Færslur: Árás

Myndskeið
Stúlka slapp naumlega undan ökufantinum
Lögreglan Wisconsin í Bandaríkjunum hefur ekki gefið upp ástæður árásar á jólahátíð í bænum í gær. Maður ók bíl á gangandi vegfarendur með þeim afleiðingum að fimm létust og á fjórða tug slösuðust.
22.11.2021 - 19:30
Að minnsta kosti fimm látnir eftir árás í Wisconsin
Að minnsta kosti fimm eru látnir og 40 slasaðir eftir að jeppa var ekið á miklum hraða gegnum jólaskrúðgöngu í miðborg Waukesha í Wisconsinríki í Bandaríkjunum. Óttast er að tölurnar eigi eftir að hækka eftir því sem rannsókn miðar áfram.
22.11.2021 - 05:40
Franskur veiðimaður felldi skógarbjörn eftir árás
Sjötugur veiðimaður felldi skógarbirnu í suð-vesturhluta Frakklands í dag. Birnan réðist á og særði manninn sem var á villisvínaveiðum í Ariège-héraði. Embættismaður segir að óttast hafi verið að birnir gerðu atlögu að mönnum á svæðinu.
21.11.2021 - 01:15
Tugþúsundir mótmæltu árásum á hindúa í Bangladess
Tugir þúsunda sem tilheyra minnihlutatrúarbrögðum héldu útifundi víðsvegar um Bangladess í dag. Ástæðan er fjöldi mannskæðra árása á hof og heimili hindúa í landinu undanfarið.
23.10.2021 - 14:32
„Fólk er hálf lamað yfir þessu“
Aron Þorfinnsson, verkfræðingur sem býr í Kongsberg, segir bæjarbúa í áfalli. Sjálfur var hann heima þegar árásin átti sér stað. Hann hefði aldrei getað ímyndað sér að voðaverk yrðu framin í bænum. 
14.10.2021 - 08:10
 · Noregur · Kongsberg · Lögreglumál · Árás · Erlent