Færslur: Arctic Council

Framtíðarstefna arfleifð formennsku Íslands
Utanríkisráðherra er hæstánægður með nýafstaðinn ráðherrafund Norðurskautsráðsins og trúir því að fundur utanríkisráðherra Rússlands og Bandaríkjanna sé fyrsta skrefið að bættum samskiptum ríkjanna. 
Viðtal
„Mikilvægt að geta sett sig í spor annarra“
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var gestur í Viðtalinu í gær. Þar voru málefni Norðurslóða, áherslur nýrrar ríkisstjórnar í Bandaríkjunum, samskipti við Rússa og óöld fyrir botni Miðjarðarhafs meðal annars til umræðu. Þá var Blinken einnig spurður um uppvöxt sinn í Frakklandi, sem hann vonar að nýtist honum í starfi utanríkisráðherra, og tónlistarferilinn, sem hann hefur lítinn tíma til að sinna í nýju annasömu starfi.
20.05.2021 - 10:09
Vinna saman að málefnum Norðurslóða
Skrifað var undir samkomulag 13 bæja á norðurslóðum á Akureyri í dag. Því er ætlað að ljá minni samfélögum rödd í umræðunni um Norðurslóðir.
10.10.2019 - 22:20
Mikilvægt skref fyrir Vestnorræna ráðið
Vestnorræna ráðið hefur fengið áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu, sem er mikilvægt skref að sögn Unnar Brár Konráðsdóttur, fyrrverandi formanns Vestnorræna ráðsins. Hlýnun loftslags veldur örum breytingum og hvergi meira en á norðurslóðum. Unnur Brá telur að miklu skipti að raddir þeirra, sem búa á svæðinu og nálægt því, heyrist á alþjóðavettvangi.