í tímaferðalag. Þar standa í faðmi fjallanna afar snotur timburhús frá nítjándu öld smíðuð af danskri fyrirmynd en töluvert minni en þau sem þar voru reist. Götur eru þröngar og byggðin afar þétt. Fyrstu húsin voru byggð upp úr 1800 á þeim tíma sem bærinn var að byggjast upp og iðnaðarmenn flykktust til bæjarins.
Sjónvarpsfrétt
Hönnun húss úr hlöðutóftum vekur heimsathygli
85 ára gömlum hlöðutóftum á Skarðsströnd í Dölum hefur nú verið breytt í íbúðarhús og vinnustofu listamanns. Hönnun hússins hefur vakið heimsathygli.
29.12.2021 - 11:56
Enn óvíst hvað verður um Sunnutorg
Íbúar í Langholtshverfinu sem og áhugafólk hvarvetna um arkitektúr og íslenska menningarsögu bíða með kvíðablandinni eftirvæntingu eftir því að sjá hver örlög Sunnutorgs verða. Þessi sögulega bygging sem Sigvaldi Thordarson teiknaði fyrir rúmum 60 árum liggur undir skemmdum og þarfnast sárlega löngu tímabærra viðgerða. Hver er staðan á þessu sérstæða húsi núna?
Samfélagið
Hógværð og kærleikur einkenna Pritzker-verðlaunahafa
Arkitektarnir Anne Lacaton og Jean-Phillip Vassal hlutu á dögunum virtustu alþjóðlegu verðlaun arkitekta, Pritzker-verðlaunin. Valið þykir vera til marks um breyttar áherslur í samtímaarkitektúr.
24.03.2021 - 14:18
Lestin
Nýtt líf í vel hönnuðum bensínstöðvum
Samgöngur eru að taka stakkaskiptum um þessar mundir, í Reykjavík og í borgum um allan heim.
Viðtal
Erfiðasta ákvörðun lífsins að láta barnið frá sér
Sigríður Sigþórsdóttir arkitekt var aðeins nítján ára nemandi í Menntaskólanum á Akureyri þegar hún varð ófrísk af dóttur sinni. Henni var ljóst að hún gæti ekki haft barnið hjá sér ef hún ætlaði að klára námið svo hún tók þá ákvörðun að setja hana frá sér til tengdaforeldra sinna.
03.12.2020 - 09:38
Menningin
Hæsta timburhús landsins við Flensborgarhöfn
Hæsta timburhús landsins er fjögur þúsund fermetrar á fimm hæðum. Það stendur við Fornubúðir í Hafnarfirði og hýsir skrifstofur Hafrannsóknastofnunar. Mikil uppbygging er fyrirhuguð á svæðinu,
Kiljan
Guðjón kláraði meistaraverkið rétt áður en hann lést
„Hann fórnaði síðustu mánuðum lífsins í að klára þessa byggingu svo hún yrði fullkomin þegar hún var vígð um vorið,“ segir Pétur H. Ármannsson um Guðjón Samúlesson arkitekt og síðasta verk hans, Þjóðleikhúsið. Pétur, sem sendi nýverið frá sér bókina Guðjón Samúelsson húsameistari, segir frá manninum og bókinni í Kiljunni í kvöld
30.09.2020 - 13:39
Vill sjá jöfnuð og vistvænar áherslur í arkitektúr
Hildigunnur Sverrisdóttir, nýskipaður deildarforseti arkitektúrs við Listaháskóla Íslands, segir að ásýnd bygginga í Reykjavík beri vott um mikinn hraða.
Menningin
Fjallkirkja Hjálpræðishersins tekur á sig mynd
Það fer ekki framhjá neinum sem ekur eftir Miklubraut að við Sogamýri er nýtt kennileiti að taka á sig mynd; eldrautt og marghyrnt hús sem verður nýtt húsnæði Hjálpræðishersins. Teiknistofan Tröð hannar húsið.
Sumarmál
Börnin vilja reykherbergi og stærri rennibraut
Reykjavíkurborg hefur efnt til opinnar hönnunarsamkeppni um nýjan leikskóla og fjölskyldumiðstöðvar við enda Njálsgötu, þar sem Njálsgöturóló hefur verið um árabil. Nýja byggingin er hluti af verkefninu „Brúum bilið“ sem miðar að því að fjölga leikskólaplássum fyrir yngri börn og brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. 
08.07.2020 - 15:05
Morgunþáttur Rásar 1 og 2
Tekjur hönnuða og arkitekta dragast saman um 50-100%
Hönnunarmiðstöð Íslands kannaði nýlega tekjumissi arkitekta og hönnuða og skort á verkefnum eftir að COVID-19-faraldurinn blossaði upp hér á landi. Niðurstöðurnar voru sláandi og sýna að flest fyrirtæki og einyrkjar hafa misst mjög stóran hluta af tekjum sínum. Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands vill að stjórnvöld komi meira til móts við starfsfólk í þessum greinum.
Víðsjá
Miðstöð um tónlist Arvo Pärt, skóginn og þögnina
Á skaga sem gengur út í Finnska flóa, um 30 km frá Tallinn, höfuðborg Eistlands, er starfrækt óvenjuleg miðstöð sem hverfist um tónverk, ævi og störf eistneska tónskáldsins Arvos Pärt. Hún er einstök í ljósi þess að hún er tileinkuð starfandi tónskáldi. Arvo Pärt er í dag 84 ára.
