Færslur: Arctic Fish

Sjónvarpsfrétt
Fjögurra milljarða laxasláturhús fer í gang á næsta ári
Nýtt laxasláturhús Arctic Fish í Bolungarvík kostar hátt í fjóra milljarða króna. Framkvæmdir ganga vel og útlit fyrir að slátrun hefjist á fyrsta ársfjórðungi 2023.
24.06.2022 - 15:53
Laxadauði í Dýrafirði ekki Arctic Fish að kenna
Matvælastofnun telur að stórfelldur laxadauði í kvíum Arctic Fish í Dýrafirði í upphafi árs hafi ekki verið fyrirtækinu að kenna. Margir utanaðkomandi og samhangandi þættir hafi valdið því að tvö þúsund og fimm hundruð tonna afföll urðu í firðinum.
17.03.2022 - 16:35
Eigandi Arnarlax vill eignast meirihluta í Arctic Fish
Norska laxeldisfyrirtækið SalMar hefur gert tilboð í laxeldisfyrirtækið NTS fyrir 1,5 milljarð evra, en NTS á meira en helming fyrirtækisins Arctic Fish.
15.02.2022 - 15:24
Mikil afföll í eldiskvíum Arctic Fish í Dýrafirði
Mikil afföll hafa orðið í kvíum Arctic Fish í Dýrafirði síðustu misseri. Sláturskipið Norwegian Gannet er væntanlegt til landsins og verður laxi slátrað á fullu næstu vikurnar áður en meiri fiskur drepst.
14.02.2022 - 11:33
Fluttu sig til Bolungarvíkur vegna andstöðu á Flateyri
Andstaða fyrirtækis á Flateyri varð til þess að fiskeldisfyrirtækið Arctic Fish ákvað að byggja laxasláturhús sitt heldur í Bolungarvík. Bæjarfulltrúi í Ísafjararbæ segir þetta vonbrigði, en vonast til þess að Ísafjarðarbær njóti góðs af annarri starfsemi fyrirtækisins.
Sjónvarpsfrétt
Vilja byrja að slátra í Bolungarvík eftir ár
Forstjóri Arctic Fish segir fyrirtækið ekki hafa getað beðið með að tryggja sér aukna sláturaðstöðu. Því hafi fyrirtækið ákveðið að kaupa hús Fiskmarkaðs Vestfjarða með það fyrir augum að koma upp laxasláturhúsi.
03.01.2022 - 20:38
Áform um nýtt sláturhús laxeldis í Bolungarvík
Laxeldisfyrirtækið Arctic Fish áformar að koma upp laxasláturhúsi í Bolungarvík. Fyrirtækið hefur keypt hús og samið við Bolungarvíkurkaupstað með það í huga.
03.01.2022 - 12:32
Sjónvarpsfrétt
Vilja að ríkið styðji betur við uppbyggingu vegna eldis
Sveitarfélög á Vestfjörðum telja að ríkið verði að setja meira fé í uppbyggingu innviða til að styðja við fiskeldi og að auðlindagjöld eigi að renna beint til sveitarfélaga. Þetta kom fram á fundi um fiskeldi sem helstu hagsmunaaðilar atvinnuvegarins á Vestfjörðum sóttu.
Flutningstími getur tvöfaldast þegar Baldur er úr leik
Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá eldisfyrirtækinu Arctic Fish segir miklu máli skipta að hægt sé að treysta á áreiðanlegar ferjusiglingar um Breiðafjörð. Falli niður ferð hjá Baldri getur flutningstími vöru frá sunnanverðum Vestfjörðum tvöfaldast.
Skipulagsstofnun vill að heimilt sé að draga úr laxeldi
Skipulagsstofnun telur mikilvægt að skýr heimild sé til staðar til að draga úr eldi í Ísafjarðardjúpi ef ekki tekst að halda laxalús í skefjum. Þá er lítið vitað um hver samlegðaráhrif yrðu af því eldi sem ólík fyrirtæki fyrirhuga í Djúpi. Þetta kemur fram í áliti stofnunarinnar um mat á umhverfisáhrifum af átta þúsund tonna laxeldi Arctic Sea Farm í Ísafjarðardjúpi.
03.02.2021 - 16:47
Leggja til að eldi meira en tvöfaldist í Dýrafirði
Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi til allt að tíu þúsund tonna sjókvíaeldi í Dýrafirði á Vestfjörðum fyrir Arctic Sea Farm, sem heyrir undir Arctic Fish. Það er meira en tvöföldun frá fyrra starfsleyfi, en núverandi leyfi hljóðar upp á 4200 tonn á ári. Fyrirtækið hefur stefnt að því að auka við eldi í firðinum í þó nokkur ár.
08.01.2021 - 12:07
Ný seiðaeldisstöð endurnýtir 96% vatns
Ný seiðaeldisstöð Arctic fish á Tálknafirði endurnýtir 96 prósent vatns í eldinu og gerir tilraunir til að fullvinna allar aukaafurðir. Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Arctic Fish, segir mögulegt að endurnýta allt að 99 prósent vatnsins.
18.10.2019 - 20:52