Færslur: Arisóna

Hitabylgja og miklir skógareldar í Bandaríkjunum
Ríflega 100 milljónir Bandaríkjamanna búa á svæðum þar sem veðurviðvaranir eru í gildi vegna ógnarhita. 85 stórir skógar- og gróðureldar loga í 13 ríkjum Bandaríkjanna, þar sem um 1,2 milljónir hektara, 12.000 ferkílómetrar skógar- og gróðurlendis hafa þegar orðið eldunum að bráð. Í gær, þriðjudag, greindu yfirvöld frá 14 nýjum, stórum skógareldum; sjö í Texas, tveir í hvoru um sig Alaska og Washingtonríki og einn í Arisóna, Kaliforníu og Idaho.
20.07.2022 - 02:21
Bandaríkin
Þurrkar og eldar í suðri en úrhelli og flóð í norðri
Miklir hitar og þurrkar geisa víða í suðvesturríkjum Bandaríkjanna, sem eykur mjög hættu á gróðureldum. Á sama tíma veldur úrhellisrigning miklum flóðum í Yellowstone-þjóðgarðinum í norðvestri og hefur honum verið lokað.
14.06.2022 - 04:22