Færslur: Árið 2020

Þrjú helstu fréttaefni ársins 2020
Þrjú fréttamál voru fyrirferðarmest á árinu 2020. Hér verða þau reifuð stuttlega.
01.01.2021 - 10:00
Færri innbrot og nauðganir en meira um heimilisofbeldi
Innbrotum á höfuðborgarsvæðinu fækkaði um tæp 14 prósent á árinu 2020 og kynferðisbrotum um 29%. Þetta kemur fram í bráðabirgðasamantekt Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið.
Vinsælast á árinu
Veira, jarðskjálftar, snjóflóð, aurskriður og óveður
Var eitthvað annað í fréttum árið 2020 en kórónuveirufaraldurinn og allt það sem honum tengist? Já, heldur betur. Íslendingar voru ítrekað minntir á hversu válynd veður geta verið hér á landi og hversu háð við erum náttúruöflunum; sjá mátti veðurviðvaranir í öllum regnbogans litum og hér voru jarðskjálftar, snjóflóð og aurskriður. Frá þessu og öllu öðru greindi Fréttastofa RÚV frá og þetta eru þær 17 fréttir sem voru mest lesnar á ruv.is á árinu sem er að líða.
31.12.2020 - 07:00
Árið 2020
Þau kvöddu á árinu
Á árinu 2020 lést margt þekkt fólk sem hafði getið sér gott orð hér á landi og erlendis í íþróttum, menningu, stjórnmálum, frumkvöðlastarfi, mannréttindabaráttu og víðar. Fréttaannállinn verður sýndur sjónvarpinu klukkan 21:15 á gamlárskvöld.
29.12.2020 - 15:18
Mörgæsir með brostið hjarta á mynd ársins
Þær horfa á ljósin og halda um hvor aðra, mörgæsirnar á verðlaunamynd Tobiasar Baumgaertners, ljósmyndara í Melbourne í Ástralíu.
23.12.2020 - 15:23