Færslur: Ardian

Segir sölu á Mílu ekki hafa áhrif á ljósleiðaravæðingu
Salan á Mílu hefur ekki áhrif á ljósleiðaravæðingu landsins segir Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem stýrt hefur verkefni um ljósleiðaravæðinguna. Það skipti ekki máli hvort Míla sé í innlendri eða erlendri eigu. Öll viðkvæmasta starfsemin sé í eigu ríkisins.
25.10.2021 - 22:00
Morgunvaktin
Býst ekki við umskiptum á fjarskiptamarkaði
Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Fjarskiptastofu býst ekki við verulegum umskiptum á fjarskiptamarkaði við söluna á Mílu til franska sjóðastýringarfyrirtækisins Ardian. Fjarskiptastofa hefur átt fund með stjórnendum Ardian um kaupin.
25.10.2021 - 08:31
Viðtal
Míla verður ekki seld til Kína eða Rússlands
Franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian sem gert hefur samkomulag um kaup á Mílu hyggst eiga fyrirtækið í áratugi. Þetta segir framkvæmdastjóri innviðafjárfestinga Ardian í Norður-Evrópu. Ekki komi til greina að selja hlut í Mílu til rússneskra eða kínverskra fyrirtækja. 
24.10.2021 - 19:37
Alþjóðlega sjóðastýringarfyrirtækið Ardian kaupir Mílu
Síminn hefur gert samkomulag við alþjóðlega sjóðastýringarfyrirtækið Ardian SA um kaup á öllu hlutafé í dótturfélaginu Mílu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu og að nokkrum lífeyrissjóðum verði gefinn kostur á að fjárfesta í fyrirtækinu.