Færslur: Ardian

Kaup Ardian raski samkeppni á fjarskiptamarkaði
Samkeppniseftirlitið hefur framkvæmt svokallað markaðspróf vegna fyrirhugaðra kaupa franska fjárfestingarsjóðsins Ardian á Mílu, dótturfyrirtæki Símans. Í prófinu fólst meðal annars að kalla eftir sjónarmiðum frá hagsmunaaðilum á fjarskiptamarkaði um kaupin og fram komnar tillögur Ardian um breytingar á viðskiptunum.
10.08.2022 - 12:13
Borga fimm milljörðum minna fyrir Mílu
Síminn og franska sjóðsstýringafyrirtækið Ardian France hafa náð samkomulagi um breytingar á samningum vegna kaupa og sölu 100% hlutafjár í Mílu ehf með fyrirvara um samþykki Samkeppnisstofnunar.
22.07.2022 - 21:29
Ardian ósammála mati Samkeppniseftirlitsins
Franski fjárfestingarsjóðurinn Ardian lýsti því yfir í síðustu viku að hann vildi ekki ljúka við kaupin á Mílu ehf., dótturfyrirtæki Símans, nema breytingar yrðu gerðar á kaupsamningi.
22.07.2022 - 14:17
Atvinnulíf · Innlent · Ardian · Míla · Síminn
Ardian fellur frá kaupum á Mílu að óbreyttum samningi
Franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian er ekki tilbúið að ganga frá kaupum á Mílu ehf. dótturfyrirtæki Símans nema breytingar verði gerðar á kaupsamningi.
17.07.2022 - 23:50
Kaupin á Mílu raska samkeppni
Kaup franska fjárfestingasjóðsins Ardian á Mílu af Símanum raska samkeppni og verður samruninn ekki samþykkur af Samkeppniseftirlitinu án skilyrða eða með frekari útskýringum Ardian og Símans. Þetta kemur fram í tilkynningu Símans til Kauphallarinnar.
06.07.2022 - 16:01
Telja Frakkana ekki ógna þjóðaröryggi
Íslensk stjórnvöld hafa samið við Símann, Mílu og Ardian France S.A. um kvaðir sem fylgja kaupum erlenda fyrirtækisins á fjarskiptanetum Mílu. Mikið hefur verið rætt um viðskiptin og ýmsir lýst áhyggjum af því að þau kynnu að grafa undan öryggi íslenskra innviða. Starfshópur á vegum fjögurra ráðuneyta aflaði sér upplýsinga um franska fyrirtækið og komst að þeirri niðurstöðu að það ógnaði ekki þjóðaröryggi. Það byggir ekki síst á því samkomulagi sem stjórnvöld náðu við erlendu fjárfestana.
15.12.2021 - 17:00
Segir sölu á Mílu ekki hafa áhrif á ljósleiðaravæðingu
Salan á Mílu hefur ekki áhrif á ljósleiðaravæðingu landsins segir Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem stýrt hefur verkefni um ljósleiðaravæðinguna. Það skipti ekki máli hvort Míla sé í innlendri eða erlendri eigu. Öll viðkvæmasta starfsemin sé í eigu ríkisins.
25.10.2021 - 22:00
Morgunvaktin
Býst ekki við umskiptum á fjarskiptamarkaði
Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Fjarskiptastofu býst ekki við verulegum umskiptum á fjarskiptamarkaði við söluna á Mílu til franska sjóðastýringarfyrirtækisins Ardian. Fjarskiptastofa hefur átt fund með stjórnendum Ardian um kaupin.
25.10.2021 - 08:31
Viðtal
Míla verður ekki seld til Kína eða Rússlands
Franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian sem gert hefur samkomulag um kaup á Mílu hyggst eiga fyrirtækið í áratugi. Þetta segir framkvæmdastjóri innviðafjárfestinga Ardian í Norður-Evrópu. Ekki komi til greina að selja hlut í Mílu til rússneskra eða kínverskra fyrirtækja. 
24.10.2021 - 19:37
Alþjóðlega sjóðastýringarfyrirtækið Ardian kaupir Mílu
Síminn hefur gert samkomulag við alþjóðlega sjóðastýringarfyrirtækið Ardian SA um kaup á öllu hlutafé í dótturfélaginu Mílu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu og að nokkrum lífeyrissjóðum verði gefinn kostur á að fjárfesta í fyrirtækinu.