03.03.2020 - 10:19
Vefþáttur
Þvottahúsið, Týnda rásin og húsameistari ríkisins
Guðni Tómasson tekur á móti Loja Höskuldssyni, Samúel Jóni Samúelssyni og Önnu Leu Friðriksdóttur í Lestarklefa vikunnar.
08.11.2019 - 17:43
Víðsjá
Hvernig komst einn maður yfir þetta allt?
„Það þekkja allir þessar byggingar, þær eru margar orðnar tákn fyrir stofnanir og staði; Háskóli Íslands, Hallgrímskirkja er eitt helsta tákn Reykjavíkur og Akureyrarkirkja fyrir Akureyri. En það eru kannski færri sem gera sér grein fyrir því að sami maðurinn hafi skapað öll þessi form,“ segir Pétur Ármannsson arkitekt og fræðimaður um gríðarlegt lífsstarf Guðjóns Samúelssonar, húsameistara ríkisins.
07.11.2019 - 09:21
Þingsalurinn mótar stjórnmálin
Það er ekki bara ein leið við að skipuleggja þingsal, en grunnmynd salarins getur verið táknræn fyrir skilning fólks á eðli valdsins í samfélaginu og jafnvel mótað umræðumenningu stjórnmálanna. Standa þingmenn fyrir ólíka hagsmuni og ósamrýmanlega hugmyndafræði eða eru þeir samstarfsmenn og ein heild? Eiga þeir að rökræða vandamál á jafningjagrundvelli eða eiga þeir hlusta á leiðtogann og meðtaka sannleikann?
14.09.2019 - 13:39
Arkitektinn Cesar Pelli látinn
Argentíski arkitektinn Cesar Pelli, sem þekktastur er fyrir byggingar á borð við Petronas-turnana í Malasíu og World Financial Center í New York, lést í gær 92 ára að aldri. Hann hlaut fjölda verðlauna á löngum ferli og var talinn einn merkasti arkitekt heims.
20.07.2019 - 04:49
Viðtal
Bregðast við aukinni úrkomu með gróðurþökum
Úrkoma hefur aukist undanfarin ár og í Reykjavík hefur verið brugðist við með því að minnka það magn regnvatns sem fer í fráveitukerfið. Með því að setja gróður á þök er hægt að minnka það magn vatns sem fer í þakrennuna.
15.05.2019 - 14:41
Pistill
Timburháhýsi gætu dregið úr losun
Vistspor byggingariðnaðarins er gríðarstórt. Sementsframleiðsla eins og sér losar um 5% af koltvísýringi í heiminum. Er mögulegt að draga úr steypunotkun og þar með gróðurhúsaáhrifum byggingariðnaðarins? Já - með því að nota önnur efni, til dæmis timbur.
30.04.2019 - 13:45
Arkitektaverðlaun Evrópusambandsins tilkynnt
Í síðustu viku var tilkynnt um handhafa Mies van der Rohe-arkitektaverðlaunanna 2019. Verðlaunin, sem eru nefnd eftir einum þekktasta arkitekt 20. aldarinnar og einum af föður módernismans í arkitektúr, hafa verið veitt af Evrópusambandinu á tveggja ára fresti frá árinu 1988 fyrir framúrskarandi nútímaarkitektúr í álfunni.
Viðtal
Mikill fugladauði vegna árekstra við glerhýsi
Bandarískir vísindamenn áætla að á milli hundruð og þúsund milljónir fugla drepist árlega við það að fljúga á byggingar þar í landi. Vandinn er stærstur þar sem farfuglar fara um, meðal annars í Chicago og New York. Snorri Sigurðsson, líffræðingur hjá Reykjavíkurborg, segir þetta ekki koma á óvart þar sem stórum glerhýsum hafi fjölgað víða um heim. Borgin Toronto í Kanada er á farleið fugla og þar hafa verið settar reglur um glerhýsi.
09.04.2019 - 12:10
Háleitar hugmyndir um betrun í Hegningarhúsinu
„Með rétt skipulögðum byggingum og fyrirkomulagi í fangelsum átti að vera hægt að lækna afbrotamenn af afbrotaþörfinni eða -sýkinni. Þeir áttu að öðlast betrun í húsum sem væru nógu lævíslega gerð til þess að menn yrðu betri menn á því einu að dvelja þar,“ segir Hjörleifur Stefánsson, arkitekt, um þær hugmyndir sem lágu til grundvallar hönnun og byggingu Hegningarhússins við Skólavörðustíg árið 1872.
Óhefðbundið húsnæði: Líður okkur vel í litlu?
Arkitekt hefur ekki trú á smáhýsum sem almennri húsnæðislausn. Forstjóri Mannvirkjastofnunar segir að það að búa í smáu rými geti leitt til alvarlegs þunglyndis, jafnvel sjálfsvíga. Umhverfissálfræðingur varar við því að sveipa smáheimili of miklum ævintýraljóma en segir heldur ekki í lagi að dæma þessa lausn á grundvelli persónulegra skoðana. 
Mikilvægur fundur á frumteikningum Högnu
Nýlega fundust teikningar og bréf Högnu Sigurðardóttur arkitekts á heimili dótturdóttur hennar í París. Pétur Ármannsson hefur skoðað gögnin og segir fundinn gríðarlega mikilvægan fyrir arfleifð Högnu og sögu íslenskrar byggingarlistar. Bagalegt sé þó að slík gögn eigi sér engan samastað á Íslandi.
07.12.2018 - 12:22