Færslur: Árás
Mikið mannfall tengt þingkosningum á Papúa Nýju-Gíneu
Gríðarmikið ofbeldi hefur varpað dökkum skugga á yfirstandandi þingkosningar á Papúa Nýju-Gíneu. Um það bil 50 manns liggja í valnum en kosningar standa til mánaðamóta.
27.07.2022 - 06:30
Tólfti blaðamaðurinn á árinu myrtur í Mexíkó
Blaðamaður var skotinn til bana í Mexíkó í gær. Tólf blaðamenn hafa verið myrtir í landinu það sem af er þessu ári.
30.06.2022 - 02:59
ISIS lýsir yfir ábyrgð á árás nærri Súez-skurði
Hópur tengdur hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki segjast bera ábyrgð á árás sem gerð var á vatnsdælustöð austan við Súez-skurð. Að minnsta kosti ellefu egypskir hermenn féllu í árásinni.
09.05.2022 - 02:10
Árásarmanna leitað logandi ljósi í Ísrael
Mikil leit stendur nú yfir í Ísrael að mönnum sem réðust að og myrtu þrjá. Bylgja ofbeldis hefur riðið yfir landið en árásin var gerð meðan Ísraelar fögnuðu stofndægri ríkisins. Þrír fórust og nokkrir særðust alvarlega í árás sem gerð var í ísraelska bænum Elad nærri Tel Aviv í gær.
06.05.2022 - 03:30
Trump yngri bar vitni fyrir þingnefnd
Donald Trump yngri, sonur fyrrverandi Bandaríkjaforseta, var í vikunni kallaður fyrir rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings, sem hefur það hlutverk að brjóta til mergjar mannskæða árás á þinghúsið 6. janúar 2021.
05.05.2022 - 03:10
Dæmd í sjö ára fangelsi fyrir að villa á sér heimildir
Kanadísk kona var í gær dæmd til sjö ára fangelsisvistar fyrir að villa á sér heimildir og þykjast vera hjúkrunarfræðingur áratugum saman. Sömuleiðis brá hún sér í gervi fleiri sérfræðinga og notaði til þess fölsuð persónuskilríki.
23.04.2022 - 04:00
Þinghúsið í Washington rýmt um stundarsakir
Þinghúsið í Washington höfuðborg Bandaríkjanna var rýmt um stundarsakir í kvöld. Lögregla á Þinghúshæð greindi frá mögulegri ógn vegna óvenjulegrar ferðar flugvélar yfir borginni. Forseti fulltrúadeildar þingsins gagnrýndi flugmálayfirvöld harkalega.
21.04.2022 - 02:35
Fjórir handteknir fyrir tilraun til manndráps í Svíþjóð
Maður á fimmtugsaldri varð fyrir stunguárás í bænum Knivsta í Svíþjóð í gærkvöld. Þrír menn eru í haldi grunaðir um tilraun til manndráps.
02.04.2022 - 04:36
Dæmdur fyrir skipulagningu árása í skólum
Dómstóll í Álaborg í Danmörku hefur dæmt tuttugu og sjö ára karlmann fyrir að skipuleggja eina eða fleiri skotárásir í skólum á austur Jótlandi.
03.02.2022 - 14:48
Stuðningsmenn Trumps á útifundi í Arizona
Þúsundir stuðningsmanna Donalds Trumps fyrrverandi Bandaríkjaforseta hafa safnast saman skammt frá borginni Phoenix í Arizona. Trump lýsti því yfir á föstudaginn að fjöldi mála yrði tekinn fyrir á þessum fyrsta útifundi hans síðan í október.
16.01.2022 - 02:25
Sex af hverjum 10 Bandaríkjamönnum óttast um lýðræðið
Tæplega sex af hverjum tíu Bandaríkjamönnum telja lýðræði í landinu í hættu og meirihluti segir meiri ógn stafa af pólítísku ójafnvægi innanlands en frá erlendum öflum.
13.01.2022 - 00:39
Krefja þáttastjórnanda svara um samskipti við Trump
Rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings, sem hefur það hlutverk að brjóta til mergjar mannskæða árás á þinghúsið 6. janúar í fyrra, krefur sjónvarpsþáttastjórnandann Sean Hannity um upplýsingar varðandi samskipti hans við Donald Trump í aðdraganda árásarinnar.
05.01.2022 - 03:28
Trump aflýsir fyrirhugðum blaðamannafundi 6. janúar
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti ákvað skyndilega að hætta við fyrirhugaðan blaðamannafund sem hann hafði boðað til á Florida 6. janúar næstkomandi. Joe Biden forseti flytur ávarp þann dag til að minnast þess að ár er liðið frá áhlaupinu á þinghúsið á Capitol-hæð.
05.01.2022 - 01:32
Fimm ára fangelsisdómur fyrir árásina á þinghúsið
Dómstóll í Flórídaríki í Bandaríkjunum hefur dæmt stuðningsmann Donalds Trump fyrrverandi forseta til meira en fimm ára fangelsisvistar fyrir aðild að þinghúsárásinni 6. janúar síðastliðinn og ofbeldi gegn lögreglumönnum.
18.12.2021 - 07:24
Þrír fórust í sprengjutilræði á kólumbískum flugvelli
Tveir lögreglumenn fórust í sprengingu við Cucuta alþjóðaflugvöllinn nærri landamærum Kólumbíu og Venesúela í dag. Litið er á atvikið sem hryðjuverk en tilræðismaðurinn fórst einnig þegar hann reyndi að flýja flugvallarsvæðið.
15.12.2021 - 02:11
Stúlka slapp naumlega undan ökufantinum
Lögreglan Wisconsin í Bandaríkjunum hefur ekki gefið upp ástæður árásar á jólahátíð í bænum í gær. Maður ók bíl á gangandi vegfarendur með þeim afleiðingum að fimm létust og á fjórða tug slösuðust.
22.11.2021 - 19:30
Að minnsta kosti fimm látnir eftir árás í Wisconsin
Að minnsta kosti fimm eru látnir og 40 slasaðir eftir að jeppa var ekið á miklum hraða gegnum jólaskrúðgöngu í miðborg Waukesha í Wisconsinríki í Bandaríkjunum. Óttast er að tölurnar eigi eftir að hækka eftir því sem rannsókn miðar áfram.
22.11.2021 - 05:40
Franskur veiðimaður felldi skógarbjörn eftir árás
Sjötugur veiðimaður felldi skógarbirnu í suð-vesturhluta Frakklands í dag. Birnan réðist á og særði manninn sem var á villisvínaveiðum í Ariège-héraði. Embættismaður segir að óttast hafi verið að birnir gerðu atlögu að mönnum á svæðinu.
21.11.2021 - 01:15
Tugþúsundir mótmæltu árásum á hindúa í Bangladess
Tugir þúsunda sem tilheyra minnihlutatrúarbrögðum héldu útifundi víðsvegar um Bangladess í dag. Ástæðan er fjöldi mannskæðra árása á hof og heimili hindúa í landinu undanfarið.
23.10.2021 - 14:32
„Fólk er hálf lamað yfir þessu“
Aron Þorfinnsson, verkfræðingur sem býr í Kongsberg, segir bæjarbúa í áfalli. Sjálfur var hann heima þegar árásin átti sér stað. Hann hefði aldrei getað ímyndað sér að voðaverk yrðu framin í bænum.
14.10.2021 - 08:10